30. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka á dagskrá nýtt mál sem verður mál nr. 10.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Tillaga að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2021-2022, lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og felur bæjarstjóra að undirrita viðeigandi skjöl vegna loftslagsstefnunnar og innleiðingar hennar.
Gestir
- Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
2. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um fyrirkomulag við innleiðingu hringrásarhagkerfis og aukinnar flokkunar íbúa Mosfellsbæjar, ásamt kostnaðaráætlun verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum kostnað við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
3. Kynning á embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu202303486
Kynning á embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Á fund bæjarráðs mættu Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu og Einar Jónsson staðgengill sýslumanns og sviðsstjóri fullnustu- og skiptasviðs. Gerðu þau grein fyrir starfsemi embættis sýslumanns, helstu verkefnum og fyrirkomulagi á samráði við sveitarfélög samkvæmt lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði nr. 50/2014.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Einar Jónsson staðgengill sýslumanns og sviðsstjóri fullnustu- og skiptasviðs
- Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Undirbúningur framkvæmda á Varmársvæði202303990
Tillaga fulltrúa B, C og S lista varðandi undirbúning framkvæmda á Varmársvæði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að skoða nánar undirbúning framkvæmda á Varmársvæði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði lýsa ánægju með tillögur um áframhaldandi uppbyggingu að íþróttasvæðinu að Varmá.
Við hvetjum nýjan meirihluta til þess að tryggja að nauðsynlegar áður ákveðnar framkvæmdir hefjist sem fyrst svo ekki verði frekari tafir á uppbyggingu á svæðinu en þegar hafa orðið.Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Helgafellskóli Íþróttahús, Nýbygging202201418
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Rafmagn - smíði og uppsetning heimtaugaskápa202303156
Óskað er heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun á smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna ljósastauralýsingar. Smíði skápanna er grunnforsenda til þess að hægt verði að þjónusta götulýsingakerfi Mosfellsbæjar eftir brotthvarf ON og fara í LED væðingu. Jafnframt er lagt til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. sem hefur keypt gatnalýsingardeild ON á meðan unnið er að yfirtöku á gatnalýsingakerfi bæjarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að framkvæma verðkönnun í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt samþykkir bæjarráð að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Krafa um jafna stöðu ylræktar í Mosfellsbæ202301320
Erindi AX lögmannsstofu fh. Dalsgarðs er varðar kröfu um jafna stöðu ylræktar í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.
8. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. mars 2023202301518
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru tillögur kjörnefndar að fulltrúum í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
9. Krafa vegna Bröttuhlíðar 23202210111
Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis vegna Bröttuhlíðar 23.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Tilnefning í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins2023031198
Tilnefning í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Lovísu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa C lista, í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Mosfellsbæjar. Fulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Í lok fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að haldinn verði aukafundur í bæjarráði mánudaginn 3. apríl kl. 8:00, sbr. heimild í 40. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.