Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. mars 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka á dagskrá nýtt mál sem verð­ur mál nr. 10.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

    Tillaga að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2021-2022, lögð fram til samþykktar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lögu að lofts­lags­stefnu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita við­eig­andi skjöl vegna lofts­lags­stefn­unn­ar og inn­leið­ing­ar henn­ar.

    Gestir
    • Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
  • 2. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætlun202101312

    Lögð fyrir bæjarráð tillaga um fyrirkomulag við innleiðingu hringrásarhagkerfis og aukinnar flokkunar íbúa Mosfellsbæjar, ásamt kostnaðaráætlun verkefnisins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um kostn­að við inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins og sam­ræm­ingu úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði
    • 3. Kynn­ing á embætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202303486

      Kynning á embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

      Á fund bæj­ar­ráðs mættu Sig­ríð­ur Krist­ins­dótt­ir, sýslu­mað­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Ein­ar Jóns­son stað­gengill sýslu­manns og sviðs­stjóri fulln­ustu- og skipta­sviðs. Gerðu þau grein fyr­ir starf­semi embætt­is sýslu­manns, helstu verk­efn­um og fyr­ir­komu­lagi á sam­ráði við sveit­ar­fé­lög sam­kvæmt lög­um um fram­kvæmda­vald og stjórn­sýslu rík­is­ins í hér­aði nr. 50/2014.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • Gunnhildur María Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • Einar Jónsson staðgengill sýslumanns og sviðsstjóri fullnustu- og skiptasviðs
      • Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu
      • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • 4. Und­ir­bún­ing­ur fram­kvæmda á Varmár­svæði202303990

      Tillaga fulltrúa B, C og S lista varðandi undirbúning framkvæmda á Varmársvæði.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að skoða nán­ar und­ir­bún­ing fram­kvæmda á Varmár­svæði í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      ***
      Bók­un D lista:
      Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði lýsa ánægju með til­lög­ur um áfram­hald­andi upp­bygg­ingu að íþrótta­svæð­inu að Varmá.
      Við hvetj­um nýj­an meiri­hluta til þess að tryggja að nauð­syn­leg­ar áður ákveðn­ar fram­kvæmd­ir hefj­ist sem fyrst svo ekki verði frek­ari taf­ir á upp­bygg­ingu á svæð­inu en þeg­ar hafa orð­ið.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 5. Helga­fell­skóli Íþrótta­hús, Ný­bygg­ing202201418

      Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út frá­g­ang lóð­ar við íþrótta­hús Helga­fells­skóla sam­kvæmt með­fylgj­andi upp­drætti auk minni­hátt­ar end­ur­bóta á lóð fyrri áfanga í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 6. Raf­magn - smíði og upp­setn­ing heimtauga­skápa202303156

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun á smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna ljósastauralýsingar. Smíði skápanna er grunnforsenda til þess að hægt verði að þjónusta götulýsingakerfi Mosfellsbæjar eftir brotthvarf ON og fara í LED væðingu. Jafnframt er lagt til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. sem hefur keypt gatnalýsingardeild ON á meðan unnið er að yfirtöku á gatnalýsingakerfi bæjarins.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að fram­kvæma verð­könn­un í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Jafn­framt sam­þykk­ir bæj­ar­ráð að fram­selja þjón­ustu­samn­ing við ON um gatna- og stíga­lýs­ingu tíma­bund­ið til Ljóst­vista ehf. í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • 7. Krafa um jafna stöðu yl­rækt­ar í Mos­fells­bæ202301320

        Erindi AX lögmannsstofu fh. Dalsgarðs er varðar kröfu um jafna stöðu ylræktar í Mosfellsbæ.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar bæj­ar­stjóra.

        • 8. Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 31. mars 2023202301518

          Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru tillögur kjörnefndar að fulltrúum í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

          Lagt fram.

          • 9. Krafa vegna Bröttu­hlíð­ar 23202210111

            Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis vegna Bröttuhlíðar 23.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            • 10. Til­nefn­ing í stefnuráð Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins2023031198

              Tilnefning í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Lovísu Jóns­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa C lista, í stefnuráð Mark­aðs­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

            Í lok fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að hald­inn verði auka­fund­ur í bæj­ar­ráði mánu­dag­inn 3. apríl kl. 8:00, sbr. heim­ild í 40. gr. sam­þykkta um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05