Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. febrúar 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Bjartur Steingrímsson formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
  • Unnar Karl Jónsson aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 4. Sam­ræm­ing úr­gangs­flokk­un­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - sókn­aráætlun202101312

    Kynning á tillögum starfshóps um samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fýsileikaskýrslu ReSource. Bæjarráð samþykkti á 1474. fundi sínum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.

    Um­hverf­is­nefnd styð­ur til­lögu starfs­hóps­ins og minn­ir á að aukin sam­ræm­ing í úr­gangs­mál­um er í sam­ræmi við um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.


    Bók­un full­trúa Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar:
    Nefnd­ar­menn Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar vilja árétta að sérsafn­an­ir, hvort sem það er heim að dyr­um eða í grennd­ar­stöðv­um, eru mik­il­væg­ir þætt­ir til þess að ná fram því mark­miði að koma á hringrás­ar­hag­kerfi. Mið­ast það m.a. við að gera það sem auð­veldast fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki að flokka sorp sem frá þeim staf­ar. Færa má fyr­ir því rök að mögu­leg lok­un end­ur­vinnslu­stöðv­ar Sorpu í Mos­fells­bæ sé ekki skref í rétta átt til þess að ná fram þess­um mark­mið­um. Á end­ur­vinnslu­stöð­um geta ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki tek­ið þátt í flokk­un sem fer ekki fram ann­ars stað­ar. Því ætti mark­mið­ið frek­ar að vera að stíga það skref að færa end­ur­vinnslu­þjón­ustu nær not­end­um og gera hana að­gengi­legri.

  • 5. Borg­ar­lín­an - frumdrög að fyrstu lotu202102116

    Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög, verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 6. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2020 - Gallup202101011

    Kynning á niðurstöðum skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00