18. febrúar 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varamaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Friðland við Varmárósa, endurskoðun á mörkum202002125
Lögð fram til staðfestingar tillaga að endurskoðaðri friðlýsingu fyrir Varmárósa með stækkun svæðis með hliðsjón af útbreiðslu fitjasefs. Tillaga að friðlýsingu var auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar og bárust engar neikvæðar athugasemdir. Í ljósi þess umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafrannsóknastofnunni misfórust vegna mistaka er málið tekið fyrir að nýju þegar allar umsagnir liggja fyrir.
Umhverfisnefnd staðfestir framlagða tillögu að endurskoðun friðlýsingar og fagnar niðurstöðu málsins.
- FylgiskjalUmhverfisstofnun _ Varmárósar Mosfellsbæ_frett.pdfFylgiskjal2020_Varmasosar_afmorkun_kort.pdfFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalLandvernd.pdfFylgiskjalUmsögn_Landgræðslunnar_um_endurskoðun_friðlýsing_Varmárósa (1).pdfFylgiskjalVegagerðin.pdfFylgiskjalAuglýsing_Varmárósar_tillaga til ráðherra.pdfFylgiskjalGreinargerð Varmárósar eftir kynningu.pdfFylgiskjalNáttúrufræðistofnun Íslands.pdfFylgiskjalHafrannsóknarstofnun.pdf
2. Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032202101205
Drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 hafa verið birt í Samráðsgátt og opin til umsagnar. Umsagnarfrestur er til 23. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
3. Drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins202102136
Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu hringrásarhagkerfis
Umhverfisnefnd hefur kynnt sér umsögnina og gerir ekki athugasemd við hana.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Kynning á tillögum starfshóps um samræmingu sorpflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt fýsileikaskýrslu ReSource. Bæjarráð samþykkti á 1474. fundi sínum að vísa skýrslunni til umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd styður tillögu starfshópsins og minnir á að aukin samræming í úrgangsmálum er í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
Bókun fulltrúa Viðreisnar og Samfylkingar:
Nefndarmenn Viðreisnar og Samfylkingar vilja árétta að sérsafnanir, hvort sem það er heim að dyrum eða í grenndarstöðvum, eru mikilvægir þættir til þess að ná fram því markmiði að koma á hringrásarhagkerfi. Miðast það m.a. við að gera það sem auðveldast fyrir einstaklinga og fyrirtæki að flokka sorp sem frá þeim stafar. Færa má fyrir því rök að möguleg lokun endurvinnslustöðvar Sorpu í Mosfellsbæ sé ekki skref í rétta átt til þess að ná fram þessum markmiðum. Á endurvinnslustöðum geta einstaklingar og fyrirtæki tekið þátt í flokkun sem fer ekki fram annars staðar. Því ætti markmiðið frekar að vera að stíga það skref að færa endurvinnsluþjónustu nær notendum og gera hana aðgengilegri.5. Borgarlínan - frumdrög að fyrstu lotu202102116
Á 1476. fundi bæjarráðs var samþykkt að skýrslan Borgarlína, 1. lota forsendur og frumdrög, verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar.
6. Þjónusta sveitarfélaga 2020 - Gallup202101011
Kynning á niðurstöðum skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2020
Lagt fram til kynningar.