12. apríl 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varabæjarfulltrúi
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022202211470
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Haraldur Örn Reynisson og Lilja Dögg Karlsdóttir endurskoðendur, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór Lilja Dögg endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2022. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
***
Samþykkt með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2022 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 26. apríl 2023.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1574202303037F
Fundargerð 1574. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Tillaga að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið, sóknaráætlun 2021-2022, lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun 202101312
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um fyrirkomulag við innleiðingu hringrásarhagkerfis og aukinnar flokkunar íbúa Mosfellsbæjar, ásamt kostnaðaráætlun verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Kynning á embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 202303486
Kynning á embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Undirbúningur framkvæmda á Varmársvæði 202303990
Tillaga fulltrúa B, C og S lista varðandi undirbúning framkvæmda á Varmársvæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Helgafellskóli Íþróttahús, Nýbygging 202201418
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Rafmagn - smíði og uppsetning heimtaugaskápa 202303156
Óskað er heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðkönnun á smíði og uppsetningu á heimtaugaskápum vegna ljósastauralýsingar. Smíði skápanna er grunnforsenda til þess að hægt verði að þjónusta götulýsingakerfi Mosfellsbæjar eftir brotthvarf ON og fara í LED væðingu.
Jafnframt er lagt til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að framselja þjónustusamning við ON um gatna- og stígalýsingu tímabundið til Ljóstvista ehf. sem hefur keypt gatnalýsingardeild ON á meðan unnið er að yfirtöku á gatnalýsingakerfi bæjarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Krafa um jafna stöðu ylræktar í Mosfellsbæ 202301320
Erindi AX lögmannsstofu fh. Dalsgarðs er varðar kröfu um jafna stöðu ylræktar í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.8. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 31. mars 2023 202301518
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru tillögur kjörnefndar að fulltrúum í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.9. Krafa vegna Bröttuhlíðar 23 202210111
Krafa um skaðabætur í tengslum við útgáfu byggingarleyfis vegna Bröttuhlíðar 23.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.10. Tilnefning í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 2023031198
Tilnefning í stefnuráð Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1575202303044F
Fundargerð 1575. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2022 202211470
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2022 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2022 lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1575. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
4. Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands2023031149
Kosning aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands vegna kjörtímabilsins 2023-2027.
Samþykkt að Regína Ásvaldsdóttir verði aðalfulltrúi og Halla Karen Kristjánsdóttir verði varafulltrúi í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands kjörtímabilið 2023 til 2027.
Fundargerðir til kynningar
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 495202303038F
Fundargerð 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203170
Knútur Óskarsson Bjarkarholti 18 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svalalokun við íbúð 05-01 fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: Svalalokun 18,8 m², 20,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203102
Þröstur Lýðsson Bjarkarholti 20 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri svalalokun við íbúð 04-06 fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Svalalokun 21,6 m², 23,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209214
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 368,24 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107128
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 84,4 m², gróðurhús 32,8 m², 725,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212208
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga lóðarskipulags ásamt enurnýjun drenlagna skólahúsnæðis Kvíslarskóla á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 495. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
6. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 66202303040F
Fundargerð 66. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting 202209130
Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hömrum að Langatanga 2A. Breytingin felur í sér möguleika á að fjölga hjúkrunarrýmum úr 40 í 74. Stækkun byggingarreitar er til norðurs þar sem heimilt verður, í samræmi við gildandi deiliskipulag að byggja þriggja hæða hús, mest 12 m hátt. Einnig er heimilt að hafa kjallara undir byggingu þar sem aðstæður leyfa. Áfram verður aðalaðkoma að hjúkrunarheimilinu frá Langatanga en gert er ráð fyrir nýrri þjónustuaðkomu frá Skeiðholti. Horfið er frá kröfu um 3 m háa hljóðvörn á milli Langatanga og bílastæða hjúkrunarheimilis og litið til annarra lausna.
Deiliskipulagsbreytingin var unnin í samræmi við kynnta skipulagslýsingu verksins. Skipulagið var framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Breytingin var send á Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlitið HEF, Eir Hjúkrunarheimili, Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir, Veitur ohf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Athugasemdafrestur var frá 09.02.2023 til og með 26.03.2023.
Jákvæðar umsagnir bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14.02.2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 15.02.2023.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 66. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalUppdráttur deiliskipulagstillöguFylgiskjalSkuggavarp deiliskipulagstillöguFylgiskjalUmsögn MÍ 15 febrúar 2023 - Hamrar hjúkrunarheimili Langitangi deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalHamrar hjúkrunarheimili við Langatanga 2A í Mosfellsbæ - Deiliskipulagsbreyting - Athugasemdafrestur er til 26. mars 2023 .pdfFylgiskjalLangitangi 2a - deiliskipulagsbreyting - kynning á vef.pdf
6.2. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202211363
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Dagný Tómasdóttur, fyrir útlitsbreytingum og breyttu innra skipulagi parhúss að Grenibyggð 22-24, í samræmi við gögn. Breytingin felur í sér að bílskúrum húsa er breytt í vinnustofu og geymslu, bílskúrshurð er skipt út fyrir glugga og glerjaða hurð. Uppdrættir sýna að áfram verði bílaeign geymd innan lóðar. Erindinu var vísað til umsagnar á 487. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 66. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 248. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins2023031084
Fundargerð 248. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 284. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8. Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH2023031215
Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9. Fundargerð 41. eigendafundar Strætó bs.2023031213
Fundargerð 41. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 41. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10. Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar HEF2023031126
Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar HEF lögð fram til kynningar.
Fundargerð 12. fundar Heilbrigðisnefndar HEF lögð fram til kynningar á 825. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.