Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. október 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi202108920

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um breyt­ingu skipu­lags­ins þar sem út­færsla er ekki í sam­ræmi við leið­bein­ing­ar til máls­að­ila og hönnuð­ar varð­andi að­kom­ur og um­ferðarör­yggi.
    Af­greitt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Suð­ur­lands­veg­ur inn­an Mos­fells­bæj­ar og Kópa­vogs - sam­eig­in­legt deili­skipu­lag202205199

    Skipulagsnefnd samþykkti á 569. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt sameiginlegt deiliskipulag fyrir Suðurlandsveg innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar og Kópavogs. Skipulagssvæðið er 73,6 ha að stærð og 5,7 km að lengd, það skarar sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar á tveimur stöðum. Markmið breytingar og tvöföldun Suðurlandsvegar er að bæta samgöngur og umferðaröryggi. Gögnin eru unnin af Eflu verkfræðistofu, greinargerð dags. 30.06.2022. Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu, Mosfellingi, á vef og skrifstofum beggja sveitarfélaga. Dreifibréf voru send af hálfu Mosfellsbæjar til nálægra land- og fasteignaeigenda. Haldinn var kynningarfundur skipulagsins að Digranesvegi 1, 200 Kópa­vogi, þann 21.07.2022. Athugasemdafrestur var frá 26.09.2022 til og með 14.10.2022. Umsagnir og athugasemdir vegna skipulagsins bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 17.10.2022, Landsneti, dags. 14.10.2022, Helga Arnalds og Eliasi Halldóri Bjarnasyni, dags. 14.10.2022, Maren Albertsdóttur f.h. Benedikts Egils Árnasonar, dags. 14.10.2022, Auði Ýr Elísabetardóttur og Marinó Sigurðarssyni, dags. 14.10.2022, Backy Elizabeth Forsytje og Teit Björgvinssyni, dags. 14.10.2022, Claudia Breisprecher, dags. 14.10.2022, Dagný Helgu Ísleifsdóttur og Páli Finnbogasyni, dags. 14.10.2022, Friðleifi Agli Guðmundssyni f.h. landegenda Elliðakots, dags. 14.10.2022, Maren Albertsdóttur f.h. Benedikts Egils Árnasonar, dags. 14.10.2022, Friðleifi Agli Guðmundssyni f.h. Gunnars Haraldssonar og Jónu Margrétar Kristinsdóttur, dags. 14.10.2022 og 13.03.2022, Guðjóni Trausta Árnassyni, dags. 14.10.2022, Helga Magnúsi Valdimarssyni, dags. 14.10.2022, Kerstin Elisabet Andersson, dags. 14.10.2022, Finni Ingimarssyni, dags. 14.10.2022, Pétri Gaut Valgeirssyni og Magneu Tómasdóttur, dags. 14.10.2022, Salbjörgu Ýr Guðjónsdóttur, dags. 14.10.2022, Sóley Ómarsdóttur, dags. 14.10.2022, Steinari Orra Hannessyni og Claudia Andrea Molina Agulera, dags. 14.10.2022, Haraldi Þór Teitssyni f.h. Teits Jónssonar ehf., dags. 14.10.2022, Viktori Hollanders, dags. 14.10.2022, Arnóri Halldórssyni f.h. Waldorfskólans Lækjarbotnum, dags. 14.10.2022, Þórunni Moa Guðjónsdóttur, dags. 14.10.2022, Elísabetu Heiður Jóhannesdóttur og Karli Magnúsi Bjarnasyni, dags. 13.10.2022, Evu Hrönn Hafsteinsdóttur, dags. 13.10.2022, Eygló Scheving, dags. 13.10.2022, Guðrúnu Arnalds og Loga Vígþórssyni, dags. 13.10.2022, Hafdísi Hrund, dags. 13.10.2022, Marie Luise Alf f.h. stjórnar Ásmegins, dags. 13.10.2022, Thelmu Ágústs, dags. 13.10.2022, Þórlaugu Sæmundsdóttur og Jóni Bergþóri Egilssyni, dags. 13.10.2022, Veitum ohf., dags. 13.10.2022, Ingibjörgu Ósk Sigurjónsdóttur, Eddu Johnsen, Auði Eysteinsdóttur, Þórlaugu Sæmundsdóttur og Önnu Lísu Jónsdóttur, dags. 13.10.2022, Þórarni V. Þórarinssyni f.h. Egilsdals ehf., dags. 13.10.2022, Dagnýju Ósk Ásgeirsdóttur, dags. 12.10.2022, Halldóri H. Halldórssyni, f.h. Reiðveganefndar Spretts, dags. 12.10.2022, Sonja Bent, dags. 12.10.2022, Ólafi Kr. Guðmundssyni, dags. 12.10.2022, Sæmundi Eiríkssyni f.h. Reiðveganefndar SV-svæðis, dags. 11.10.2022, Brynhildi Stefánsdóttur og Heiðari Heiðarssyni, dags. 09.10.2022, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 06.10.2022 og Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 04.10.2022. Minjastofnun Íslands hlaut frest til 21.10.2022. Hjálagðar eru athugasemdir og auglýst skipulagsgögn.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Sölkugata 11 - deili­skipu­lags­breyt­ing202210160

    Borist hefur erindi frá Svövu Björk Hjaltalín Jónsdóttur arkitekt, f.h. lóðarhafa Sölkugötu 11, dags. 06.10.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breyting miðar að því að færa áætlaða innkeyrslu lóðar og bílskúr úr austurenda í vesturenda byggingarreitar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að óveru­legt frá­vik skipu­lags, um til­færslu bíl­skúrs inn­an bygg­ing­ar­reit­ar, skuli með­höndlað í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bíla­stæð­um í götu skal ekki fækkað og skal kom­ið til móts við hliðr­un þeirra við breyt­ingu. Máls­að­ili skal greiða all­an kostn­að sem af breyt­ing­unni hlýst svo sem við gerð nýrra lóð­ar­blaða, hönn­un inn­viða og til­færslu ljósastaura. Bygg­ing­ar­full­trúa er heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Reykja­veg­ur 51 - skipu­lag og bíl­skúr202210191

    Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónssyni arkitekt, f.h. landeiganda Reykjavegar 51, dags. 09.10.2022, með ósk um að byggja nýjan bílskúr á lóðinni í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna skuli fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd aðliggj­andi lóð­ar­höf­um og land­eig­end­um skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar að um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og frek­ari gögn hafa borist sem sam­ræm­ast bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kröf­um um grennd­arkynn­ing­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Í Geit­hálslandi Stóra Klöpp - nafna­breyt­ing202210241

    Erindi hefur borist frá Elsu Benjamínsdóttur og Ólafi Gunnarssyni, dags. 10.10.2022 um að fá breytt heiti lands og húss að L125249 Í Geithálslandi. Nýtt heiti yrði Stóra Klöpp.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við nafna­breyt­ing­una en legg­ur til að heiti og skrán­ing stað­fanga á svæð­inu verði end­ur­skoð­uð í sam­ræmi við reglu­gerð um skrán­ingu stað­fanga nr. 557/2017. Er­ind­inu vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Græni stíg­ur­inn - álykt­un sam­þykkt á að­al­fundi 2022202209405

    Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 21.09.2022, varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn ofan byggðar höfuðborgarsvæðisins. Málinu var vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1552. fundi bæjarráðs.

    Lagt fram og kynnt. Í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040, er græni stíg­ur­inn skil­greind­ur sem hluti af græna vef og trefli höf­uð­borg­ar­inn­ar. Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til yf­ir­stand­andi vinnu end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar til þess að tryggja um­fjöllun og stað­setn­ingu hans inn­an stíga­nets Mos­fells­bæj­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Hamra­brekk­ur 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202209214

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Kjartani Árnasyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 09.09.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 7 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 482. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi á grunni heim­ilda að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar og fyr­ir­liggj­andi upp­drátt­ar skipu­lags sum­ar­húsa­byggð­ar frá 02.04.1985, skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 8. Vinna við þró­un skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar byggð­ar í Blikastaðalandi202004164

    Hönnuðir og starfsfólk Alta ráðgjafaþjónustu kynna helstu ákvæði rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar. Farið verður yfir þau ákvæði sem tilheyra rammahluta væntanlegs nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar. Kynning hefst kl. 8:00.

    Lagt fram og kynnt. Þær Matt­hild­ur Kr. Elm­ars­dótt­ir og Drífa Árna­dótt­ir ráð­gjaf­ar og hönn­uð­ir hjá Alta kynntu ákvæði ramma­skipu­lags og ramma­hluta að­al­skipu­lags, stýrðu um­ræð­um og svör­uðu spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að drög að bæði leið­bein­andi og bind­andi ákvæð­um fyr­ir ramma­hluta Blikastaðalands verði lögð til grund­vall­ar í grein­ar­gerð nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Gestir
    • Þorgerður Arna Einarsdóttir
    • Drífa Árnadóttir
    • Jón Ágúst Pétursson
    • Matthildur Kr. Elmarsdóttir
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03