8. júlí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vatnsborun Hádegisholti202105334
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um tilraunaboranir á landi Mosfellsbæjar í Hádegisholti.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að í upplýsingum frá Vatnaskilum er áréttað sérstaklega að Náttúrufræðistofnun metur votlendissvæði á svæðinu og við Leirvogsvatn mikilvæg sem lítt röskuð votlendissvæði og hefur tilnefnt til skráningar á Náttúruminjaskrá.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að hefja undirbúning að vatnsborun í Hádegisholti í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen
2. Ósk um stækkun lóðar - Skeljatangi 36-382021041639
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn um lóðarstækkun við Skeljatanga 36-38
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila íbúum við Skeljatanga 36-38 afnota af bæjarlandi þannig að sláttur og umhirða verði í höndum íbúa og húsfélags í samræmi við óskir enn fremur að að íbúum verði heimilt að setja upp girðingu af einfaldari gerð hvoru tveggja í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen
3. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen
- Linda Udengard
4. Lengri viðvera fatlaðra grunn- og framhaldsskólanema202106342
Nýtt frístundaúrræði fyrir fatlaða nemendur á aldrinum 10-20 ára lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að settur verði af stað frístundaklúbbur fyrir fatlaða nemendur á aldrinum 10-20 ára með lögheimili í Mosfellsbæ sem hefjis starfsemi um miðjan ágúst 2021. Jafnframt er samþykkt með þremur atkvæðum að gengið verði til samninga við Skálatún um leigu á húsnæði undir starfsemina frá og með upphafi haustannar, eða eigi síðar en 15. ágúst næst komandi. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa verkefnis. Verkefnið verði kynnt í fjölskyldunefnd, fræðslunefnd, notendaráði fatlaðs fólks og ungmennaráði.
Gestir
- Linda Udengard
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
5. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa201903541
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði aðgerðum sem kynntar voru í bæjarráði við afgreiðslu ofangreinds máls sem lagt var fram í tillöguformi af hans hálfu árið 2019.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Rafrænn aðgangur almennings að málaskrá Mosfellsbæjar202103572
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Rafræn birting helstu daglegra verkefna bæjarstjóra202103573
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.
Frestað vegna tímaskorts.