Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. júlí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vatns­bor­un Há­deg­is­holti202105334

    Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um tilraunaboranir á landi Mosfellsbæjar í Hádegisholti.

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins vill benda á að í upp­lýs­ing­um frá Vatna­skil­um er áréttað sér­stak­lega að Nátt­úru­fræði­stofn­un met­ur vot­lend­is­svæði á svæð­inu og við Leir­vogs­vatn mik­il­væg sem lítt rösk­uð vot­lend­is­svæði og hef­ur til­nefnt til skrán­ing­ar á Nátt­úru­m­inja­skrá.

    ***

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að hefja und­ir­bún­ing að vatns­bor­un í Há­deg­is­holti í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen
    • 2. Ósk um stækk­un lóð­ar - Skelja­tangi 36-382021041639

      Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn um lóðarstækkun við Skeljatanga 36-38

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila íbú­um við Skelja­tanga 36-38 af­nota af bæj­ar­landi þann­ig að slátt­ur og um­hirða verði í hönd­um íbúa og hús­fé­lags í sam­ræmi við ósk­ir enn frem­ur að að íbú­um verði heim­ilt að setja upp girð­ingu af ein­fald­ari gerð hvoru tveggja í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen
      • 3. Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.202004164

        Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar.

        Af­greiðslu frestað til næsta fund­ar bæj­ar­ráðs.

        Gestir
        • Jóhanna Björg Hansen
        • Linda Udengard
        • 4. Lengri við­vera fatl­aðra grunn- og fram­halds­skóla­nema202106342

          Nýtt frístundaúrræði fyrir fatlaða nemendur á aldrinum 10-20 ára lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að sett­ur verði af stað frí­stunda­klúbb­ur fyr­ir fatl­aða nem­end­ur á aldr­in­um 10-20 ára með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ sem hefj­is starf­semi um miðj­an ág­úst 2021. Jafn­framt er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við Skála­tún um leigu á hús­næði und­ir starf­sem­ina frá og með upp­hafi haust­ann­ar, eða eigi síð­ar en 15. ág­úst næst kom­andi. Fjár­mála­stjóra fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar vegna þessa verk­efn­is. Verk­efn­ið verði kynnt í fjöl­skyldu­nefnd, fræðslu­nefnd, not­enda­ráði fatl­aðs fólks og ung­menna­ráði.

          Gestir
          • Linda Udengard
          • Sigurbjörg Fjölnisdóttir
        • 5. Ný­lið­un og ný­út­skrif­aða kenn­ara til starfa201903541

          Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði aðgerðum sem kynntar voru í bæjarráði við afgreiðslu ofangreinds máls sem lagt var fram í tillöguformi af hans hálfu árið 2019.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 6. Ra­f­rænn að­gang­ur al­menn­ings að mála­skrá Mos­fells­bæj­ar202103572

            Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.

            Frestað vegna tíma­skorts.

          • 7. Ra­fræn birt­ing helstu dag­legra verk­efna bæj­ar­stjóra202103573

            Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.

            Frestað vegna tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15