3. september 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðstöðuleyfi fyrir rafrennur og rafhjól í Mosfellsbæ.202008897
Borist hefur erindi frá Hörpu Dögg Magnúsdóttur, f.h. Oss rafrenna ehf., dags. 25.08.2020, með ósk um aðstöðuleyfi fyrir rafrennur og rafmagnshjól í Mosfellsbæ. Jafnframt ósk um fjárhagslegan stuðning til verkefnisins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Minna-Mosfell - beiðni um nýtt rekstrarleyfi.202008956
Minna-Mosfell - beiðni um nýtt rekstrarleyfi, gisting fl. III. Umsagnarbeiðni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við umsókn um nýtt rekstrarleyfi Minna-Mosfells f. gistingu fl. III.
3. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á samstarfssamningum milli sveitarfélaga.201801316
Niðurstaða frumkvæðisathugunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á samstarfssamningum milli sveitarfélaga. Leiðbeiningar ráðuneytisins til sveitarfélaga.
Niðurstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis ásamt leiðbeiningum lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að leiða vinnu við uppfærslu samninga sveitarfélagsins í samræmi við athugasemdir og leiðbeiningar ráðuneytisins.
4. Laugaból 2, ósk um endurskoðun gatnagerðargalda.201912134
Ósk eiganda Laugabóls 2 um niðurfellingu ákvörðunar um álagningu gatnagerðargjalda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda enda byggist ákvörðun á löggjöf um gatnagerðargjöld og fyrirliggjandi skipulag Mosfellsbæjar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að veita leiðbeiningar um flutning bygginga líkt og óskað er eftir, í samræmi við tillögu í minnisblaði.
5. Erindi umboðsmanns barna um ungmennaráð.2020081011
Um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga frá umboðsmanni barna, dags. 26.08.20.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að vinna úr ábendingum umboðsmanns barna.
6. Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ.201910378
Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Samningur um innleiðingu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samning við félagsmálaráðuneytið og UNICEF þannig að formleg innleiðing verkefnisins Barnvæn sveitarfélög hefjist í Mosfellsbæ.
7. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Tillaga að skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa stýrihóp og rýnihópa til samræmis við framlögð gögn. Hlutverk hópanna er að rýna forsendur, áherslur og tillögur á mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfellsbæjar. Í samráði við hópana verður leitast við að tryggja að fjallað verði um allar viðeigandi forsendur og áhrif á umhverfi og samfélag sem og efnahag sveitarfélagsins.
8. Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og loftgæðamælingar.201908622
Lögð fyrir bæjarráð samantekt umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á fasteignum Mosfellsbæjar.
Samantektir umhverfissviðs vegna skimunar Orbicon og Eflu á skólahúsnæði Mosfellsbæjar lagðar fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til kynningar.
Gestir
- Jóhanna B Hansen
- Linda Udengard
- FylgiskjalSkimun Eflu_31.08.2020.pdfFylgiskjalSkimun Orbicon 2019-2020 - minnisblað - 31.08.2020.pdfFylgiskjal1831-099-SKA-001-V02-Íþróttamiðstöðin að Varmá - innivist og loftgæði-28.08.2020.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-014-V01-Brúarland-Varmárskóli-verkstaða-28.08.2020.pdfFylgiskjal1831-101-SKA-001-V01-Sunnukriki 1 - Krikaskóli, innivist og loftgæði með viðauka.pdf
9. Skipulag fjölskyldusviðs.2020081082
Skipulag og þjónusta fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.
Lagt fram.
10. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd.201503558
Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 18, vegna 2-3. áfanga.
Framvinduskýrsla 18 vegna byggingar Helgafellsskóla lögð fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til kynningar.
11. Súluhöfði - stígagerð og jarðvegsmanir.201912121
Niðurstöður útboðs. Óskað er heimildar til undirritunar samnings við lægstbjóðanda vegna stígagerðar í Súluhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Umhverfissviði er falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda í samræmi við framangreint. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
12. Rekstur deilda janúar til júní 20202020081071
Rekstraryfirlit janúar til júní 2020 lagt fram til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.