Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. ágúst 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

  Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu og hugmyndir af gatnakerfi og fyrirkomulagi 5. áfanga í Helgafellshverfi. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi fram­göngu máls­ins.

  • 2. Helga­fells­hverfi 6. áfangi - nýtt deili­skipu­lag202101267

   Umhverfissvið leggur fram til kynningar drög að forsögn að nýju deiliskipulagi norðan Ásahverfis í samræmi við afgreiðslu á 532. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi fram­göngu máls­ins.

   • 3. Mið­dal­ur 2 L199723 - deili­skipu­lag202105214

    Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Er­ind­inu vísað til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði vegna inn­við­a­upp­bygg­ing­ar og teng­inga lagna á land­inu.

   • 4. Urð­ar­sel úr landi Mið­dals - deili­skipu­lags­breyt­ing frí­stunda­lóð­ar202106308

    Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur, f.h. landeiganda, dags. 23.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðina Urðarsel L125359. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 5. Krók­ar við Varmá - deili­skipu­lags­breyt­ing202106362

    Erindi hefur borist frá Gunnlaugi Jónssyni, f.h. landeiganda, dags. 24.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Króka L123755 við Varmá. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Er­ind­inu vísað til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði vegna veitna sem þvera lóð.

   • 6. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202106345

    Borist hefur erindi með ósk um aðalskipulagsbreytingu óbyggðra svæða í frístundasvæði. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Er­ind­inu vísað til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

   • 7. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59202106135

    Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Lagt fram og kynnt.
    Bók­un full­trúa L lista Vina Mos­fells­bæj­ar og M lista Mið­flokks: Full­trú­ar L lista Vina Mos­fells­bæj­ar og M lista Mið­flokks minna á bók­un sína þeg­ar kær­an var lögð fram á fundi bæj­ar­ráðs, en bók­un­in er svohljóð­andi: Bæj­ar­full­trú­ar list­ana vilja með bók­un þess­ari minna á að full­trú­ar þeirra í skipu­lags­nefnd sátu hjá við af­greiðslu þessa máls, sem nú sæt­ir kæru til Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála, þeg­ar það var til af­greiðslu á 484. fundi nefnd­ar­inn­ar á sín­um tíma.

   • 8. Teigs­land við Reykja­veg - deili­skipu­lag202006276

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Er­ind­inu vísað til bæj­ar­lög­manns og bæj­ar­ráðs vegna hugs­an­legra samn­inga um upp­bygg­ingu og af­hend­ingu lands und­ir inn­viði í sam­ræmi við 1. mgr. 39. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 9. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040202010203

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar bend­ir á að nýir íbúð­areit­ir, 96-Korpa II og 97-Korpa III (ÍB55), hafa teng­ingu við sam­gönguæð Vest­ur­lands­veg­ar um Kor­p­úlfs­staða­veg í gegn­um Mos­fells­bæ. Slíkt teng­ing get­ur haft áhrif á fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu inn­an Blikastaðalands í Mos­fells­bæ sem þeg­ar er í gild­andi að­al­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins.

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um um um­ferð­ar­grein­ingu og grein­ingu á áhrif­um af þétt­ingu byggð­ar og upp­bygg­ingu við Kor­p­úlfs­staði í Grafar­vogi.
    Einn­ig ger­ir skipu­lags­nefnd at­huga­semd við óljóst ákvæði um hæð, gerð og um­fang byggð­ar sem get­ur haft skerð­andi áhrif á gæði upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands.

   • 10. Að­al­skipu­lag Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps 2020-2032202107160

    Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 15.07.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við tillögu nýs aðalskipulags í vinnslu og kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er frá 15.07.2021 til og með 20.08.2021.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt drög.

   • 11. Reykja­hvoll 4b - deili­skipu­lags­breyt­ing202105126

    Borist hafa frekari gögn um tilfærslu á byggingarreit við Reykjahvoll 4b sbr. erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, sem tekið var fyrir á 544. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að mál­ið skuli með­höndlað sem óveru­legt frá­vik skipu­lags í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Sam­þykkt breyt­ing fel­ur í sér til­færslu bygg­ing­ar­reits ein­býl­is­húss á lóð­inni við Reykja­hvol 4b. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og þeg­ar kynnt­um gögn­um.

   • 12. Skála­hlíð 28 - ósk um und­an­þágu skipu­lags­skil­mála202108028

    Borist hefur erindi frá Elvari Þór Ásgeirssyni, dags. 03.08.2021, með ósk um undanþágu ákvæðis skipulags um bílskúr í húsinu.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um að heim­ila upp­skipt­ingu bíl­skúrs í tvö her­bergi/rými með vís­an í skil­mála deili­skipu­lags hverf­is­ins.

   • 13. Akra­land - ósk um heim­ild til deili­skipu­lags­breyt­ing­ar202010004

    Borist hefur erindi frá Gylfa Guðjónssyni arkitekt, f.h. Helga Ólafssonar, með ósk um breytingu deiliskipulags fyrir Réttarhvol 13-15.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 14. Vefara­stræti 24-30 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201711319

    Borist hafa frekari gögn um fjölgun íbúða í Vefarastræti 24-26 sbr. erindi frá Heimavöllum, dags. 09.10.2019, sem tekið var fyrir á 500. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um við­bót­ar eign­ir í hús­inu með vís­an í gild­andi deili­skipu­lag.

   • 15. Suð­ur­lands­veg­ur - lagn­ing strengja202107179

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 14.07.2021, þar sem grenndarkynnt er framkvæmdaleyfi vegna áforma Veitna ohf. að leggja 11 kV rafstreng í jörðu nærri Suðurlandsvegi í landi Kópavogsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við áætlan­ir.

   • 16. Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.202004164

    Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags.

    Frestað vegna tíma­skorts

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 441202107002F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 17.1. Efsta­land 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107015

      Ingi­björg Kristín Vals­dótt­ir Efstalandi 12 sæk­ir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri sól­skála á þa­kver­önd rað­húss á lóð­inni Efsta­land nr. 12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 16,7 m², 38,4 m³.

     • 17.2. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105336

      Sölvi Sveins­son Kambs­vegi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja við frí­stunda­hús á lóð B í Mið­dalslandi, Skin­þúfa L219986, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 32,8 m²,99,6 m³.

     • 17.3. Laxa­tunga 121 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202008551

      Ser­gey Kuz­net­sov Njarð­ar­grund 3 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 121, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 188,6 m², bíl­geymsla 45,2 m², 1.025,67 m³.

     • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 442202107024F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 18.1. Ála­foss 125136 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107286

       Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri göngu­brú við Stekkj­ar­flöt L125136 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 18.2. Bergrún­argata 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105355

       Planki ehf. Snæfríð­ar­götu 8 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Bergrún­argata nr. 1 og 1a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir Bergrún­argata 1: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.
       Stærð­ir Bergrún­argata 1a: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.

      • 18.3. Engja­veg­ur 6 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906398

       Hild­ur Dís Jóns­dótt­ir Scheving Engja­vegi 6 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri bíl­geymslu og auka íbúð á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir: Íbúð 63,0 m², bíl­geymsla 63,0 m², 409,5 m³.

      • 18.4. Engja­veg­ur 11A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103714

       Kristján Þór Jóns­son Efstalandi 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 11a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 18.5. Kvísl­artunga 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105298

       Krist­inn R Guð­munds­son Gautavík 6 Reykja­vík um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 5 og 5a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir Kvísl­artunga 5 : Íbúð 186,6 m², bíl­geymsla 50,8 m², 583,28 m³.
       Stærð­ir Kvísl­artunga 5a: Íbúð 186,6 m², bíl­geymsla 50,8 m², 583,28 m³.

      • 19. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 443202108004F

       Fundargerð lögð fram til kynningar.

       Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

       • 19.1. Brú­arfljót 3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202103580

        Berg Verk­tak­ar ehf. Höfða­bakka 9 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr lím­tré at­vinnu­hús­næði í tveim­ur bygg­ing­um með sam­tals með 31 eign­ar­hluta á lóð­inni Brú­arfljót nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir mhl 01: 1.299,9 m², 6.369,15 m³.
        Stærð­ir mhl 02: 1.081,2 m², 5.278,16 m³.

       • 19.2. Skála­hlíð 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202012186

        Skála­túns­heim­il­ið Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi 1. og 2. hæð­ar íbúð­ar­húss við Skála­tún nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00