13. ágúst 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag201811024
Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu og hugmyndir af gatnakerfi og fyrirkomulagi 5. áfanga í Helgafellshverfi. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi framgöngu málsins.
2. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Umhverfissvið leggur fram til kynningar drög að forsögn að nýju deiliskipulagi norðan Ásahverfis í samræmi við afgreiðslu á 532. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi framgöngu málsins.
3. Miðdalur 2 L199723 - deiliskipulag202105214
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna innviðauppbyggingar og tenginga lagna á landinu.
4. Urðarsel úr landi Miðdals - deiliskipulagsbreyting frístundalóðar202106308
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur, f.h. landeiganda, dags. 23.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðina Urðarsel L125359. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Krókar við Varmá - deiliskipulagsbreyting202106362
Erindi hefur borist frá Gunnlaugi Jónssyni, f.h. landeiganda, dags. 24.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Króka L123755 við Varmá. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna veitna sem þvera lóð.
6. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deiliskipulag frístundabyggðar202106345
Borist hefur erindi með ósk um aðalskipulagsbreytingu óbyggðra svæða í frístundasvæði. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
7. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59202106135
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt.
Bókun fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar og M lista Miðflokks: Fulltrúar L lista Vina Mosfellsbæjar og M lista Miðflokks minna á bókun sína þegar kæran var lögð fram á fundi bæjarráðs, en bókunin er svohljóðandi: Bæjarfulltrúar listana vilja með bókun þessari minna á að fulltrúar þeirra í skipulagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, sem nú sætir kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þegar það var til afgreiðslu á 484. fundi nefndarinnar á sínum tíma.8. Teigsland við Reykjaveg - deiliskipulag202006276
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til bæjarlögmanns og bæjarráðs vegna hugsanlegra samninga um uppbyggingu og afhendingu lands undir innviði í samræmi við 1. mgr. 39. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar bendir á að nýir íbúðareitir, 96-Korpa II og 97-Korpa III (ÍB55), hafa tengingu við samgönguæð Vesturlandsvegar um Korpúlfsstaðaveg í gegnum Mosfellsbæ. Slíkt tenging getur haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu innan Blikastaðalands í Mosfellsbæ sem þegar er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir frekari gögnum um umferðargreiningu og greiningu á áhrifum af þéttingu byggðar og uppbyggingu við Korpúlfsstaði í Grafarvogi.
Einnig gerir skipulagsnefnd athugasemd við óljóst ákvæði um hæð, gerð og umfang byggðar sem getur haft skerðandi áhrif á gæði uppbyggingar Blikastaðalands.10. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032202107160
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 15.07.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við tillögu nýs aðalskipulags í vinnslu og kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er frá 15.07.2021 til og með 20.08.2021.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt drög.
11. Reykjahvoll 4b - deiliskipulagsbreyting202105126
Borist hafa frekari gögn um tilfærslu á byggingarreit við Reykjahvoll 4b sbr. erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, sem tekið var fyrir á 544. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að málið skuli meðhöndlað sem óverulegt frávik skipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt breyting felur í sér tilfærslu byggingarreits einbýlishúss á lóðinni við Reykjahvol 4b. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og þegar kynntum gögnum.
12. Skálahlíð 28 - ósk um undanþágu skipulagsskilmála202108028
Borist hefur erindi frá Elvari Þór Ásgeirssyni, dags. 03.08.2021, með ósk um undanþágu ákvæðis skipulags um bílskúr í húsinu.
Skipulagsnefnd synjar erindi um að heimila uppskiptingu bílskúrs í tvö herbergi/rými með vísan í skilmála deiliskipulags hverfisins.
13. Akraland - ósk um heimild til deiliskipulagsbreytingar202010004
Borist hefur erindi frá Gylfa Guðjónssyni arkitekt, f.h. Helga Ólafssonar, með ósk um breytingu deiliskipulags fyrir Réttarhvol 13-15.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. Vefarastræti 24-30 - umsókn um byggingarleyfi201711319
Borist hafa frekari gögn um fjölgun íbúða í Vefarastræti 24-26 sbr. erindi frá Heimavöllum, dags. 09.10.2019, sem tekið var fyrir á 500. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar ósk um viðbótar eignir í húsinu með vísan í gildandi deiliskipulag.
15. Suðurlandsvegur - lagning strengja202107179
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 14.07.2021, þar sem grenndarkynnt er framkvæmdaleyfi vegna áforma Veitna ohf. að leggja 11 kV rafstreng í jörðu nærri Suðurlandsvegi í landi Kópavogsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áætlanir.
16. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags.
Frestað vegna tímaskorts
Fundargerðir til staðfestingar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 441202107002F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
17.1. Efstaland 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107015
Ingibjörg Kristín Valsdóttir Efstalandi 12 sækir um leyfi til að byggja úr málmi og gleri sólskála á þakverönd raðhúss á lóðinni Efstaland nr. 12, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 16,7 m², 38,4 m³.
17.2. Umsókn um byggingarleyfi 202105336
Sölvi Sveinsson Kambsvegi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja við frístundahús á lóð B í Miðdalslandi, Skinþúfa L219986, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 32,8 m²,99,6 m³.
17.3. Laxatunga 121 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202008551
Sergey Kuznetsov Njarðargrund 3 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 121, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 188,6 m², bílgeymsla 45,2 m², 1.025,67 m³.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 442202107024F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
18.1. Álafoss 125136 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107286
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri göngubrú við Stekkjarflöt L125136 í samræmi við framlögð gögn.
18.2. Bergrúnargata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105355
Planki ehf. Snæfríðargötu 8 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bergrúnargata nr. 1 og 1a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir Bergrúnargata 1: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.
Stærðir Bergrúnargata 1a: Íbúð 149,1 m², 32,7 m², 519,0 m³.18.3. Engjavegur 6 / Umsókn um byggingarleyfi 201906398
Hildur Dís Jónsdóttir Scheving Engjavegi 6 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Engjavegur nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 63,0 m², bílgeymsla 63,0 m², 409,5 m³.18.4. Engjavegur 11A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103714
Kristján Þór Jónsson Efstalandi 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Engjavegur nr. 11a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
18.5. Kvíslartunga 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105298
Kristinn R Guðmundsson Gautavík 6 Reykjavík um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Kvíslartunga nr. 5 og 5a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir Kvíslartunga 5 : Íbúð 186,6 m², bílgeymsla 50,8 m², 583,28 m³.
Stærðir Kvíslartunga 5a: Íbúð 186,6 m², bílgeymsla 50,8 m², 583,28 m³.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 443202108004F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19.1. Brúarfljót 3, Umsókn um byggingarleyfi 202103580
Berg Verktakar ehf. Höfðabakka 9 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr límtré atvinnuhúsnæði í tveimur byggingum með samtals með 31 eignarhluta á lóðinni Brúarfljót nr. 3 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir mhl 01: 1.299,9 m², 6.369,15 m³.
Stærðir mhl 02: 1.081,2 m², 5.278,16 m³.19.2. Skálahlíð 13, Umsókn um byggingarleyfi 202012186
Skálatúnsheimilið Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi 1. og 2. hæðar íbúðarhúss við Skálatún nr. 13 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.