28. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Strætó - ný gjaldskrárstefna.202005142
Erindi Strætó varðandi drög að nýrri gjaldskrárstefnu. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó bs. mun gera grein fyrir drögunum.
Á fund bæjarráðs mætti Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. og gerði grein fyrir drögum að nýrri gjaldskrárstefnu Strætó. Í tillögu að nýrri gjaldskrá er m.a. gert ráð fyrir að einfalda og jafna afsláttargjöld þannig að bæði fastir og tilfallandi viðskiptavinir geti fundið fargjald við sitt hæfi.
Gestir
- Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
2. Suðurlandsvegur - tvöföldun Bæjarháls að Hólmsá202005299
Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Bæjarháls að Hólmsá, Reykjavík og Mosfellsbæ. Tillaga að matsáætlun. Beiðni um umsögn fyrir 8. júní nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
3. Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn202005183
Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 29. maí.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal201906038
Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal og möguleg kaup Laufskála fasteignafélags á landi í eigu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð er neikvætt fyrir sölu landsvæðis. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra varðandi þann vanda sem lýst er í erindinu.
5. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn202005135
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn fyrir 19. maí.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissvið.
6. Tillaga frá Viðreisn - opnunartími Lágafellslaugar202005229
Tillaga frá Viðreisn um að opnunartími Lágafellslaugar verði lengdur þannig að opið verði til kl. 22 alla daga nema sunnudaga, til reynslu út ágúst.
Bæjarráð synjar tillögunni með tveimur atkvæðum. Fulltrúi C-lista greiddi atkvæði með tillögunni. Tillagan kemur til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
7. Tillaga Viðreisnar - styrkir til skóla Mosfellsbæjar til að kynna nemendum náttúru Íslands202005227
Tillaga Viðreisnar um að lagðar verði 1,3 m.kr. til skóla Mosfellsbæjar til þes að kynna nemendum náttúru Íslands.
Bæjarráð synjar tillögunni með tveimur atkvæðum. Fulltrúi C-lista greiddi atkvæði með tillögunni. Tillagan kemur til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
8. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga202005276
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19 í tilefni af gildistöku bráðabirgðalaga sem heimila sveitarstjórnum að víkja frá skilyrðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélaga árin 2020-2022.
Erindið lagt fram.
9. Frumvarp til laga um fjarskipti - beiðni um umsögn202005206
Frumvarp til laga um fjarskipti - beiðni um umsögn fyrir 5. júní
Lagt fram.
10. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning þess að formgera samstarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu og undirbúa skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra Mosfellsbæjar að hefja undirbúning þess að formgera samtarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu um samstarf sem feli í sér upphaf þróunar-, skipulags og uppbyggingarvinnu. Samhliða verði gerð tillaga að skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Tillögur þessa efnis verði lagðar fyrir bæjarráð fyrir miðjan júní. Í rýnihópana verði skipaðir sérfræðingar Mosfellsbæjar og sérfræðingar á vegum Landeyjar sem skili af sér samantekt til umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn í lok september nk.
11. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019201912352
Minnisblað fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um ábendingar endurskoðenda vegna vinnu við endurskoðun hjá Mosfellsbæ eins og óskað var eftir af bæjarstjórn.
Fjármálastjóri fór yfir ábendingar endurskoðenda í trúnaðarbréfi til bæjarstjóra.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
12. Ósk um lausn frá starfi vegna töku lífeyris.202005339
Ósk frá framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um lausn frá starfi vegna töku lífeyris.
Bæjarráð móttekur ósk Unnar V. Ingólfsdóttur um lausn frá starfi. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela Bæjarstjóra að auglýsa starfið.
13. Varmárskóli ytra byrði, endurbætur.201904149
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og austurálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfanga. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.
14. Desjamýri, úthlutun lóða.200710035
Úthlutunarskilmálar og úthlutun lóða við Desjamýri 11-13.
Úthlutunarskilmálar vegna vegna lóðanna 11, 12 og 13 við Desjamýri samþykkt með þremur atkvæðum.
15. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs. Umsagnarbeiðni um verk- og matslýsingu. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
16. Borgarlína - matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg202005279
Fyrsta lota Borgarlínu. Matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
17. Úttektarskýrsla um gönguþveranir202005275
Úttektarskýrsla Samgöngustofu. Eftirlit með gönguþverunum samkvæmt umferðarlögum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfissviðs.
18. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla.
Frestað sökum tímaskorts.
19. Stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda202005346
Erindi frá stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda.
Frestað sökum tímaskorts.
20. Tillaga Viðreisnar um skoðun á starfsemi fastanefnda í Mosfellsbæ.202005337
Tillaga Viðreisnar um að forstöðumanni samskiptasviðs og eftir atvikum lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að fara yfir störf fastanefnda í Mosfellsbæ.
Frestað sökum tímaskorts.
Samþykkt að fundarboð og gögn fyrir næsta fund bæjarráðs sem verður 4. júní nk. verði sent eigi síðar en þriðjudaginn 2. júní þar sem mánudagur er frídagur.