Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. maí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Strætó - ný gjald­skrár­stefna.202005142

  Erindi Strætó varðandi drög að nýrri gjaldskrárstefnu. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó bs. mun gera grein fyrir drögunum.

  Á fund bæj­ar­ráðs mætti Jó­hann­es Rún­ar Svav­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. og gerði grein fyr­ir drög­um að nýrri gjald­skrár­stefnu Strætó. Í til­lögu að nýrri gjald­skrá er m.a. gert ráð fyr­ir að ein­falda og jafna af­slátt­ar­gjöld þannig að bæði fast­ir og til­fallandi við­skipta­vin­ir geti fund­ið far­gjald við sitt hæfi.

  Gestir
  • Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.
 • 2. Suð­ur­lands­veg­ur - tvö­föld­un Bæj­ar­háls að Hólmsá202005299

  Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Bæjarháls að Hólmsá, Reykjavík og Mosfellsbæ. Tillaga að matsáætlun. Beiðni um umsögn fyrir 8. júní nk.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

 • 3. Frum­varp til laga um út­lend­inga og at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga - beiðni um um­sögn202005183

  Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga - beiðni um umsögn fyrir 29. maí.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

 • 4. Æf­ing­ar­svæði golf­vall­ar í Mos­fells­dal201906038

  Æfingarsvæði golfvallar í Mosfellsdal og möguleg kaup Laufskála fasteignafélags á landi í eigu Mosfellsbæjar.

  Bæj­ar­ráð er nei­kvætt fyr­ir sölu land­svæð­is. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra varð­andi þann vanda sem lýst er í er­ind­inu.

 • 5. Frum­varp til laga um um breyt­ingu á lög­um um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna - beiðni um um­sögn202005135

  Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn fyrir 19. maí.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­svið.

 • 6. Til­laga frá Við­reisn - opn­un­ar­tími Lága­fells­laug­ar202005229

  Tillaga frá Viðreisn um að opnunartími Lágafellslaugar verði lengdur þannig að opið verði til kl. 22 alla daga nema sunnudaga, til reynslu út ágúst.

  Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með tveim­ur at­kvæð­um. Full­trúi C-lista greiddi at­kvæði með til­lög­unni. Til­lag­an kem­ur til fulln­að­ar­af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

 • 7. Til­laga Við­reisn­ar - styrk­ir til skóla Mos­fells­bæj­ar til að kynna nem­end­um nátt­úru Ís­lands202005227

  Tillaga Viðreisnar um að lagðar verði 1,3 m.kr. til skóla Mosfellsbæjar til þes að kynna nemendum náttúru Íslands.

  Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með tveim­ur at­kvæð­um. Full­trúi C-lista greiddi at­kvæði með til­lög­unni. Til­lag­an kem­ur til fulln­að­ar­af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

 • 8. Bréf frá eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga202005276

  Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19 í tilefni af gildistöku bráðabirgðalaga sem heimila sveitarstjórnum að víkja frá skilyrðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélaga árin 2020-2022.

  Er­ind­ið lagt fram.

 • 9. Frum­varp til laga um fjar­skipti - beiðni um um­sögn202005206

  Frumvarp til laga um fjarskipti - beiðni um umsögn fyrir 5. júní

  Lagt fram.

 • 10. Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaða­lands.202004164

  Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning þess að formgera samstarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu og undirbúa skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar að hefja und­ir­bún­ing þess að form­gera samtarf Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar með því að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf sem feli í sér upp­haf þró­un­ar-, skipu­lags og upp­bygg­ing­ar­vinnu. Sam­hliða verði gerð til­laga að skip­un rýni­hópa sem rýni skipu­lags­mál, skóla­mál og fjár­hags­leg áhrif verk­efn­is­ins. Til­lög­ur þessa efn­is verði lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð fyr­ir miðj­an júní. Í rýni­hóp­ana verði skip­að­ir sér­fræð­ing­ar Mos­fells­bæj­ar og sér­fræð­ing­ar á veg­um Land­eyj­ar sem skili af sér sam­an­tekt til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn í lok sept­em­ber nk.

 • 11. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2019201912352

  Minnisblað fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um ábendingar endurskoðenda vegna vinnu við endurskoðun hjá Mosfellsbæ eins og óskað var eftir af bæjarstjórn.

  Fjár­mála­stjóri fór yfir ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda í trún­að­ar­bréfi til bæj­ar­stjóra.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 12. Ósk um lausn frá starfi vegna töku líf­eyr­is.202005339

   Ósk frá framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um lausn frá starfi vegna töku lífeyris.

   Bæj­ar­ráð mót­tek­ur ósk Unn­ar V. Ing­ólfs­dótt­ur um lausn frá starfi. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela Bæj­ar­stjóra að aug­lýsa starf­ið.

   • 13. Varmár­skóli ytra byrði, end­ur­bæt­ur.201904149

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmárskóla yngri deildar - 2. og 3. áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og austurálmu samkvæmt úttektarskýrslu Verksýn.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að aug­lýsa út­boð á end­ur­bót­um ytra byrð­is Varmár­skóla yngri deild­ar - 2. og 3. áfanga. Um er að ræða end­ur­bæt­ur á kenn­ara­álmu og vesturálmu sam­kvæmt út­tekt­ar­skýrslu Verk­sýn.

    • 14. Desja­mýri, út­hlut­un lóða.200710035

     Úthlutunarskilmálar og úthlutun lóða við Desjamýri 11-13.

     Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar vegna vegna lóð­anna 11, 12 og 13 við Desja­mýri sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    • 15. Borg­ar­lína - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og Kópa­vogs202005277

     Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs. Umsagnarbeiðni um verk- og matslýsingu. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

    • 16. Borg­ar­lína - matsáætl­un Ár­túns­höfði - Hamra­borg202005279

     Fyrsta lota Borgarlínu. Matsáætlun Ártúnshöfði - Hamraborg. Umsagnarfrestur til 9. júní nk.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

    • 17. Út­tekt­ar­skýrsla um göngu­þver­an­ir202005275

     Úttektarskýrsla Samgöngustofu. Eftirlit með gönguþverunum samkvæmt umferðarlögum.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu um­hverf­is­sviðs.

    • 18. Ytra mat á grunn­skól­um - Varmár­skóli201906059

     Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla.

     Frest­að sök­um tíma­skorts.

     • 19. Stjórn sum­ar­húsa­eig­enda við Króka­tjörn, Myrkutjörn og Sil­unga­tjörn vegna hita­veitu­fram­kvæmda202005346

      Erindi frá stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda.

      Frest­að sök­um tíma­skorts.

     • 20. Til­laga Við­reisn­ar um skoð­un á starf­semi fasta­nefnda í Mos­fells­bæ.202005337

      Tillaga Viðreisnar um að forstöðumanni samskiptasviðs og eftir atvikum lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að fara yfir störf fastanefnda í Mosfellsbæ.

      Frest­að sök­um tíma­skorts.

     Sam­þykkt að fund­ar­boð og gögn fyr­ir næsta fund bæj­ar­ráðs sem verð­ur 4. júní nk. verði sent eigi síð­ar en þriðju­dag­inn 2. júní þar sem mánu­dag­ur er frí­dag­ur.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30