Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. ágúst 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Anna Margrét Tómasdóttir


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.202004164

  Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar full­trú­um rýni­hópa fyr­ir störf sín og grein­ar­góða skýrslu. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi und­ir­bún­ing skipu­lags­ins í tengsl­um við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

   Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 03.06.2021 til og með 19.07.2021. Athugasemdir bárust frá Slökkvuliði Höfuðborgarsvæðisins, dags. 16.06.2021, Veitur ohf., dags. 25.06.2021, Veðurstofu Íslands, dags. 15.07.2021, Umhverfisstofnun dags. 19.07.2021, Minjastofnun Íslands, dags. 10.08.2021 og Vegagerðinni, dags. 16.08.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi fram­göngu máls­ins.

  • 3. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202009193

   Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum athugasemda vegna grenndarkynnts byggingarleyfis fyrir Leirutanga 10. Athugasemdir voru teknar fyrir á 546. fundi nefndarinnar.

   Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, vék af fundi.
   Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

   • 4. Uglugata 40-46 - ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu202108851

    Borist hefur erindi frá TAG teiknistofu, f.h. lóðarhafa, dags. 19.08.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Uglugötu 40-46 vegna fjölgunar á íbúðum.

    Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

   • 5. Frí­stundalóð L125598 - ósk um deili­skipu­lag202108607

    Borist hefur erindi frá Sigríði Þóru Valsdóttur, dags. 17.08.2021, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir L125598 við Hafravatn.

    Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

   • 6. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59202106135

    Lögð er fram til kynningar frávísun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru nr. 80/2021 vegna Stórakrika 59.

    Lagt fram og kynnt.

   • 7. Suð­ur­lands­veg­ur frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur að Hvera­gerði - fram­kvæmda­leyfi202107008

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 20.08.2021, vegna grenndarkynningar á framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsagnafrestur er til 17.08.2021.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt fram­kvæmd­ar­leyfi.

   Fundargerðir til staðfestingar

   • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 444202108016F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 8.1. Ak­ur­holt 5 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa 202108388

     Krist­inn Þór Run­ólfs­son Ak­ur­holti 5 send­ir fyr­ir­spurn um leyfi til að byggja við ein­býl­is­húsá lóð­inni Ak­ur­holt nr. 5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stækk­un: 37,2 m², 98,4 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.2. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

     E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta á mhl. 04 og 05 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir mats­hluti 04: 953,6 m², 6.746,92 m³.
     Stærð­ir mats­hluti 05: 8,4 m², 11,0 m³.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.3. Laxa­tunga 123 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106123

     Selá ehf. Kvistalandi 18 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr.123, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir: Íbúð 179,9 m², bíl­geymsla 41,8 m², 702,9 m³

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 8.4. Voga­tunga 63 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106217

     Guðni Guð­jóns­son Voga­tungu 63 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Voga­tunga nr. 63, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

     Niðurstaða þessa fundar:

     Lagt fram.

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 445202108022F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 9.1. Súlu­höfði 40 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106252

      Bald­ur Þór­ir Jónasson Brekku­tanga 13 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 40, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 239,2 m², bíl­geymsla 51,5 m², 1.217,0 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram og kynnt.

     • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 54202108019F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 10.1. Hraðastað­a­land - dreif­istöð 202103176

       Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 546. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir dreif­istöð við Hraðastað­a­land hjá Jón­st­ótt við Þing­valla­veg­inn, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
       Til­lag­an var að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins sem og að bréf grennd­arkynn­ing­ar voru send á aðliggj­andi land­eig­end­ur.
       At­huga­semda­frest­ur var frá 09.07.2021 til og með 10.08.2021.
       Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 10.2. Vind­hóll opið skýli Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105157

       Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 4. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012, m/síð­ari breyt­ing­um. Máls­að­ili skal greiða kostn­að grennd­arkynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05