22. apríl 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019201912352
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG kynnir ársreikninginn. Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2019 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2019 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Gestir
- Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Ósk Landeyjar um að hefja þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð uppbyggingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt.
3. Ráðning skólastjóra Varmárskóla201906011
Ráðning skólastjóra Varmárskóla
Bæjarráð staðfestir með tveimur atkvæðum framlengingu tímabundinnar ráðningar Önnu Gretu Ólafsdóttur sem annars af tveimur skólastjórum við Varmárskóla til eins árs, frá og með 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021. Fulltrúi C-lista situr hjá.
Bókun C-lista
Samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands og lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um það að auglýsa skuli störf við grunnskóla. Ekki verður sé að það sé þörf á því að hverfa frá þessu við ráðningu á skólastjóra Varmáskóla nú.Bókun D og V-lista
Heimild er í kjarasamningi til að ráða starfsmann til starfa tímabundið við sérstakar aðstæður. Þeirri heimild var beitt við ráðningu fyrir tæpu ári síðan. Nú liggur fyrir að framlengja þá ráðningu tímabundið til eins árs, því er ekki er ástæða til að auglýsa stöðuna við þessar aðstæður.Gestir
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs
4. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og áfangaskiptingar sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði Eflu verkfræðistofu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og áfangaskiptingar sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði Eflu verkfræðistofu, að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
5. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi
Frestað sökum tímaskorts.
6. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð201912116
Þann 3. apríl 2020 kl. 11:00 voru tilboð opnuð í verkinu Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur. Lögð er fyrir bæjarráð ósk um að hefja samningaviðræður á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs að því gefnum að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
7. Göngustígar Mosfellsdal202004176
Ósk um gerð gönguleiða í Mosfellsdal
Frestað sökum tímaskorts.
8. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17201912244
Máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd
Frestað sökum tímaskorts.
9. Áhrif Covid-19 á fjárhag og þjónustu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu202004230
Minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi áhrif Covid 19 á fjárhag og þjónustu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjóri kynnti efni minnisblað Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem leitað er eftir stuðningi ríkisins við starfsemi sveitarfélaga.
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir óskir og áherslur í minnisblaði SSH til fjármála- og efnahagsráðherra um nauðsyn þess að ríkið komi að stuðningi við starfsemi sveitarfélaga.
10. Framkvæmdir 2020202002307
Lögð fyrir bæjarráð yfirlitskynning framkvæmda fyrir árið 2020
Frestað sökum tímaskorts.