Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. apríl 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2019201912352

    Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.

    Magnús Jóns­son end­ur­skoð­andi hjá KPMG kynn­ir árs­reikn­ing­inn. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2019 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2019 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    Gestir
    • Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
    • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
    • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 2. Ósk Land­eyj­ar um að hefja þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.202004164

    Ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að bjóða for­svars­mönn­um Land­eyj­ar á fund bæj­ar­stjórn­ar og skipu­lags­nefnd­ar þar sem fyr­ir­hug­uð upp­bygg­ingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt.

  • 3. Ráðn­ing skóla­stjóra Varmár­skóla201906011

    Ráðning skólastjóra Varmárskóla

    Bæj­ar­ráð stað­fest­ir með tveim­ur at­kvæð­um fram­leng­ingu tíma­bund­inn­ar ráðn­ing­ar Önnu Gretu Ólafs­dótt­ur sem ann­ars af tveim­ur skóla­stjór­um við Varmár­skóla til eins árs, frá og með 1. ág­úst 2020 til 31. júlí 2021. Full­trúi C-lista sit­ur hjá.

    Bók­un C-lista
    Sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands Ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og kenn­ara­sam­bands Ís­lands vegna Skóla­stjóra­fé­lags Ís­lands og lög­um um mennt­un, hæfni og ráðn­ingu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik­skóla, grunn­skóla og fram­halds­skóla er kveð­ið á um það að aug­lýsa skuli störf við grunn­skóla. Ekki verð­ur sé að það sé þörf á því að hverfa frá þessu við ráðn­ingu á skóla­stjóra Var­má­skóla nú.

    Bók­un D og V-lista
    Heim­ild er í kjara­samn­ingi til að ráða starfs­mann til starfa tíma­bund­ið við sér­stak­ar að­stæð­ur. Þeirri heim­ild var beitt við ráðn­ingu fyr­ir tæpu ári síð­an. Nú ligg­ur fyr­ir að fram­lengja þá ráðn­ingu tíma­bund­ið til eins árs, því er ekki er ástæða til að aug­lýsa stöð­una við þess­ar að­stæð­ur.

    Gestir
    • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs
    • 4. Vatnstank­ur í Úlfars­fells­hlíð­um201611188

      Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans og áfangaskiptingar sem tilgreind er í meðfylgjandi minnisblaði Eflu verkfræðistofu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við lægst­bjóð­anda á grund­velli til­boðs hans og áfanga­skipt­ing­ar sem til­greind er í með­fylgj­andi minn­is­blaði Eflu verk­fræði­stofu, að því gefnu að öll­um skil­yrð­um út­boðs­gagna sé upp­fyllt.

    • 5. Æs­ustað­a­land - ósk um gerð deili­skipu­lags.201905159

      Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi

      Frestað sök­um tíma­skorts.

      • 6. Helga­dals­veg­ur 2-10, gatna­gerð201912116

        Þann 3. apríl 2020 kl. 11:00 voru tilboð opnuð í verkinu Helgadalsvegur í Mosfellsdal, jarðvinna og veitur. Lögð er fyrir bæjarráð ósk um að hefja samningaviðræður á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við lægst­bjóð­anda á grund­velli til­boðs að því gefn­um að öll­um skil­yrð­um út­boðs­gagna sé upp­fyllt.

      • 7. Göngu­stíg­ar Mos­fells­dal202004176

        Ósk um gerð gönguleiða í Mosfellsdal

        Frestað sök­um tíma­skorts.

        • 8. Kæra til Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar vegna Völu­teigs 17201912244

          Máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd

          Frestað sök­um tíma­skorts.

          • 9. Áhrif Covid-19 á fjár­hag og þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202004230

            Minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi áhrif Covid 19 á fjárhag og þjónustu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

            Bæj­ar­stjóri kynnti efni minn­is­blað Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þar sem leitað er eft­ir stuðn­ingi rík­is­ins við starf­semi sveit­ar­fé­laga.

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir ósk­ir og áhersl­ur í minn­is­blaði SSH til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nauð­syn þess að rík­ið komi að stuðn­ingi við starf­semi sveit­ar­fé­laga.

          • 10. Fram­kvæmd­ir 2020202002307

            Lögð fyrir bæjarráð yfirlitskynning framkvæmda fyrir árið 2020

            Frestað sök­um tíma­skorts.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:42