6. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla 20 vegna Helgafellsskóla, útgefin í apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti framvinduskýrslu 20 vegna Helgafellsskóla, útgefna í apríl 2021. Bæjarráð lýsti yfir ánægju sinni með góðan framgang verkefnisins og gott utanumhald stýrihópsins.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Tillaga um innheimtu gjalda vegna fjölgunar íbúða við Kvíslartungu 5 eftir skipulagsbreytingu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum innheimtu kr. 1.250.000 í byggingarréttargjalda vegna fjölgunar íbúða innan lóðarinnar Kvíslartungu 5 til viðbótar við kostnað við breytingu á götu. Greiðsla gjalds skal liggja fyrir við útgáfu byggingarleyfis.
3. Deiliskipulag að Lágafelli2021041626
Erindi frá Selhól ehf. varðandi uppbyggingu á Lágafellslandi, dags. 27. apríl 2021.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.
4. Frumvarp um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð - beiðni um umsögn2021041597
Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð - beiðni um umsögn fyrir 4. maí nk.
Lagt fram.
5. Frumvarp til laga um fjöleignarhús - beiðni um umsögn2021041638
Frumvarp til laga um fjöleignarhús - beiðni um umsögn fyrir 11. maí nk.
Lagt fram.
6. Samræming úrgangsflokkunar2021041605
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samræmingu úrgangsflokkunar, dags. 23. apríl 2021, lagt fram til kynningar.
Tillögur starfshóps SSH um samræmingu úrgangsflokkunar í minnisblaði dags. 12. apríl 2021, sem samþykktar voru á 523. fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, lagðar fram til kynningar.
- FylgiskjalSamræming úrgangsflokkunar-fylgibréf M.pdfFylgiskjal1)Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu, fýsileikaskýrsla, dags. 14. janúar 2021.pdfFylgiskjal2)Minnisblað starfshóps um samræmingu úrgangsflokkunar v. fýsileikaskýrslu 12. janúar 2021.pdfFylgiskjal3)Minnisblað starfshóps um samræmingu úrgangsflokkunar e. kynningu, dags. 12. apríl 2021.pdf
7. Bjarkarholt 11-19 - ósk um samþykki á framsali samkomulags202103270
Beiðni Upphafs fasteignafélags, fh. NMM ehf., um heimild til framsals á samkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 11-19.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila framsal réttinda og skyldna samkvæmt samkomulagi Upphafs fasteignafélags slhf. við Mosfellsbæ um úthlutun og uppbyggingu íbúðarbyggðar við Bjarkarholt 11-19 til Framkvæmdafélagsins Arnarhvols ehf. Bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulagi við Framkvæmdafélagið Arnarhvol þar sem réttindi og skyldur aðila verði tilgreindar, sbr. fyrirliggjandi minnisblað.
8. Ósk um stækkun lóðar - Skeljatangi 36-382021041639
Erindi húsfélagsins Skeljatanga 36-38 um stækkun lóðar, dags. 27. apríl 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
9. Þingsályktun um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila - beiðni um umsögn2021041596
Þingsályktun um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila - beiðni um umsögn fyrir 4. maí nk.
Lagt fram.
10. Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins2021041604
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins, dags 23.04.21, lagt fram til kynningar.
Tillögur í minnisblaði svæðisskipulagsstjóra dags. 12. apríl 2021 um næstu skref sóknaráætlunarverkefnisins fyrir árið 2021, sem samþykktar voru á 523. fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, lagðar fram til kynningar.
- FylgiskjalSóknaráætlun Â? kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins MOS.pdfFylgiskjal1)Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins, skýrsla Environice. febrúar 2021.pdfFylgiskjal2)Minnisblað svæðisskipulagsstjóra v. mælingar kolefnisfótspors, dags. 14. janúar 2021..pdfFylgiskjal3)Minnisblað svæðisskipulagsstjóra v mælingar kolefnisfótsporsnæstu skref dags. 12. apríl 2021.pdf
12. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2021202101210
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1488. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2105_34 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins auk endurfjármögnunar afborgana lána.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
13. Mosfellsbær - Nýr grunnskóli fyrir 7.-10.bekk - Nafnasamkeppni202103136
Tillaga nafnanefndar um nafn á nýjum skóla lögð fram til afgreiðslu.
Fyrirliggjandi niðurstaða nafnanefndar samþykkt með þremur atkvæðum. Niðurstaðan verður kynnt með formlegum hætti fimmtudaginn 6. maí kl. 12.00 við Varmárskóla.
14. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Fyrirspurn Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista, dags. 3. maí 2021, um stöðu vinnu við þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu við Blikastaðaland.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri veitti upplýsingar um stöðu vinnu við þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu á Blikastaðalandi.
Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn miðvikudaginn 12. maí kl. 7:30 vegna uppstigningardags. Samþykkt að fundarboð næsta fundar verði sent mánudaginn 10. maí.