Mál númer 201810106
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis. Athugasemdafrestur var frá 01.04.2021 til og með 16.05.2021. Umsögn barst frá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 11.05.2021. Athugasemd og uppmælingar minja bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 26.05.2021. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir.
Afgreiðsla 544. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis. Athugasemdafrestur var frá 01.04.2021 til og með 16.05.2021. Umsögn barst frá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 11.05.2021. Athugasemd og uppmælingar minja bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 26.05.2021. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minja sem merktar hafa verið á uppdrátt.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Breytingin er í samræmi við fyrirliggjandi drög að viðaukasamningi við uppbyggingaraðila.
Afgreiðsla 536. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #536
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Breytingin er í samræmi við fyrirliggjandi drög að viðaukasamningi við uppbyggingaraðila.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, dags. 3. apríl 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til staðfestingar hafa borist bætt gögn frá hönnuði sem samræmast tæknilegum athugasemdum.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, dags. 3. apríl 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til staðfestingar hafa borist bætt gögn frá hönnuði sem samræmast tæknilegum athugasemdum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar, í samræmi við uppfærð gögn, með bréfi þar sem óskað verður eftir að birta skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
Uppfærð deiliskipulagstillaga samþykkt og skal hún hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Lögð eru fram drög að svari við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar.
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Lagðar fram athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsbreytingartillögunnar frá íbúum við Vefarastræti.
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #510
Lögð eru fram drög að svari við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar.
Athugasemdum skal svarað í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Deiliskipulagstillagan samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar.
Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar tekur undir áhyggjur þær sem fram koma í athugasemdum íbúa við Vefarastræti 7-11 varðandi áhyggjur af aukinni umferð í auganu og framhjá Helgafellsskóla og áhyggjur af öryggi skólabarna í hverfinu í aðdragenda og á meðan á uppbyggingu 4. áfanga Helgafellshverfis stendur. Samskomar áhyggjur og athugasemdir komu einni fram í athugasemdum vegna fyrri auglýsingar um deiliskipulag 4. áfanga á árinu 2019.
Stefán Ómar Jónsson.Bókun fulltrúa M-lista.
Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að íbúum verði kynntar upphaflegar áætlanir um umferðarþunga um Vesturlandsveg og innan Helgafellshverfisins ásamt samanburði við þær tölur sem liggja fyrir m.v. fyrirhugaða uppbyggingu í hverfinu og umferðarþunga á Vesturlandsvegi m.t.t. þess skipulags sem hér er til afgreiðslu. Það er mikilvægt að íbúar, sem fjárfesta m.v. ákveðnar fyrirfram gefnar hönnunarforsendur og deiliskipulag, sé upplýst eins vel og kostur er hvaða breytingar eru fyrirhugaðar.
Sveinn Óskar Sigurðsson.Bókun fulltrúa D- og V-lista.
Skoðun á umferðarsköpun af hálfu umferðarsérfræðinga hefur leitt í ljós að umferð er nú 5.500 bílar á sólarhring (október 2019) á Helgafellsvegi en áætlað var árið 2007 að heildarfjöldi yrði 10.000 bílar á sólarhring á veginum þegar hverfið væri fullbyggt.
Umferð um Vefarastræti er því að svo komnu minni en áætlað var.
Varðandi uppbyggingu 4. áfanga hefur verið samið við verktaka svæðisins um að akstur utan svæðis verði í algeru lágmarki.
Fjölgun íbúðaeininga úr 168 í 188 í 4. áfanga Helgafellshverfis mun ekki endilega hafa aukningu á umferð í för með sér þar sem nýtt deiliskipulag er með mun minni íbúðum en í gildandi skipulagi. Það má því leiða líkum að því að það verði mögulega færra fólk sem flytur inn í 4. áfanga þar sem mun færri stór hús með aukaíbúðum verða byggð á svæðinu. Umferðaröryggi í Helgafellshverfi verður tryggt með sem bestum hætti í samstarfi við verktaka meðan á framkvæmdum stendur.
Ásgeir Sveinsson, Bryndís Brynjarsdóttir og Helga Jóhannesdóttir. - 17. febrúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #509
Lagðar fram athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsbreytingartillögunnar frá íbúum við Vefarastræti.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Óskað eftir heimild til undirritunar samkomulags við Bakka ehf. um gatnagerð o.fl. vegna 4 áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1426. fundar bæjarráðs samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. desember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1426
Óskað eftir heimild til undirritunar samkomulags við Bakka ehf. um gatnagerð o.fl. vegna 4 áfanga Helgafellshverfis.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að rita undir fyrirliggjandi samkomulag.
Bókun C-lista: Fulltrúi Viðreisnar gerir athugasemdir við kynningu á þessu máli fyrir bæjarráði. Þetta mál varðar mikla hagsmuni Mosfellsbæjar þar sem um er að ræða byggingu á hverfi í Mosfellsbæ með 188 íbúðum og því er mikilvægt að vandað sé til verka í framlagningu gagna er málið varðar þannig að fulltrúar í bæjarráði geti sett sig inn málið með svo stuttum fyrirvara.
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að flokka og greina innkomnar athugasemdir og leggja fram á fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundum varðandi hugsanlega endurskoðun deiliskipulagstillögunnar." Fundur var haldinn með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundi 12. nóvember 2019. Lögð fram flokkun og greining á athugasemdum.
Afgreiðsla 503. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 6. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #503
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að flokka og greina innkomnar athugasemdir og leggja fram á fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundum varðandi hugsanlega endurskoðun deiliskipulagstillögunnar." Fundur var haldinn með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundi 12. nóvember 2019. Lögð fram flokkun og greining á athugasemdum.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum og annast auglýsingu framlagðrar deiliskipulagsbreytingar. Þar sem lóðarmörk og aðrir innviðir í deiliskipulagstillögunni miða við að sami aðili sjái um gatnagerð og byggingu mannvirkja er gerður fyrirvari um að auglýsing eigi sér ekki stað fyrr en staðfest hefur verið að samkomulag hafi náðst um framkvæmd gatnagerðar.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Á 745. fundi bæjarstjórnar 18. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum með þeirri breytingu að orðunum ,,tillagan öðlast gildi" sé bætt við fyrir aftan orðið ,,skipulagslaga" þannig að bókunin verði eftirfarandi: Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan öðlast gildi þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Breytingartillagan var auglýst frá 21. september til og með 3. nóvember 2019, athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Á 745. fundi bæjarstjórnar 18. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum með þeirri breytingu að orðunum ,,tillagan öðlast gildi" sé bætt við fyrir aftan orðið ,,skipulagslaga" þannig að bókunin verði eftirfarandi: Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan öðlast gildi þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Breytingartillagan var auglýst frá 21. september til og með 3. nóvember 2019, athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að flokka og greina innkomnar athugasemdir og leggja fram á fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundum varðandi hugsanlega endurskoðun deiliskipulagstillögunnar.
- FylgiskjalErindi inn á svarbox Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalTillaga að deiliskipulagsbreytingu 4 áfanga Helgafellshverfis.pdfFylgiskjalAthugasemdir v breytinga á 4 áfanga Helgafellshverfis.pdfFylgiskjalVegna deiluskipulags.pdfFylgiskjalAthugasemd varðandi breytingartillögu að deiliskipulagi í Helgafellshverfi IV.pdfFylgiskjalRE: Helgafellsland - Deiluskipulagsáfangi IV.pdfFylgiskjalAthugasemd vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi á 4 áfanga Helgafellslands.pdfFylgiskjal4áfangi Helgafellslands.pdfFylgiskjalAthugasemd við deiliskipulag í Helgafellslandi.pdfFylgiskjalUmkvörtun vegna breytingu á skipulagi í Helgafellsreit.pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagsáfanga IV Helgafellsland Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalFW: Athugasemdir vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagsáfanga IV Helgafellsland Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalAths_deiliskipulag_afangi_4_helgafellsland.pdfFylgiskjalAthugasemd við tillögu að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemdir-Deiliskipulags-IV-áfanga-Helgafellslands.pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis.pdf
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum með þeirri breytingu að orðunum ,,tillagan öðlast gildi" sé bætt við fyrir aftan orðið ,,skipulagslaga" þannig að bókunin verði eftirfarandi: Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan öðlast gildi þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
- 13. september 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #493
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Afgreiðsla 480. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúar byggingarfélagsins Bakka mættu á fundinn.
Afgreiðsla 480. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #481
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 15. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #480
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúar byggingarfélagsins Bakka mættu á fundinn.
Frestað vegna tímaskorts.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 kynntu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf. tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umræður urðu um málið.
Afgreiðsla 479. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #479
Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 kynntu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf. tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið.
- 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Á fundinn mættu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf.
Afgreiðsla 1386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 733. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. febrúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #478
Á fundinn mættu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf.
Kynning, umræður um málið.