Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. apríl 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Litlikriki 37, sótt um fasta­núm­er á auka­í­búð.202003225

    Borist hefur erindi frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni dags. 12.03.2020 þar sem hann sækir um að fá fastanúmer á aukaíbúð að Litlakrika 73. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á 512. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd hafn­ar nýju fasta­núm­eri þar sem skipu­lag­ið ger­ir ekki ráð fyr­ir að breyta ein­býl­is­hús­um í tví­býl­is­hús þó heim­ilt sé að vera með auka­í­búð er þar ekki átt við sér­eign.

  • 2. Laxa­tunga 121 - skipu­lags­skil­mál­ar202003091

    Borist hefur erindi frá Hrönn Ingólfsdóttur með ósk um heimild að byggja einbýlishús á lóðinni án bílskúrs. Erindinu var frestað vegna tímaskorts á 512. fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd hafn­ar er­ind­inu og grund­velli skil­mála skipu­lags­ins.

    • 3. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un201809280

      Niðurstaða útboðs á vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar kynnt. Útboðið var í umsjá Ríkiskaupa.

      Í sam­ræmi við til­lögu Rík­is­kaupa legg­ur Skipu­lags­nefnd til að geng­ið verði að til­boði lægst­bjóð­anda í verk­ið.

      • 4. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

        Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis, dags. 3. apríl 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til staðfestingar hafa borist bætt gögn frá hönnuði sem samræmast tæknilegum athugasemdum.

        Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar, í sam­ræmi við upp­færð gögn, með bréfi þar sem óskað verð­ur eft­ir að birta skipu­lag­ið í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.
        Upp­færð deili­skipu­lagstil­laga sam­þykkt og skal hún hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      • 5. Deili­skipu­lags­breyt­ing í Fossa­tungu - Kiw­an­is­reit­ur202001359

        Lögð er til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Kiwanesreit í Fossatungu, Leirvogstunguhverfi. Gögn eru unnin af Teiknistofu Arkitekta, dags. 24.03.2020.

        Með fyr­ir­vara um að samn­ing­ar milli Mos­fells­bæj­ar og lóð­ar­eig­anda ná­ist, sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd að breyt­ing­ar­til­laga deil­skipu­lags, Bjarna S. Guð­munds­son­ar, verði aug­lýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 6. Í Mið­dalslandi l.nr. 125323, ósk um skipt­ingu í 4 lóð­ir201605282

          Lagður er fram að nýju til samþykktar uppfærður uppdráttur fyrir fjórar frístundalóðir við Heiðarhvamm. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 27. nóvember 2019 sem kynntar voru á 508. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2020.

          Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar í sam­ræmi við upp­færð gögn, með bréfi þar sem óskað verð­ur eft­ir að birta skipu­lag­ið í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.
          Upp­færð deili­skipu­lagstil­laga sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 7. Sunnukriki um­sókn um lóð und­ir dreif­istöð202003500

          Borist hefur erindi frá Veitum þar sem óskað er eftir lóð fyrir dreifistöð við norðurenda bensínstöðvarlóðar við Sunnukrika. Lóðin þarf að vera 5m x 7m að stærð en þar væri gert ráð fyrir ca. 7,3 m2 einingadreifistöð.

          Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 8. Engja­veg­ur 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201908526

          Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags við Engjaveg 6. Gögn eru unnin af Verkfræðistofunni Eflu, dags. 30. mars. 2020.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deil­skipu­lagstil­lag­an verði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 9. Langi­tangi/Skeið­holt - Upp­setn­ing hring­torgs, Gatna­gerð202003149

          Sótt er um heimild að ráðast í hraðatakmarkandi aðgerðir á gatnamótum Langatanga og Bogatanga/Skeiðholts með uppsetningu hringtorgs eins og mælt er fyrir um í lið 2.3 í núgildandi Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar.

          Þar sem hring­torg­ið er ekki á deili­skipu­lagi vís­ar skipu­lags­nefnd frek­ari út­færslu og deili­skipula­s­vinnu til um­hverf­is­sviðs.

        • 10. Huldu­hlíð/Álfa­hlíð - Upp­setn­ing hraða­hindr­un­ar, Gatna­gerð202001366

          Borist hefur erindi frá Smára Freyssyni, í gegnum ábendingavef Mosfellsbæjar, að ráðast í hraðatakmarkandi aðgerðir á horni Hulduhlíðar og Álfahlíðar Lögð er fram tillaga þess efnis að setja upphækkun yfir allt beygjusvæðið sem sjá má nánar í meðfylgjandi minnisblaði starfsmanns.

          Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til frek­ari úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.

          • 11. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

            Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagstillögu á frístundasvæði við Langavatn, dags. 24. janúar 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsaðili leggur fram til staðfestingar endurbættan uppdrátt þar sem komið hefur verið til móts við tæknilegar ábendingar stofnunarinnar.

            Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar í sam­ræmi við upp­færð gögn, með bréfi þar sem óskað verð­ur eft­ir að birta skipu­lag­ið í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.
            Upp­færð deili­skipu­lagstil­laga sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

          • 12. Lund­ur í Mos­fells­dal - breyt­ing á deili­skipu­lagi201908422

            Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir við auglýstu skipulagi við Lund í Mosfellsdal. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Vegagerðinni, dags. 24. mars 2020. Athugasemdir bárust frá Íbúasamtökunum Víghól í Mosfellsdal, dags. 10. apríl 2020.

            Skipu­lags­full­trúa fal­ið að upp­lýsa máls­að­ila um efni um­sagna og at­huga­semda ásamt því að vinna drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um og leggja fram á næsta fundi skipu­lags­nefnd­ar.

          • 13. Frí­stundalóð í landi Mið­dals - breyt­ing á deili­skipu­lagi201907002

            Lögð er fram til kynningar umsögn við auglýstri deiliskipulagsbreytingartillögu að frístundalóðum úr landi Miðdals. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl. Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 9. mars 2020. Engar aðrar athugasemdir bárust.

            Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um og upp­lýsa máls­að­ila um efni um­sagna.

          • 14. Leir­vogstungu­mel­ar - breyt­ing á deili­skipu­lagi201912057

            Landsbankinn hf. leggur fram til kynningar tillögu að deiliskipulagsbreytingu á atafnasvæði Leirvogstungumela. Breytingin snýr að fækkun göngustíga og gangstétta. Gögn eru unnin af OG Arkitektastofu, dags. 11.03.2020.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deil­skipu­lagstil­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Senda skal bréf á lóð­ar­hafa hverf­is­ins.

          • 15. Bugðufljót 9 - Stækk­un húss202004201

            Borist hefur erindi frá Emil Þór Guðmundssyni, f.h. lóðarhafa Bugðufljóts 9, með ósk um óverulega breytingu skipulags vegna stækkun húss.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 16. Fossa­tunga 17-19 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202001154

            Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Kristni Ragnarssyni KR-Ark, f.h. lóðarhafa, fyrir Fossatungu 17-19. Erindi dags. 23. mars. 2020.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 17. Skák, sum­ar­hús í landi Hraðastaða, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202003061

            Guðmundur Þór Gunnarsson Reiðvaði 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við eldra frístundahús á lóðinni Skák í landi Hraðastaða, landnr. 123664, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 126,6 m², 425,9 m³ Erindinu var vísað til afgreiðslu nefndarinnar á 396. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 18. Súlu­höfði 53 - fyr­ir­spurn202004106

            Borist hefur erindi dagsett 06.04.2020 frá Trípólí arkitektun, f.h. lóðarhafa, með fyrirspurn um byggingarskilmála í Súluhöfða. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 19. Súlu­höfði 34 - fyr­ir­spurn202004107

            Borist hefur erindi frá Guðbirni Guðmundssyni, fh. loðarhafa, vegna skilmálabreytinga fyrir lóðina að Súluhöfða 34.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 20. Leir­vogstunga 7 - Ósk um stækk­un lóð­ar202003443

            Stefán Þór Finnsson óskar eftir stækkun lóðar í Leirvogstungu 7.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 21. Laxa­tunga 27 - Ósk um stækk­un lóð­ar202004108

            Borist hefur erindi frá Þórunni Vilmarsdóttur og Sigurpáli Torfasyni, dags. 7. apríl 2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 27. Málinu var vísað til skipulagsnefndar á 1439. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 22. Laxa­tunga 72, 74 og 102 - frá­gang­ur á lóð­ar­mörk­um201907217

            Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 16.07.2019. Erindið var síðast tekið fyrir á 492. fundi skipulagsnefndar. Nefndin vísaði til bókunar um yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi. Þeirri vinnu er nú lokið.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 23. Laxa­tunga 102-106 - frá­gang­ur á lóð­ar­mörk­um201907026

            Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018. Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 24. Þokka­bakki 2 - Bygg­ing­ar­skil­mál­ar202004187

            Borist hefur erindi frá Svölu Ágústsdóttur, f.h. eiganda að Þokkabakka 2, með ósk um óverulega breytingu á byggingarskilmálum skipulags. Erindi dags. 26. janúar 2020.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 25. Ósk um stækk­un lóð­ar - Desja­mýri 10201911298

            Borist hefur erindi frá lóðarhafa Desjamýri 10, þar sem óskað er eftir lóðarstækkun. Erindið var fyrir bæjarráði 28.11.2019 og var því vísað til skipulagsfulltrúa til umsagnar. Ítrekun barst frá lóðarhafa 25.03.2011

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 26. Helga­dals­veg­ur 60 - að­al­skipu­lag202004229

            Borist hefur erindi frá Jens Páli Hafsteinssyni vegna endurskoðunar aðalskipulags. Óskað er eftir að breyta landi L229080 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði.

            Frestað vegna tíma­skorts

          • 27. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar - Deili­skipu­lag Esju­mela Kjal­ar­nesi201506102

            Borist hefur ósk frá nefndarmönnunum Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa Vina Mosfellsbæjar, og Jóni Péturssyni, fulltrúa Miðflokksins, um umræður vegna stöðu máls Reykjavíkurborgar vegna deiliskipulagsbreytingar á athafnarsvæði Esjumela.

            Mál­ið kynnt og rætt, lögð fram sam­eig­in­leg bók­un skipu­lags­nefnd­ar:

            Á 510 fundi skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 28. fe­brú­ar s.l. voru bókuð mót­mæli skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar við áform­um Reykja­vík­ur um meng­andi iðn­að­ar­starf­semi sem fyr­ir­hug­uð er í landi Reykja­vík­ur á Esju­mel­um.

            Skipu­lags­nefnd ósk­aði eft­ir því að bæj­ar­stjóri og formað­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar myndu eiga fund með borg­ar­stjóra og skipu­lags­yf­ir­völd­um Reykja­vík­ur til þess að koma mót­mæl­um Mos­fells­bæj­ar varð­andi fyr­ir­hug­aða iðn­að­ar­starf­semi á fram­færi við Reykja­vík­ur­borg. Eft­ir ít­rek­að­ar beiðn­ir fór fund­ur með fyrr­greind­um að­il­um fram föstu­dag­inn 17. apríl þar sem bæj­ar­stjóri, formað­ur skipu­lags­nefnd­ar, lög­mað­ur og skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar áttu við­ræð­ur um mál­ið við borg­ar­stjóra og full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar á skipu­lags­sviði. Full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar ít­rek­uðu mót­mæli Mos­fells­bæj­ar gegn þess­um áform­um harð­lega á fund­in­um.

            Mál­ið er enn í fullri vinnslu á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar með að­komu bæj­ar­stjóra og formanns skipu­lags­nefnd­ar. Sú vinnsla fellst með­al ann­ars í frek­ari fund­um með skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík og fund­um með Skipu­lags­stofn­un vegna mót­mæla Mos­fells­bæj­ar um skipu­lags­þátt máls­ins.

            Bæj­ar­stjórn og skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar verða upp­lýst um gang mála, og bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ munu hér eft­ir sem hing­að til gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að koma í veg fyr­ir að fyrr­greind áform Reykja­vík­ur um meng­andi iðn­að­ar­starf­semi á Esju­mel­um verði að veru­leika.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25