13. september 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason Umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
2. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar með þeim leiðréttingum og viðbótargögnum sem farið var fram á í bréfi stofnunarinnar dags. 5. desember 2018." Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem bent er á að of langur tími sé liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda og því þurfi að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
3. Hrafnhólar - grendarkynning vegna tveggja gróðurhúsa201909102
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 3. september 2019 varðandi byggingu tveggja gróðurhúsa á jörðinni Hrafnhólar á Kjalarnesi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
4. Framkvæmdaleyfi - göng undir Hafravatnsveg (Reykjaveg).2019081106
Borist hefur erindi frá Vegaferðinni dags. 28. ágúst 2019 varðandi göng undir Hafravatnsveg (Reykjaveg).
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
5. Engjavegur 14a (Kvennabrekka) - breyting á deiliskipulagi201909087
Borist hefur erindi frá Stefáni Birgi Guðfinnssyni dags. 3. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 14a.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillöga að breytingu á deiliskipulagi
6. Nýtt leiðarnet fyrir Strætó bs.201909103
Borist hefur erindi frá Strætó bs. dags. 4. september 2019 varðandi nýtt leiðarnet strætó.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu.
7. Litlikriki - bílastæði í götu2019081021
Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Jensdóttur dags. 27. ágúst 2019 varðandi bílastæði á götu í Litlakrika.
Samkvæmt deiliskipulagi Krikahverfis eru engin bílastæði í götum hverfisins skilgreind sem einkastæði ákveðinna húsa. Aðeins bílastæði inn á lóðum eru einkastæði viðkomandi húsa.
8. Vindhóll Mosfellsdal - breytt skráning á fasteign.2019081049
Borist hefur erindi frá Sigurdóri Sigurðssyni dags. 28. ágúst 2019 varðandi breytingu á skráningu fasteignar.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar byggingarfulltrúa.
9. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Hulda Sæland frá Landslagi mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaða deiliskipulagstillögu að breytingu á hesthúsasvæði að Varmárbökkum. Umræður um tillöguna." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags hesthúsahverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
10. Aðkoma að raðhúsalengjunni Uglugötu 14-202019081083
Á 1411. fundi bæjarráðs 5. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum að vísa bréfinu til skipulagsnefndar þar sem málið er í vinnslu."
Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur látið raunmæla núverandi hæðir á malbiki og komið hefur í ljós að hæð á malbiki er ekki í samræmi við hæðarblað lóðar, sem er á ábyrgð verktaka.
Í ljósi þess felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að funda með verktaka.11. Bjarkarholt 11-19, B-hluti - breyting á deiliskipulagi201908814
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var málið rætt og afgreiðslu frestað.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
12. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201908422
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með landeiganda." Skipulagsfullrúi hefur fundað með landeiganda. Lagður fram endurbættur uppdráttur.
Umræður um málið. Máli frestað vegna tímaskorts.
13. Reykjavegur 61 - beiðni um að reisa bílskýli að Reykjavegi 61201909154
Borist hefur erindi frá Sævari Guðmundssyni dags. 9. september 2019 varðandi byggingu á bílskýli á lóðinni að Reykjavegi 61.
Máli frestað vegna tímaskorts.
14. Merkjateigur 6 - beiðni um eignaskiptingu að Merkjateig 62019081001
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar byggingarfulltrúa." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Máli frestað vegna tímaskorts.
15. Ásar - ósk um nýtt landnúmer201901277
Á 477. fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndar." Lagt fram minnisblað bygingarfulltrúa.
Máli frestað vegna tímaskorts.
16. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 30. ágúst 2019 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi Reykjavíkur og nýju deiliskipulag fyrir Álfsnesvík.
Máli frestað vegna tímaskorts.
17. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík -Íbúðarbyggð og blönduð byggð201906404
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunni á næsta fundi nefndarinnar þann 19. júlí næstkomandi og óskar jafnframt eftir lengri fresti til þess að skila inn umsögn um tillöguna vegna sumarleyfa sem eru framundan.Samþykkt með fimm atkvæðum." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg og kynnti málið.
Kynning. Umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 374201908029F
Samþykkt
18.1. Bjarkarholt 7-9 (17-19) /Umsókn um byggingarleyfi. 201801132
Þam ehf. Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga aðaluppdrátta verslunarhúsnæðis á 1. hæð á lóðinni nr. 7-9 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytst ekki.
18.2. Suður Reykir 5 /Umsókn um byggingarleyfi 201707139
Reykjabúið hf. Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta fyrirkomulagi flóttaleiða áður samþykktra alífuglahúsa á lóðinni Suður-Reykir 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
18.3. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi. 201709287
Sunnubær ehf., Borgartún 5 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnu- og íbúðarhúsnæði með bílgeymslu á lóðinni Sunnukriki nr. 3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 4.660,9 m², 17.328,6 m³, bílgeymsla 913,4 m², 3.014,2 m³.18.4. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi 201902204
Byggingafélagið upprisa ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Viðbygging 28,6 m², 85,8 m³.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 375201909007F
Samþykkt
19.1. Efri-Klöpp, Umsókn um byggingarleyfi 201906209
Gunnar Júlíusson, Efri Klöpp, sækir um leyfi til að byggja við frístundahús á lóðinni Efri Klöpp, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 48,0 m², 163,7 m³
19.2. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi. 201708298
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 2-4 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.
19.3. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi. 201710084
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 6-8 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.
19.4. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi. 201710086
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.
19.5. Vogatunga 5 /Umsókn um byggingarleyfi. 201902253
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Vogatunga nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
20. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 36201909008F
Samþykkt