Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

    Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 kynntu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf. tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umræður urðu um málið.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar bygg­inga­fé­lag­inu Bakka ehf. að leggja fram til­lögu að breyt­ingu deili­skipu­lags. Jafn­framt ósk­ar skipu­lags­nefnd eft­ir fundi með bygg­inga­fé­lag­inu Bakka ehf. um mál­ið.

    • 2. Jörð­in Reykja­dal­ur 2 - breyt­ing á deili­skipu­lagi Laug­ar­bólslands201901463

      Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup lögm. fyrir hönd Finns Hermannssonar og Lilju Smáradóttur dags. 28. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarbólslands.Frestað vegna tímaskorts á 478 fundi.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem ákvæði deili­skipu­lags og að­al­skipu­lags kveða á um það að í Mos­fells­dal séu stór­ar lóð­ir u.þ.b. 1 ha. að stærð.

    • 3. Stóri­teig­ur 35 - bygg­ing gróð­ur­húss201901476

      Borist hefur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni dags. 18. desember 2018 varðandi byggingu gróðurhúss á lóðinni að Stórateigi 35. Frestað vegna tímaskorts á 478. fundi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

    • 4. Stórikriki 59 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201901307

      Á 476. fundi skipulagsnefndar 25. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki byggðamynstri hverfisins. Nefndin bendir jafnframt á að nú þegar hefur verið heimiluð breyting úr einbýlishúsi í parhús." Borist hefur viðbótarerindi. Frestað vegna tímaskorts á 478. fundi.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

    • 5. Fossa­tunga 9-15 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811023

      Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar var gerð eftirfarandi bókun: "Meirihluti skipulagsnefndar er jákvæður gagnvart erindinu og heimilar umsækjanada að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. , Fulltrúar L og M lista greiða atkvæði gegn erindinu. Bókun M lista: Deiliskipulag var samþykkt árið 2016, lóðarhafa var ljóst að hvaða skilmálum hann gekk þegar hann kaupir lóðina. Það að fjölga íbúðum á lóð gefur að öllum líkindum fordæmi. Að öllum líkindum verða vandamál með bílastæði. Umferð mun einnig aukast í götunni. Fulltrúi L lista tekur efnislega undir bókun M lista." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D og V lista, full­trúi M lista sit­ur hjá.

    • 6. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un á Leir­vogstungu­mel­um vegna at­vinnusvæð­is201711102

      Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum með nánari skilgreiningum á notkun og umgengni á lóðinni." Lagður fram endurbættur uppdráttur.

      Bók­un Ólafs Inga Ósk­ars­son­ar áheyrn­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur það óskyn­sam­legt að taka lít­inn hluta af óskipu­lögðu at­hafna­svæði skv. að­al­skipu­lagi og deili­skipu­leggja það án sam­ráðs við aðra land­eig­end­ur á þessu svæði. Enn frem­ur er bent á að Skipu­lags­stofn­un hef­ur ít­rekað lagst gegn því að ein­stak­ar lóð­ir séu tekn­ar og deili­skipu­lagð­ar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

    • 7. Kvísl­a­tunga 120 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812155

      Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

    • 8. Hólms­heiði at­hafna­svæði201707030

      Borist hefur erindi frá Jóni G. Bríem hrl. fyrir hönd eigenda Geitháls dags. 13. febrúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir jörðina Geitháls.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

    • 9. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809062

      Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að hefja vinnu við breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir áfanga 1, 2 og 3.

    • 10. Skíða­svæði í Bláfjöll­um - beiðni um um­sögn201810079

      Á 470 fundi skipulagsnefndar 26.október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindi Skipulagsstofnunar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa." Svar var sent Skipulagsstofnun 1. nóvember 2018. Borist hefur viðbótarerindi.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa fulln­að­ar­af­greiðslu máls­ins.

    • 11. Kvísl­artunga 84 - ósk um stækk­un lóð­ar201902109

      Á 1386. fundi bæjarráðs 14. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar."

      Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu.

    • 12. Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201805149

      Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Lögð fram ný tillaga umsækjanda.

      Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu og vís­ar til fyrri sam­þykkt­ar nefd­ar­inn­ar frá 23.11.2018.

    • 13. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

      Á 447. fundi skipulagsnefndar 27. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Ævintýragarðinn." Lögð fram skipulagslýsing.

      Lýs­ing deili­skipu­lags sam­þykkt. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að kynna til­lög­una og afla um­sagna.

    • 14. Leir­vogstunga 35 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812221

      Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið eftir að fullnægjandi gögn hafa borist." Umsögn byggingarfulltrúa ásamt frekar gögnum lagt fram.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

    • 15. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2018201901489

      Á 1387. fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2018 kynnt fyrir bæjarráði. Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til kynningar hjá öllum fastanefndum sveitarfélagsins."

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    Fundargerðir til kynningar

    • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 356201902025F

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 16.1. Golf­skál­inn við Leiru­tanga, Um­sókn um nið­urrif 201902077

        Kar­ina ehf, Breiða­hvarfi 5 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að fjar­lægja, og farga að hluta, eldra hús­næði Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar við Súlu­höfða. Sam­ráð skal haft við heil­brigðis­eft­ir­lit áður en fram­kvæmd hefst.

      • 16.2. Voga­tunga 23-29, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201803309

        Mótx Hlíð­arsmára 19 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir breyt­ingu innra skipu­lags rað­húss nr. 25 á lóð­un­um nr. 23,25,27 og 29 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 16.3. Urð­ar­holt 4, íbúð 201, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201811217

        Guð­laug Kristó­fers­dótt­ir Dverg­holti 17 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta skrif­stofu­rými í íbúð með eign­ar­hluta­núm­eri 0201 á 2. hæð í hús­inu nr. 4 við Urð­ar­holt í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breytst ekki.

      • 16.4. Ála­foss­veg­ur 27 / , Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809024

        Gunn­ar Helga­son Ála­foss­veg­ur 27 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta innra skipu­lagi ásamt fjölg­un íbúða mhl 02 húss nr. 27 í fjöl­býl­is­húsi á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr.25-33, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 357201902030F

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

        • 17.1. Leir­vogstunga 5, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201807017

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisli 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og gleri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr.5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 200,3 m², 597,44 m³.

        • 17.2. Leir­vogstunga 3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201807020

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisli 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og gleri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr.3, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 200,3 m², 597,44 m³.

        • 17.3. Leir­vogstunga 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201807018

          Ást­rík­ur ehf. Gvend­ar­geisli 96 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og gleri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Leir­vogstunga nr.3, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: 196,2 m², 587,26 m³.

        • 17.4. Snæfríð­argata 24, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201812097

          Uglu­kvist­ur ehf. Goða­lein 5 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Sæfríð­argata nr. 24, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Íbúð 119,2 m², bíl­geymsla 32,8 m², 577,1 m³.

        • 17.5. Snæfríð­argata 26, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201812098

          Uglu­kvist­ur ehf. Goða­lein 5 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Sæfríð­argata nr. 26, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir: Íbúð 119,2 m², bíl­geymsla 32,8 m², 577,1 m³.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00