1. mars 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 kynntu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf. tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið.
2. Jörðin Reykjadalur 2 - breyting á deiliskipulagi Laugarbólslands201901463
Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup lögm. fyrir hönd Finns Hermannssonar og Lilju Smáradóttur dags. 28. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarbólslands.Frestað vegna tímaskorts á 478 fundi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem ákvæði deiliskipulags og aðalskipulags kveða á um það að í Mosfellsdal séu stórar lóðir u.þ.b. 1 ha. að stærð.
3. Stóriteigur 35 - bygging gróðurhúss201901476
Borist hefur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni dags. 18. desember 2018 varðandi byggingu gróðurhúss á lóðinni að Stórateigi 35. Frestað vegna tímaskorts á 478. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4. Stórikriki 59 - breyting á deiliskipulagi201901307
Á 476. fundi skipulagsnefndar 25. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki byggðamynstri hverfisins. Nefndin bendir jafnframt á að nú þegar hefur verið heimiluð breyting úr einbýlishúsi í parhús." Borist hefur viðbótarerindi. Frestað vegna tímaskorts á 478. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
5. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi201811023
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar var gerð eftirfarandi bókun: "Meirihluti skipulagsnefndar er jákvæður gagnvart erindinu og heimilar umsækjanada að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. , Fulltrúar L og M lista greiða atkvæði gegn erindinu. Bókun M lista: Deiliskipulag var samþykkt árið 2016, lóðarhafa var ljóst að hvaða skilmálum hann gekk þegar hann kaupir lóðina. Það að fjölga íbúðum á lóð gefur að öllum líkindum fordæmi. Að öllum líkindum verða vandamál með bílastæði. Umferð mun einnig aukast í götunni. Fulltrúi L lista tekur efnislega undir bókun M lista." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúi M lista situr hjá.
6. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum með nánari skilgreiningum á notkun og umgengni á lóðinni." Lagður fram endurbættur uppdráttur.
Bókun Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar: Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar telur það óskynsamlegt að taka lítinn hluta af óskipulögðu athafnasvæði skv. aðalskipulagi og deiliskipuleggja það án samráðs við aðra landeigendur á þessu svæði. Enn fremur er bent á að Skipulagsstofnun hefur ítrekað lagst gegn því að einstakar lóðir séu teknar og deiliskipulagðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. Kvíslatunga 120 - breyting á deiliskipulagi201812155
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
8. Hólmsheiði athafnasvæði201707030
Borist hefur erindi frá Jóni G. Bríem hrl. fyrir hönd eigenda Geitháls dags. 13. febrúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir jörðina Geitháls.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
9. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3.
10. Skíðasvæði í Bláfjöllum - beiðni um umsögn201810079
Á 470 fundi skipulagsnefndar 26.október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindi Skipulagsstofnunar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa." Svar var sent Skipulagsstofnun 1. nóvember 2018. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa fullnaðarafgreiðslu málsins.
11. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Á 1386. fundi bæjarráðs 14. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu.
12. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Lögð fram ný tillaga umsækjanda.
Skipulagsnefnd synjar erindinu og vísar til fyrri samþykktar nefdarinnar frá 23.11.2018.
13. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Á 447. fundi skipulagsnefndar 27. október 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Ævintýragarðinn." Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna.
14. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið eftir að fullnægjandi gögn hafa borist." Umsögn byggingarfulltrúa ásamt frekar gögnum lagt fram.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
15. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018201901489
Á 1387. fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2018 kynnt fyrir bæjarráði. Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til kynningar hjá öllum fastanefndum sveitarfélagsins."
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 356201902025F
Lagt fram til kynningar.
16.1. Golfskálinn við Leirutanga, Umsókn um niðurrif 201902077
Karina ehf, Breiðahvarfi 5 Kópavogi sækir um leyfi til að fjarlægja, og farga að hluta, eldra húsnæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Súluhöfða. Samráð skal haft við heilbrigðiseftirlit áður en framkvæmd hefst.
16.2. Vogatunga 23-29, Umsókn um byggingarleyfi. 201803309
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir breytingu innra skipulags raðhúss nr. 25 á lóðunum nr. 23,25,27 og 29 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
16.3. Urðarholt 4, íbúð 201, Umsókn um byggingarleyfi 201811217
Guðlaug Kristófersdóttir Dvergholti 17 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta skrifstofurými í íbúð með eignarhlutanúmeri 0201 á 2. hæð í húsinu nr. 4 við Urðarholt í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytst ekki.
16.4. Álafossvegur 27 / , Umsókn um byggingarleyfi 201809024
Gunnar Helgason Álafossvegur 27 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi ásamt fjölgun íbúða mhl 02 húss nr. 27 í fjölbýlishúsi á lóðinni Álafossvegur nr.25-33, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 357201902030F
Lagt fram til kynningar.
17.1. Leirvogstunga 5, Umsókn um byggingarleyfi 201807017
Ástríkur ehf. Gvendargeisli 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og gleri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr.5, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 200,3 m², 597,44 m³.17.2. Leirvogstunga 3, Umsókn um byggingarleyfi 201807020
Ástríkur ehf. Gvendargeisli 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og gleri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr.3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 200,3 m², 597,44 m³.17.3. Leirvogstunga 1, Umsókn um byggingarleyfi 201807018
Ástríkur ehf. Gvendargeisli 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og gleri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr.3, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 196,2 m², 587,26 m³.17.4. Snæfríðargata 24, Umsókn um byggingarleyfi 201812097
Uglukvistur ehf. Goðalein 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sæfríðargata nr. 24, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 119,2 m², bílgeymsla 32,8 m², 577,1 m³.17.5. Snæfríðargata 26, Umsókn um byggingarleyfi 201812098
Uglukvistur ehf. Goðalein 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sæfríðargata nr. 26, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 119,2 m², bílgeymsla 32,8 m², 577,1 m³.