19. desember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir201911210
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Samþykkt með 3 atkvæðum að taka undir umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að koma því á framfæri.
2. Drög að frumvarpi um ný fjarskiptalög - beiðni um umsögn201912161
Drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda í gær. Sjá https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2562 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 6. janúar 2020.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um frumvarpið sem lögð verði fyrir bæjarráð.
3. Súluhöfði-Gangstígar og landslagsfrágangur201912121
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd við stígagerð og yfirborðsfrágang í Súluhöfða. Meðfylgjandi loftmynd sýnir fyrirhugað framkvæmdasvæði í Súluhöfða.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að bjóða út framkvæmd við stígagerð og yfirborðsfrágang í Súluhöfða í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
4. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Óskað eftir heimild til undirritunar samkomulags við Bakka ehf. um gatnagerð o.fl. vegna 4 áfanga Helgafellshverfis.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að rita undir fyrirliggjandi samkomulag.
Bókun C-lista: Fulltrúi Viðreisnar gerir athugasemdir við kynningu á þessu máli fyrir bæjarráði. Þetta mál varðar mikla hagsmuni Mosfellsbæjar þar sem um er að ræða byggingu á hverfi í Mosfellsbæ með 188 íbúðum og því er mikilvægt að vandað sé til verka í framlagningu gagna er málið varðar þannig að fulltrúar í bæjarráði geti sett sig inn málið með svo stuttum fyrirvara.
5. Persónuverndarstefna og persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar201807127
Lögð til breyting á skipun persónuverndarfulltrúa Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum að Hólmar Örn Finnsson verði skipaður persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar frá og með 1. janúar 2020.