14. febrúar 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Á fundinn mættu fulltrúar Byggingarfélagsins Bakka ehf.
Kynning, umræður um málið.
2. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði201706309
Á fundinn mætti Tómas Guðberg Gíslason umhverfisstjóri og kynnti málið.
Kynning, umræður um málið.
3. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins201807139
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17 .ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt umsögnum um skipulagslýsinguna. Einnig lagðar fram tillögur að breytingum aðliggjandi deiliskipulaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi skv. 43. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna
- FylgiskjalUmsögn Landsnets.pdfFylgiskjalSvar frá Minjastofnun íslands v. Vesturlandsvegar.pdfFylgiskjalMosfellsbær deiliskipulagslýsing Vesturlandsvegar.pdfFylgiskjalVesturlandsvegur - deiliskipulagslýsing - svar VÍ.pdfFylgiskjalRE: Deiliskipulag Vesturlandsvegar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi, í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjal19014_101-Skipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjal05_br_dsk_skarholabraut.pdfFylgiskjal04_br_dsk_sunnan_Gamla_Vesturlandsvegar.pdfFylgiskjal03_br_dsk_midbaer.pdfFylgiskjal02_uppdr_dsk_vesturlandsvegar.pdfFylgiskjal01_Greinargerð_Dsk_vesturlandsvegar.pdf
4. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Á 467. fundi skipulagsnefndar 11. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi ásamt umsögnum um skipulagslýsinguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að kynna auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillögunnar.
- FylgiskjalUmsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalFW: Fwd: Breyting á deiliskipulagi í .pdfFylgiskjalUmsogn MI dags 22102018.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - umsögn.pdfFylgiskjalSvar Skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalScan_ebh_201810090613_001.pdfFylgiskjalVatnstankur_Ulfarsfelli_DSK_Greinargerd_20190212.pdfFylgiskjalVatnsgeymir_Ulfarsfelli_dsk__dsk-101.pdf
5. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi201705246
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem bárust og telur þær eiga við rök að styðjast. Auk þess er um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða. Á þeim forsendum hafnar skipulagsnefnd auglýstri breytingu á deiliskipulagi." lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.Frestað vegna tímaskorts á 477. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að ný tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Selholt land nr. 123760 - fyrirspurn vegna byggingarmála á landinu Selholt201901443
Borist hefur erindi frá Önnu Margréti Elíasdóttur dags. 28. janúar 2018 varðandi byggingarmál á landinu Selholt. Frestað vegna tímaskorts á 477. fundi.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum til að geta tekið afstöðu til erindisins.
7. Lóð í landi Sólsvalla - landnr. 125402201812175
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu með tilliti til ákvæða aðalskipulags." Borist hefur viðbótarerindi. Frestað vegna tímaskorts á 477. fundi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
8. Þrastarhöfði 26 - ósk um breytingu á bílskúr í húsnæði fyrir snyrtistofu.201902040
Borist hefur erindi frá Fanneyju Dögg Ólafsdóttur dags. 4. febrúar 2019 varðandi breytingu á bílskúr í húsnæði fyrir snyrtistofu.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M lista. Fulltrúi M lista vekur athygli á því að umsækjandi sækir um leyfi fyrir því að opna litla snyrtistofu í eigin húsnæði. Hún leggur áherslu á að gera allt á löglegan og réttan hátt. Ekki eru miklar líkur á því að starfsemi þessi muni hafa teljandi áhrif á íbúa götunnar. Það er skoðun M lista að með þeim rökum eigi að leyfa grenndarkynningu enda forsendurnar að þarna verði lítillát starfsemi sem engan ætti að trufla.
Skipulagsefnd óskar eftir frekari gögnum um umfang starfseminnar ásamt því að umsækjandi kanni afstöðu næstu nágranna.
9. Hólmsheiði athafnasvæði201707030
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. febrúar 2019 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði athafnasvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.
10. Dalsgarður í Mosfellsdal-deiliskipulag201902075
Borist hefur erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni fh. eiganda Dalsgarðs dags. 6.febrúar 2019 varðandi gerð deiliskipulags fyrir Dalsgarð.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjana að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
11. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Á 1384. fundi bæjarráðs 31. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd felur lögmanni bæjarins og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningi við landeigendur sem um ræðir og leggja samninginn fram til staðfestingar bæjarráðs.
12. Jörðin Reykjadalur 2 - breyting á deiliskipulagi Laugarbólslands201901463
Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup lögm. fyrir hönd Finns Hermannssonar og Lilju Smáradóttur dags. 28. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarbólslands.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Stóriteigur 35 - bygging gróðurhúss201901476
Borist hefur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni dags. 18. desember 2018 varðandi byggingu gróðurhúss á lóðinni að Stórateigi 35.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Stórikriki 59 - breyting á deiliskipulagi201901307
Á 476. fundi skipulagsnefndar 25. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki byggðamynstri hverfisins. Nefndin bendir jafnframt á að nú þegar hefur verið heimiluð breyting úr einbýlishúsi í parhús." Borist hefur viðbótarerindi.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 355201902002F
LAgt fram.
15.1. Desjamýri 8/Umsókn um byggingarleyfi. 201609418
Víghóll ehf. Áslandi 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breitinga áður samþykktra aðaluppdrátta iðnaðarhúsnæðis á lóðinni nr. 8 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.2. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi 201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.3. Leirutangi 10, Umsókn um byggingarleyfi 201712230
Ásgrímur H. Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð hússins nr. 10 við Leirutanga og innrétta þar íbúðarrými og geymslu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fyrir breytingu 158,4 m², 619,000m³. Stærðir eftir breytingu 303,3 m², 843,400m³.
15.4. Leirvogstunga 31 / Umsókn um byggingarleyfi 201811062
Blanca Astrid Barrero, Breiðvangi 30 Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbygðri bílgeymslu á lóðinni Leirvogstunga nr.31, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 365,8 m², 910,095 m³