Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. maí 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Anna Margrét Tómasdóttir

Eft­ir­far­andi af­brigði sam­þykkt í upp­hafi fund­ar: Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að taka mál­ið, Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi, á dagskrá sem dag­skrárlið nr. 1. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að taka mál­ið, Heytjarn­ar­heiði L252202, L125204 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar, á dagskrá sem dag­skrárlið nr. 2


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

    Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis. Athugasemdafrestur var frá 01.04.2021 til og með 16.05.2021. Umsögn barst frá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 11.05.2021. Athugasemd og uppmælingar minja bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 26.05.2021. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir.

    Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minja sem merkt­ar hafa ver­ið á upp­drátt.

  • 2. Heytjarn­ar­heiði L252202, L125204 - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202010045

    Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að senda deiliskipulag við Heytjarnarheiði til yfirferðar Skipulagsstofnunar. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 26.05.2021. Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur í samræmi við athugasemdir.

    Deili­skipu­lag sam­þykkt að nýju og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Upp­drátt­ur hef­ur ver­ið lag­færð­ur í sam­ræmi við at­huga­semd­ir og Skipu­lags­stofn­un verð­ur send um­beð­in gögn.

  • 3. Reykja­hvoll 4b - deili­skipu­lags­breyt­ing202105126

    Borist hefur erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvoll 4b þar sem breyta á einbýli í parhús. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Ekki hafa ver­ið heim­iluð par­hús í syðri hluta Reykja­hverf­is. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að ræða frek­ar við um­sækj­anda vegna til­færslu á bygg­ing­ar­reit.

  • 4. Bjarg­slund­ur 11 - deili­skipu­lags­breyt­ing202105242

    Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Reykjamels ehf. lóðarhafa, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 11.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Skipu­lags­nefnd met­ur að­stæð­ur, um­hverfi og lóð svo að hún skuli haldast óbreytt. Svo lóð geti tal­ist bygg­ing­ar­hæf þarf að liggja fyr­ir und­ir­ritað sam­komulag milli lóð­ar­hafa og sveit­ar­fé­lags­ins um kvöð vegna nú­ver­andi legu Bjargsveg­ar.

  • 5. Lerki­byggð 4-6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202007211

    Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggðar ehf. lóðarhafa, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Lerkibyggð 4-6.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Skipu­lags­nefnd met­ur að­stæð­ur, um­hverfi og lóð svo að það skuli haldast óbreytt.

  • 6. Vind­hóll opið skýli - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi202105157

    Borist hefur umsókn frá Sigurdóri Sigurðssyni, dags. 14.05.2021, fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 437. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

    Þar sem ekki er til stað­fest deili­skipu­lag á svæð­inu sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd, með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar, að grennd­arkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 í sam­ræmi við inn­send gögn. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við þessa fram­kvæmd inn­an hverf­is­vernd­ar enda fell­ur hún að um­hverf­inu.

  • 7. Yf­ir­borðs­breyt­ing­ar við Varmá - íþróttamið­stöð og strætóvasi202101164

    Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 19.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir við Varmárskóla og Skólabraut í samræmi við deiliskipulag.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Áætlan­ir sam­ræm­ast gild­andi deili­skipu­lagi.

  • 8. Bjark­ar­holt 7-9 - ósk um stækk­un lóð­ar202101234

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir stækkun lóðar að Bjarkarholti 7-9, í samræmi við samþykkt á 535. fundi skipulagsnefndar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 9. Króka­tjörn L125149 og L125150 frí­stunda­byggð - deili­skipu­lags­breyt­ing202105199

    Borist hefur erindi frá Gunnari Sigurðssyni, f.h. Sigríðar Theódóru Guðmundsdóttur landeiganda, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir löndin L125149 og L125150 við Krókatjörn.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 10. Mið­dal­ur 2 L199723 - deili­skipu­lag202105214

    Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 19.05.2021, með ósk um að hefja deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli í landi Miðdals II.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um frá um­sækj­anda.

  • 11. Mið­dalslandi 1C L225237 - að­al­skipu­lags­breyt­ing202105201

    Borist hefur erindi frá Kára Ólafssyni, dags. 18.05.2021, með ósk um aðalskipulagsbreytingu á Miðdalslandi 1C L225237.

    Er­ind­inu er vísað í vinnu við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags.

  • 12. Hólms­heiði Reykja­vík 2. áfangi - deili­skipu­lag202105244

    Reykjavíkurborg auglýsti með almennum hætti skipulags- og matslýsingu vegna 2. áfanga deiliskipulags athafnarsvæðis á Hólmsheiði nærri sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ. Umsagnafrestur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.

    Skipu­lags­nefnd ger­ir at­huga­semd við að Mos­fells­bær hafi ekki ver­ið til­greind­ur um­sagnar­að­ili skipu­lags- og verks­lýs­ing­ar vegna nýs deili­skipu­lags. Skipu­lags­svæð­ið er í um 700 m frá sveit­ar­fé­laga­mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar. Í skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013 stend­ur, gr. 5.9.3. Hags­muna­að­il­ar: “Skipu­lags­nefnd skal leggja mat á hverj­ir geta tal­ist hags­muna­að­il­ar. Ef um er að ræða svæði við sveit­ar­fé­laga­mörk telst sveit­ar­stjórn þess sveit­ar­fé­lags til hags­muna­að­ila." Um­rætt deili­skipu­lags­svæði í að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 er hluti af at­hafna­svæði AT4 sem ligg­ur upp að mörk­um Mos­fells­bæj­ar. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir því að fá deili­skipu­lagstil­lög­una senda til um­sagn­ar þeg­ar hún ligg­ur fyr­ir.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 436202105013F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram og kynnt.

    • 13.1. Arn­ar­tangi 54 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103040

      Kol­brún Krist­ins­dótt­ir Arn­ar­tanga 54 sæk­ir um leyfi til að byggja við rað­hús á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 54 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Um er að ræða stækk­un and­dyr­is og við­bygg­ingu sól­skála.
      Stækk­un: 28,7 m², 71,7 m³.

    • 13.2. Fossa­tunga 9-15, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202005111

      Ást­rík­ur ehf. sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 4 rað­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um Fossa­tunga nr. 9, 11, 13 og 15, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
      Hús nr. 9: Íbúð 205,4 m², bíl­geymsla 24,5 m², 605,34 m³.
      Hús nr. 11: Íbúð 202,2 m², bíl­geymsla 24,5 m², 605,34 m³.
      Hús nr. 13: Íbúð 202,2 m², bíl­geymsla 24,5 m², 605,34 m³.
      Hús nr. 15: Íbúð 205,4 m², bíl­geymsla 24,5 m², 605,34 m³.

    • 13.3. Fossa­tunga 24-26 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202102376

      Bjarni Bogi Gunn­ars­son Kvísl­artungu 30 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á einni hæð með inn­byggð­um bíl­geymslu á lóð­inni Fossa­tunga nr. 24-26, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
      Hús nr. 24: Íbúð 178,5 m², bíl­geymsla 32,7 m², 625,88 m³.
      Hús nr. 26: Íbúð 178,5 m², bíl­geymsla 32,7 m², 625,88 m³.

    • 13.4. Reykja­hvoll 4 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201910319

      Gunn­hild­ur Edda Guð­munds­dótt­ir Birki­teig 3 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timb­urein­ing­um ein­býl­is- hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 347,6 m², 1.178,08 m³.

    • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 437202105026F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram og kynnt.

      • 14.1. Barr­holt 35 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202102403

        Bald­ur Bjarna­son Barr­holti 35 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags og burð­ar­virk­is ein­býl­is­húss á lóð­inni Barr­holt nr. 35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.2. Bugðufljót 17 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103381

        BF17 ehf. Kletta­garð­ar 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að
        byggja úr for­steypt­um ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Bugðufljót nr. 17, í sam­ræmi við af­greiðslu á 453. fundi skipu­lagsn­en­fd­ar og fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Bugðufljót 17a: 1.145,0 m², 7.062,2 m³. Bugðufljót 17b: 1.952,4, 10.314,8 m³.
        Bugðufljót 17c: 1.372,2 m², 8.462,9 m³.

      • 14.3. Fossa­tunga 30-32 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105230

        Leir­vogstunga ehf. Ár­múla 3 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús á lóð­inni Fossa­tunga nr.30-32, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir hús nr. 30: 121,6 m², 399,64 m³.
        Stærð­ir hús nr. 32: 121,6 m², 399,64 m³.

      • 14.4. Fossa­tunga 34-36 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105229

        Leir­vogstunga ehf. Ár­múla 3 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús á lóð­inni Fossa­tunga nr.30-32, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir hús nr. 34: 121,6 m², 399,64 m³.
        Stærð­ir hús nr. 36: 121,6 m², 399,64 m³.

      • 14.5. Fossa­tunga 35-37 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105228

        Leir­vogstunga ehf. Ár­múla 3 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um par­hús á lóð­inni Fossa­tunga nr.35-37, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir hús nr. 35: 121,6 m², 399,64 m³.
        Stærð­ir hús nr. 37: 121,6 m², 399,64 m³.

      • 14.6. Gerplustræti 13-15 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202104221

        Páll Ein­ar Hall­dórs­son sæk­ir fyr­ir hönd hús­fé­lags Gerplustræt­is 13 um leyfi til að byggja úr gleri og málmi svala­lok­an­ir á sval­ir allra íbúða húss nr. 13 lóð­inni Gerplustræti nr. 13-15, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.7. Í Óskotslandi 125392 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105182

        Trausti Ó. Stein­dórs­son Hraun­götu 3 Garða­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um frí­stunda­hús á lóð­inni Í Óskotslandi L125392, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 133,3 m², 446,5 m³.

      • 14.8. Lund­ur 123710 - MHL 04 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006496

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Lund­ur L123710, mats­hluta­núm­er 05, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.9. Lund­ur 123710 - MHL 05 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006497

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta gróð­ur­húss á lóð­inni Lund­ur L123710, mats­hluta­núm­er 05, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.10. Reykja­hvoll 22, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201708042

        Norð­urey ehf. Snorra­braut 71 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 22 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.11. Súlu­höfði 35, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202003504

        Ein­ar Geir Rún­ars­son Engja­seli 83 Rvk. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr.35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 14.12. Vind­hóll opið skýli Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105157

        Sig­ur­dór Sig­urðs­son Vind­hóli sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu opna tækja­geymslu á lóð­inni Vind­hóli í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 144,0 m², 469,0 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32