28. maí 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Anna Margrét Tómasdóttir
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með 5 atkvæðum að taka málið, Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 1. Samþykkt með 5 atkvæðum að taka málið, Heytjarnarheiði L252202, L125204 - deiliskipulag frístundabyggðar, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 2
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Helgafellshverfis. Athugasemdafrestur var frá 01.04.2021 til og með 16.05.2021. Umsögn barst frá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 11.05.2021. Athugasemd og uppmælingar minja bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 26.05.2021. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minja sem merktar hafa verið á uppdrátt.
2. Heytjarnarheiði L252202, L125204 - deiliskipulag frístundabyggðar202010045
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að senda deiliskipulag við Heytjarnarheiði til yfirferðar Skipulagsstofnunar. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 26.05.2021. Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur í samræmi við athugasemdir.
Deiliskipulag samþykkt að nýju og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdráttur hefur verið lagfærður í samræmi við athugasemdir og Skipulagsstofnun verður send umbeðin gögn.
3. Reykjahvoll 4b - deiliskipulagsbreyting202105126
Borist hefur erindi frá Magnúsi Frey Ólafssyni, dags. 11.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvoll 4b þar sem breyta á einbýli í parhús. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Ekki hafa verið heimiluð parhús í syðri hluta Reykjahverfis. Skipulagsfulltrúa falið að ræða frekar við umsækjanda vegna tilfærslu á byggingarreit.
4. Bjargslundur 11 - deiliskipulagsbreyting202105242
Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Reykjamels ehf. lóðarhafa, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjargslund 11.
Skipulagsnefnd synjar umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd metur aðstæður, umhverfi og lóð svo að hún skuli haldast óbreytt. Svo lóð geti talist byggingarhæf þarf að liggja fyrir undirritað samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélagsins um kvöð vegna núverandi legu Bjargsvegar.
5. Lerkibyggð 4-6 - breyting á deiliskipulagi202007211
Borist hefur erindi frá Val Þór Sigurðssyni, f.h. Sumarbyggðar ehf. lóðarhafa, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Lerkibyggð 4-6.
Skipulagsnefnd synjar umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd metur aðstæður, umhverfi og lóð svo að það skuli haldast óbreytt.
6. Vindhóll opið skýli - Umsókn um byggingarleyfi202105157
Borist hefur umsókn frá Sigurdóri Sigurðssyni, dags. 14.05.2021, fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 437. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Þar sem ekki er til staðfest deiliskipulag á svæðinu samþykkir skipulagsnefnd, með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar, að grenndarkynna áformin skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við innsend gögn. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd innan hverfisverndar enda fellur hún að umhverfinu.
7. Yfirborðsbreytingar við Varmá - íþróttamiðstöð og strætóvasi202101164
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 19.05.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir við Varmárskóla og Skólabraut í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi.
8. Bjarkarholt 7-9 - ósk um stækkun lóðar202101234
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir stækkun lóðar að Bjarkarholti 7-9, í samræmi við samþykkt á 535. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Krókatjörn L125149 og L125150 frístundabyggð - deiliskipulagsbreyting202105199
Borist hefur erindi frá Gunnari Sigurðssyni, f.h. Sigríðar Theódóru Guðmundsdóttur landeiganda, dags. 18.05.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir löndin L125149 og L125150 við Krókatjörn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Miðdalur 2 L199723 - deiliskipulag202105214
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 19.05.2021, með ósk um að hefja deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli í landi Miðdals II.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
11. Miðdalslandi 1C L225237 - aðalskipulagsbreyting202105201
Borist hefur erindi frá Kára Ólafssyni, dags. 18.05.2021, með ósk um aðalskipulagsbreytingu á Miðdalslandi 1C L225237.
Erindinu er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
12. Hólmsheiði Reykjavík 2. áfangi - deiliskipulag202105244
Reykjavíkurborg auglýsti með almennum hætti skipulags- og matslýsingu vegna 2. áfanga deiliskipulags athafnarsvæðis á Hólmsheiði nærri sveitarfélagamörkum við Mosfellsbæ. Umsagnafrestur var frá 07.04.2021 til og með 05.05.2021.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að Mosfellsbær hafi ekki verið tilgreindur umsagnaraðili skipulags- og verkslýsingar vegna nýs deiliskipulags. Skipulagssvæðið er í um 700 m frá sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 stendur, gr. 5.9.3. Hagsmunaaðilar: “Skipulagsnefnd skal leggja mat á hverjir geta talist hagsmunaaðilar. Ef um er að ræða svæði við sveitarfélagamörk telst sveitarstjórn þess sveitarfélags til hagsmunaaðila." Umrætt deiliskipulagssvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 er hluti af athafnasvæði AT4 sem liggur upp að mörkum Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd óskar eftir því að fá deiliskipulagstillöguna senda til umsagnar þegar hún liggur fyrir.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 436202105013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
13.1. Arnartangi 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103040
Kolbrún Kristinsdóttir Arnartanga 54 sækir um leyfi til að byggja við raðhús á lóðinni Arnartangi nr. 54 í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða stækkun anddyris og viðbyggingu sólskála.
Stækkun: 28,7 m², 71,7 m³.13.2. Fossatunga 9-15, Umsókn um byggingarleyfi 202005111
Ástríkur ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum Fossatunga nr. 9, 11, 13 og 15, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 9: Íbúð 205,4 m², bílgeymsla 24,5 m², 605,34 m³.
Hús nr. 11: Íbúð 202,2 m², bílgeymsla 24,5 m², 605,34 m³.
Hús nr. 13: Íbúð 202,2 m², bílgeymsla 24,5 m², 605,34 m³.
Hús nr. 15: Íbúð 205,4 m², bílgeymsla 24,5 m², 605,34 m³.13.3. Fossatunga 24-26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202102376
Bjarni Bogi Gunnarsson Kvíslartungu 30 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslu á lóðinni Fossatunga nr. 24-26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 24: Íbúð 178,5 m², bílgeymsla 32,7 m², 625,88 m³.
Hús nr. 26: Íbúð 178,5 m², bílgeymsla 32,7 m², 625,88 m³.13.4. Reykjahvoll 4 / Umsókn um byggingarleyfi 201910319
Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir Birkiteig 3 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbureiningum einbýlis- hús á tveimur hæðum á lóðinni Reykjahvoll nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 347,6 m², 1.178,08 m³.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 437202105026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
14.1. Barrholt 35 Umsókn um byggingarleyfi 202102403
Baldur Bjarnason Barrholti 35 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og burðarvirkis einbýlishúss á lóðinni Barrholt nr. 35, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.14.2. Bugðufljót 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103381
BF17 ehf. Klettagarðar 4 Reykjavík sækir um leyfi til að
byggja úr forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni Bugðufljót nr. 17, í samræmi við afgreiðslu á 453. fundi skipulagsnenfdar og framlögð gögn.
Stærðir: Bugðufljót 17a: 1.145,0 m², 7.062,2 m³. Bugðufljót 17b: 1.952,4, 10.314,8 m³.
Bugðufljót 17c: 1.372,2 m², 8.462,9 m³.14.3. Fossatunga 30-32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105230
Leirvogstunga ehf. Ármúla 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús á lóðinni Fossatunga nr.30-32, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 30: 121,6 m², 399,64 m³.
Stærðir hús nr. 32: 121,6 m², 399,64 m³.14.4. Fossatunga 34-36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105229
Leirvogstunga ehf. Ármúla 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús á lóðinni Fossatunga nr.30-32, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 34: 121,6 m², 399,64 m³.
Stærðir hús nr. 36: 121,6 m², 399,64 m³.14.5. Fossatunga 35-37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105228
Leirvogstunga ehf. Ármúla 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús á lóðinni Fossatunga nr.35-37, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 35: 121,6 m², 399,64 m³.
Stærðir hús nr. 37: 121,6 m², 399,64 m³.14.6. Gerplustræti 13-15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104221
Páll Einar Halldórsson sækir fyrir hönd húsfélags Gerplustrætis 13 um leyfi til að byggja úr gleri og málmi svalalokanir á svalir allra íbúða húss nr. 13 lóðinni Gerplustræti nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.7. Í Óskotslandi 125392 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105182
Trausti Ó. Steindórsson Hraungötu 3 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum frístundahús á lóðinni Í Óskotslandi L125392, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 133,3 m², 446,5 m³.
14.8. Lundur 123710 - MHL 04 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006496
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lundur L123710, matshlutanúmer 05, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.9. Lundur 123710 - MHL 05 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006497
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta gróðurhúss á lóðinni Lundur L123710, matshlutanúmer 05, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.10. Reykjahvoll 22, Umsókn um byggingarleyfi 201708042
Norðurey ehf. Snorrabraut 71 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.11. Súluhöfði 35, Umsókn um byggingarleyfi. 202003504
Einar Geir Rúnarsson Engjaseli 83 Rvk. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr.35, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.12. Vindhóll opið skýli Umsókn um byggingarleyfi 202105157
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna tækjageymslu á lóðinni Vindhóli í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 144,0 m², 469,0 m³.