Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202410416

  • 24. október 2024

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1644

    Um­ræða og upp­lýs­inga­gjöf í tengsl­um við opn­un með­ferð­ar­deild­ar fyr­ir börn í hús­næði Far­sæld­ar­túns í Mos­fells­bæ að beiðni Sjálf­stæð­is­flokks.

    Bæj­ar­stjóri veitti upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hug­aða opn­un með­ferð­ar­deild­ar fyr­ir börn í hús­næði Far­sæld­ar­túns í Mos­fells­bæ og um­ræða fór fram um mál­ið.

    Lögð er fram eft­ir­far­andi fyr­ir­spurn frá bæj­ar­ráðs­full­trú­um D lista.

    Þess er óskað að upp­lýst verði um eft­ir­far­andi þætti:
    1. Upp­lýst verði um stöð­una á Skála­túns­reitn­um.
    2. Upp­lýst verði hve lengi þetta tíma­bundna úr­ræði eigi að starfa, hvort von sé á að fleiri dag­vist­un­ar­stofn­an­ir eða stofn­an­ir þar sem börn og ung­ling­ar dvelja til lengri tíma flytji í Skála­tún áður en deili­skipu­lag og fram­kvæmd­ir hafa ver­ið rædd­ar og sam­þykkt­ar í stjórn­sýsl­unni hjá Mos­fells­bæ.
    3. Einn­ig er beð­ið um að upp­lýst verði hvort það sé búið að ákveða að með­ferð­ar­heim­il­ið Stuðl­ar eigi að flytja í heild sinni í Skáltún eins og mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur ít­rekað full­yrt.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa fyr­ir­spurn­inni til bæj­ar­stjóra.

    ***

    Bók­un D lista:
    Það kem­ur mjög á óvart að búið sé að ákveða að hluti af starf­semi með­ferð­ar­heim­il­is Stuðla sé að flytja í nú­ver­andi hús­næði í Skála­túni.
    Þau áform höfðu ekki ver­ið rædd eða kynnt í bæj­ar­ráði, bæj­ar­stjórn eða í Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

    Í sjón­varps­frétt­um sunnu­dag­inn 20. októ­ber síð­ast­lið­inn full­yrti mennta- og barna­mála­ráð­herra að öll starf­semi Stuðla myndi flytja í Skála­tún og það úr­ræði sem sam­þykkt hef­ur ver­ið að opna þar á næstu dög­um sé fyrsta skref­ið í þeirri veg­ferð.

    Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar lýsa yfir mikl­um von­brigð­um með upp­lýs­inga­leysi meiri­hlut­ans í þessu máli, því hér er um að ræða veiga­mikla breyt­ingu á nú­ver­andi starf­semi að Skála­túni.

    Bók­un B, C og S lista.
    Eins og fram hef­ur kom­ið í op­in­berri um­ræðu þá hef­ur með­ferð­ar­þjón­ustu við börn og ung­menni á Ís­landi ver­ið ábóta­vant mörg und­an­farin ár. Ým­iss kon­ar úr­ræða er þörf og áform um upp­bygg­ingu í Far­sæld­ar­túni vekja von­ir um að rík­is­vald­ið taki vand­ann al­var­lega og úr­bóta sé að vænta.

    Sveit­ar­fé­lög­in í land­inu hafa ít­rekað kallað eft­ir að­gerð­um þeg­ar kem­ur að bú­setu fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda og með­ferð­ar­heim­ili. Á und­an­förn­um árum hef­ur með­ferð­ar­heim­il­um fækkað markviss en í kring­um alda­mót­in voru þau 10 tals­ins. Sú stefna, að fækka með­ferð­ar­heim­il­um, hef­ur leitt til þess að auk­inn kostn­að­ur hef­ur flust yfir á sveit­ar­fé­lög­in sem hafa ver­ið að greiða fyr­ir dýr úr­ræði á veg­um einka­að­ila. Auk þess hef­ur dýr­mæt sér­þekk­ing í mála­flokkn­um tap­ast.

    Stað­an í ís­lensku sam­fé­lagi ein­mitt núna er sú að sár­lega skort­ir með­ferð­ar­deild fyr­ir 4-5 börn. Þar er um að ræða opið úr­ræði fyr­ir skjól­stæð­inga, þ.e. ekki neyð­ar­vist­un. Stjórn Far­sæld­ar­túns sam­þykkti að Barna- og fjöl­skyldu­stofa fengi af­not af einu hús­anna í Skála­túni und­ir tíma­bund­ið úr­ræði.

    Sú ákvörð­un er í fullu sam­ræmi við þann samn­ing sem gerð­ur var árið 2023 á milli sjálf­seigna­stofn­un­ar­inn­ar Skála­túns og rík­is­ins um upp­bygg­ingu á þjón­ustu fyr­ir börn og ung­menni á Skála­túni. IOGT sem rak Skála­tún ánafn­aði fast­eign­um og lóð­um Skála­túns til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Far­sæld­ar­túns svo byggja mætti upp starf­semi í þágu barna og fjöl­skyldna þeirra.

    Þá var einn­ig und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing á milli mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og Mos­fells­bæj­ar um að stofn­an­ir rík­is­ins sem sinna mál­efn­um barna, sam­tök sem vinna í þágu barna og þjón­ustu­að­il­ar barna, verði stað­sett í Far­sæld­ar­túni (landi Skála­túns) í nokk­urs kon­ar mið­stöð barna auk þess að byggð yrði upp þjón­usta við börn með fjöl­þætt­an vanda.

    Börn­in sem njóta munu þjón­ust­unn­ar koma víða að, með­al ann­ars frá Mos­fells­bæ.

    Upp­bygg­ing í Far­sæld­ar­túni mun að sjálf­sögðu lúta skipu­lags­valdi Mos­fells­bæj­ar.

    Eins og all­ir í bæj­ar­ráði eiga að vita þá er skýrt í samn­ing­um sem bæj­ar­stjórn öll sam­þykkti í maí 2023 að í Far­sæld­ar­túni myndi með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda verða starf­rækt. Ásamt ann­arri starf­semi í þágu far­sæld­ar barna.