Mál númer 202410724
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Áherslur Ungmennaráðs ræddar áfram
Afgreiðsla 76. fundar ungmennaráðs staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. febrúar 2025
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #76
Áherslur Ungmennaráðs ræddar áfram
Umræður um Ungmennaþing. Stefnt er á að halda þing í Fmos þann 4. apríl.
Undirbúningur er hafin, starfsmenn og Ungmennaráð eru í undirbúning við skipulagningu og kynningu fram að næsta fundi. Ungmennaráð felur starfsmönnum að finna hentuga tímasetningu að fundi ráðsins með Bæjarstjórn eftir að þingi lýkur, þe. í lok apríl eða byrjun maí. - 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Áherslur og áætlun rædd.
Afgreiðsla 75. fundar ungmennaráðs staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. janúar 2025
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #75
Áherslur og áætlun rædd.
Umræður um næstu verkefni.
-Tveir úr ungmennaráði Mosfellsbæjar og Starfmaður ráðsins stefna á að fara á samráðsfund sem að Umboðsmaður barna og Strætó hafa boðið fulltrúum ungmennaráða á höfuðborgarsvæðinu á. Þar munu vera rædd málefni sem tengjast börnum og Strætó. Fundurinn er haldinn 1.febrúar kl 13:00.
-Ósk um að fulltrúi Ungmennaráðs sitji í vinnuhóp "Okkar Mosó" sem að þessu sinni verður útfært sem sérstakt lýðræðis og þátttökuverkefni fyrir börn. Ungmennaráð er jákvætt fyrir verkefninu og mun tilnenfa í það.
-Starfmenn ráðsins beðnir um að finna heppinlegan fundartíma með Bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Farið yfir áherslur Ungmennaráðs 2024-25
Afgreiðsla 74. fundar ungmennaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. nóvember 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #74
Farið yfir áherslur Ungmennaráðs 2024-25
Nýr sviðstjóri fræðslu- og frístundamála kom á fund ráðsins í spjall. Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir heimsóknina.
ýmis önnur mál rædd.
Áherslur og vinnuskjal meðfylgjandi - 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Umræður um áherslur og málefni.
Afgreiðsla 73. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. október 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #73
Umræður um áherslur og málefni.
Farið yfir áherslur og málefni sem áhugi er á að skoða á þessari önn.
Ungmennaráð vill einnig minna starfmenn Mosfellsbæjar, ráð og nefndir á Ungmennaráð og mikilvægi þess.