Mál númer 202410449
- 30. október 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #437
Starfsáætlanir leik-og grunnskóla lagðar fram til upplýsinga og staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir framlagðar starfsáætlanir. Jafnframt felur fræðslunefnd fræðslu- og frístundasviði, í samráði við skólastjórnendur, að endurskoða og einfalda form á áætlununum þannig að þær dragi enn frekar fram áhersluatriði hvers skóla fyrir yfirstandandi skólaár. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Varaáheyrnarfulltrúi L lista bókar eftirfarandi:
Mikilvægt er að styðja við Varmárskóla er kemur að húsnæði. Húsnæðið þarf að halda utan um starfsemina og faðma nemendur og starfsfólk. Aðstaða frístundar þarf að huga betur að, er það ásættanlegt að hafa hana í vinnurýmum kennara. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur hefur talað um að starfsaðstæður í grunnskólum séu ekki ásættanlegar. Í lögum er hávaði í skólum og hávaði í verksmiðjum lagður að jöfnu sbr. að það má vera 80dB hávaði að jafnaði yfir 8 tíma vinnudag í skólum. Lög sem gilda um leyfilegan hávaða á skrifstofum og öðrum þeim stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingu og samræður eigi að geta átt sér stað óhindrað þar skal hávaði ekki fara yfir 50dB að jafnaði á vinnutíma.- FylgiskjalStarfsáætlun Lágafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2024-2025a.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Helgafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlaðhamrar 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlíð 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Reykjakots 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Leirvogstunguskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Varmárskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Höfðabergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Huldubergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Kvíslarskóli 2024-2025.pdf