Mál númer 202405235
- 19. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #868
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag að Fellshlíð í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verkáætlun og lýsing var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og landeigenda. Umsagnafrestur var frá 07.02.2025 til og með 07.03.2025. Umsögn barst frá Skipulagsstofnun, dags. 20.02.2025.
Afgreiðsla 627. fundar skipulagsnefndar staðfest á 868. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #627
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag að Fellshlíð í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Verkáætlun og lýsing var kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og landeigenda. Umsagnafrestur var frá 07.02.2025 til og með 07.03.2025. Umsögn barst frá Skipulagsstofnun, dags. 20.02.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls. Huga þarf að gjöldum og greiðslum vegna framkvæmda.
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir lóðina Fellshlíð í Helgafelli. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki og byggingarskilmála. Lóðin er hluti íbúðarsvæði 302-Íb í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 en tilheyrir ekki skilgreindum uppbyggingaráföngum hverfisins.
Afgreiðsla 624. fundar skipulagsnefndar staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #624
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir lóðina Fellshlíð í Helgafelli. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarreiti fyrir mannvirki og byggingarskilmála. Lóðin er hluti íbúðarsvæði 302-Íb í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 en tilheyrir ekki skilgreindum uppbyggingaráföngum hverfisins.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 41. gr. sömu laga.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að funda með málsaðila.