Mál númer 202405235
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn eigenda land- og fasteignar að Fellshlíð vegna undirbúnings deiliskipulags lóðarinnar. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn, til samræmis við fyrirspurn kynnta á 612. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 41. gr. sömu laga.
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.
Afgreiðsla 612. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #612
Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að funda með málsaðila.