Mál númer 202410202
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Lögð er fram til kynningar breytingartillaga á vinnslustigi á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna uppbyggingarmöguleika í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfanna, sem eru í eigu borgarinnar, ekki síst þar sem svigrúm er til fjölgunar nemenda í núverandi grunnskólabyggingum. Markmiðið er að mæta brýnni þörf á húsnæðismarkaði, stuðla að fjölbreyttara framboði húsnæðis, betri nýtingu innviða og sjálfbærari borgarþróun með íbúðauppbyggingu á landi borgarinnar. Tillögurnar taka til alls 12 svæða og reita og gætu svæði sem ætluð eru undir íbúðarbyggð í Grafarvogi stækkað um 6,4 ha. Athugasemdafrestur vinnslutillögu er til og með 11.04.2025.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn.
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Til samræmis við ábendingar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur 2040 um blandaða byggð frá 2021, bendir skipulagsnefnd Mosfellsbæjar á að ný uppbyggingarsvæði og tillaga að þéttingu í fyrirliggjandi gögnum tengist við samgönguæð Vesturlandsvegar um Korpúlfsstaða¬veg í gegnum Mosfellsbæ. Slíkt getur haft áhrif á umferð afkastagetu vegarins til viðbótar við fyrirhugaða uppbyggingu Blikastaðalands í Mosfellsbæ. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir frekari gögnum um umferðargreiningu vegna þéttingu byggðar og uppbyggingaráforma.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
Frestað vegna tímaskorts.