Mál númer 202410403
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Samtal bæjarstjóra við ungmennaráð um velferð barna í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 72. fundar ungmennaráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. september 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #72
Samtal bæjarstjóra við ungmennaráð um velferð barna í Mosfellsbæ
Á fund ungmennaráðs mættu þær Regína Ásvalsdóttir og Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir. Regína sagði frá fundum sem að haldnir voru fyrir foreldra ungmenna í Mosfellsbæ og kynnti fyrir þeim niðurstöður þeirra funda.
Ungmennaráð fékk einnig að svara sömu spurningum og foreldrar þeirra svöruðu á fundunum. Spurningarnar voru "Hvað geta foreldrar gert til að styðja við vellíðan og öryggi barnanna okkar? og hvernig getur Mosfellsbær stutt betur við ungmenni og foreldra?" Meðfylgjandi eru þeirra svör.
Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir heimsóknina og gott samtal.