Mál númer 202410035
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 619. fundi sínum að að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir nýtt skipulag að Farsældartúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Tillagan skal kynnt í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni. Haldinn var kynningar og íbúafundur í sal FMos þann 05.12.2024. Umsagnafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 12.12.2024, Veitum ohf., dags. 13.12.2024, Skipulagsstofnun, dags. 18.12.2024, Landsneti, dags. 06.01.2025, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.01.2025, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 10.01.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 01.10.2025, Reykjavíkurborg, dags. 22.01.2025, Veðurstofu Íslands, dags. 28.01.2025.
Afgreiðsla 624. fundar skipulagsnefndar staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #624
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 619. fundi sínum að að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags fyrir nýtt skipulag að Farsældartúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Tillagan skal kynnt í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni. Haldinn var kynningar og íbúafundur í sal FMos þann 05.12.2024. Umsagnafrestur var frá 02.12.2024 til og með 10.01.2025. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 12.12.2024, Veitum ohf., dags. 13.12.2024, Skipulagsstofnun, dags. 18.12.2024, Landsneti, dags. 06.01.2025, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 10.01.2025, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 10.01.2025, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 01.10.2025, Reykjavíkurborg, dags. 22.01.2025, Veðurstofu Íslands, dags. 28.01.2025.
Umsagnir lagðar fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum Farsældartúns áframhaldandi vinnu máls.
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Skálatúni, nú Farsældartún. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar. Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Skálatúni, nú Farsældartún. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Í deiliskipulagi Farsældartúns verður gert ráð fyrir nýbyggingum sem eru sérhannaðar fyrir þá þjónustu sem þar á að veita. Við vinnslu skipulagsins verður leitast við að greina staðarandann og sögu staðarins í samhengi við sögu Mosfellsbæjar. Markmið skipulagslýsingar er fyrst og fremst að kynna fyrir íbúum og helstu hagaðilum áform skipulagsins, ferli og samráð.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda skipulagslýsingu aðal- og deiliskipulags í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda. Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa um uppbyggingu á Farsældartúni.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá EFLU og Stiku arkitektum kynna stöðu verkefnis og fyrstu drög skipulagslýsingar að uppbyggingu og þróun Farsældartúns að Skálatúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar.
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #618
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá EFLU og Stiku arkitektum kynna stöðu verkefnis og fyrstu drög skipulagslýsingar að uppbyggingu og þróun Farsældartúns að Skálatúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum áframhaldandi vinnu máls.