Mál númer 202408301
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Kynning á hávaðakortlagningu Vegagerðarinnar og Mosfellsbæ kynnt. Fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu fara yfir samvinnuverkefnið og niðurstöður kortlagningarinnar.
Afgreiðsla 252. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. október 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #252
Kynning á hávaðakortlagningu Vegagerðarinnar og Mosfellsbæ kynnt. Fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu fara yfir samvinnuverkefnið og niðurstöður kortlagningarinnar.
Lagt fram til kynningar og rætt. Umhverfisnefnd þakkar Guðrúnu og Margréti fyrir góða kynningu. Starfsfólk umhverfissviðs heldur áfram vinnu við aðgerðaráætlun í samstarfi við Eflu.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lögð er fram til kynningar kortlagning Vegagerðarinnar á hávaða skv. tilskipun EU 2002/49/EC. Fyrirliggjandi greinargerð og fylgigögn uppfylla kröfur reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005. Teknar eru saman niðurstöður fyrir mat á hávaða vegna umferðar ökutækja á Vesturlandsvegi, sem er stærsta umferðaræðin í gegnum bæinn og í eigu Vegagerðarinnar. Hávaðakortlagning vega í Mosfellsbæ er samvinnuverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til kynningar kortlagning Vegagerðarinnar á hávaða skv. tilskipun EU 2002/49/EC. Fyrirliggjandi greinargerð og fylgigögn uppfylla kröfur reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir nr. 1000/2005. Teknar eru saman niðurstöður fyrir mat á hávaða vegna umferðar ökutækja á Vesturlandsvegi, sem er stærsta umferðaræðin í gegnum bæinn og í eigu Vegagerðarinnar. Hávaðakortlagning vega í Mosfellsbæ er samvinnuverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.
Lagt fram og kynnt.