Mál númer 202210483
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Kynning bæjarstjóra á stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ
Afgreiðsla 241. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. september 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #241
Kynning bæjarstjóra á stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ
Regína Ásvaldsdóttir Bæjarstjóri kynnir stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd þakkar bæjarstjóra fyrir góða kynningu og býður Dóru Lind Pálmarsdóttur hjartanlega velkomna til starfa.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 269. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #269
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Á fundinn mætti Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri og kynnti stjórnsýslu og rekstrarúttekt sem farið hefur fram og þær breytingar sem að taka gildi 1. september.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Upplýsingar um stöðu á innleiðingu nýs skipurits.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Kynning á ráðningum í fimm stjórnendastöður innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Kynning á ráðningum í fimm stjórnendastöður innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi mannauðsstjóri, og Gunnhildur Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, kynntu ráðningar fimm nýrra stjórnenda innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð býður nýja stjórnendur velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 7. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 1587. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Upplýsingar um stöðu á innleiðingu nýs skipurits.
Bæjarstjóri og starfandi mannauðsstjóri kynntu stöðu á innleiðingu nýs skipurits.
- 29. júní 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #7
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar fyrir kynningu á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
- 22. júní 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #6
Kynning á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir kynningu á stjórnkerfisbreytingum hjá Mosfellsbæ.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Bæjarstjóri kynnir niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar fyrir velferðarnefnd.
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Tillaga að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 17:58. Fundur hófst aftur kl. 18:16
***
Tillaga L lista:
Vinir Mosfellsbæjar leggja til að afgreiðslu þessa liðar sé frestað og allir bæjarfulltrúar hittist á vinnufundi þar sem farið er yfir þessar tillögur, kosti- galla og mögulegar útfærslur aðrar. Ásamt því að fólk fái tækifæri til að spyrja spurninga.Þetta sé gert með það markmið að allir kjörnir fulltrúar greiði tillögunni atkvæði sitt og standi með bæjarstjóranum að breytingum á stjórnsýslu bæjarfélagsins.
Tillagan var felld með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista, bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni og fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar L og D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.***
Bókun D og L lista:
Bæjarfulltrúar D og L lista voru fylgjandi óháðri úttekt á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og telja mikilvægt að rýna starfsemi bæjarins, meta hvað betur má fara og hvernig megi bæta þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins.Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki komið að gerð tillagna um skipulagsbreytingar á stjórnsýslu og skipuriti Mosfellsbæjar sem liggja fyrir og eru byggðar á niðurstöðu úttektar Strategíu.
Í þeim 14 tillögum sem hér eru lagðar fram er lagt til nýtt skipurit fyrir Mosfellsbæ með miklum breytingum frá því sem nú er. Skipurit sem á að efla þjónustu sveitarfélagsins.
Breytingartillögurnar eru viðamiklar og útgjöld vegna þeirra óljós, en öruggt að kostnaður verður mikill. Það vekur sérstaka athygli að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar samþykkir að innleiða allar þær tillögur sem koma fram í skýrslu Strategíu, alls 74 tillögur og hlýtur það að vera einsdæmi í úttekt sem þessari.
Það hvort breytingarnar séu til þess fallnar að bæta þjónustuna, verklag, samhæfingu og starfsumhverfi starfsfólks Mosfellsbæjar er einnig óljóst.
Tillögurnar eiga líka að endurspegla áherslur sem koma fram í málefnasamningi meirihlutans, en bæjarfulltrúar D og L lista telja að breytingar í stjórnsýslu og á skipuriti bæjarins eigi að snúast um að hámarka gæði, hagkvæmni og skilvirkni þjónustu en ekki að snúast um málefnasamning meirihlutans, því meirihlutar koma og fara.
Bæjarfulltrúar D og L lista sitja hjá í afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé kl: 18:46. Fundur hófst aftur kl. 19:18
***
Bókun B, C og S lista:
Ráðgjafarfyrirtækið Strategía var í janúar 2023 fengið til að gera stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á stjórnsýslu bæjarins. Strategía hefur nú skilað ítarlegri úttektarskýrslu sem fjallar um rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar.Á grundvelli skýrslunnar hefur nú verið lögð fram tillaga sem lýtur eingöngu að breyttu skipuriti Mosfellsbæjar og málum því tengt.
Skýrslan er umfangsmikil og vel unnin og í henni eru fjölmargar umbótatillögur eða alls 74 talsins. Haldið verður áfram að vinna úr þeim tillögum og tekin afstaða til þeirra eftir því sem vinnunni vindur fram. Gert er ráð fyrir að það verði gert í áföngum á næstu vikum og mánuðum.Leiðarljós við mótun skipulagsbreytinganna var að efla þjónustu við íbúa í takti við stækkandi sveitarfélag. Meirihluti B, S og C lista telur að nýtt skipurit gefi góða möguleika á að skilgreina og skerpa á áherslum varðandi stjórnarhætti, efla greiningar, áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli sviða og deilda, fylgja eftir umbótum auk þess að nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið í samfélaginu og bæta aðbúnað starfsmanna.
Meirihluti B, S og C lista þakkar Strategíu fyrir fagleg störf og þeim stjórnendum, starfsmönnum og íbúum sem komið hafa að vinnunni fyrir sitt innlegg.
- 23. maí 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #8
Bæjarstjóri kynnir niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar fyrir velferðarnefnd.
Bæjarstjóri kynnir helstu niðurstöður stjórnsýslu- og rekstrarúttektar.
- 17. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1580
Tillaga að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með meirihluta atkvæða fyrirliggjandi tillögu að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarfulltrúar D lista voru fylgjandi óháðri úttekt á stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Bæjarfulltrúar D lista hafa ekki komið að gerð tillögu um skipulagsbreytingar á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og breytingar á skipuriti sem nú liggja fyrir og eru byggðar á niðurstöðu úttektar Strategíu.
Þær breytingar sem lagðar eru til eru viðamiklar og endanlegur aukinn kostnaður er óljós. Það hvort breytingarnar séu til þess fallnar að bæta verklag, samhæfingu og almennt starfsumhverfi innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar liggur heldur ekki fyrir.
Enn fremur er tillagan lögð fram sem trúnaðarmál til bæjarráðs og hafa bæjarfulltrúar D lista sem ekki eiga sæti í bæjarráði því ekki fengið tækifæri til að kynna sér hana.Á framangreindum forsendum sitja bæjarráðsmenn D lista hjá við atkvæðagreiðslu málsins.
Bókun B, C og S lista:
Haldnir voru vinnufundir með kjörnum fulltrúum minnihluta og meirihluta þar sem farið var yfir skýrslu Strategíu og framkomna tillögu um breytingu á skipulagi. Á fundi bæjarstjóra með kjörnum fulltrúum þar sem tillagan sem nú er til afgreiðslu var kynnt, var farið í efnisatriði hennar.- FylgiskjalTillaga stjórnkerfisbreytingar lagt fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.pdfFylgiskjal2023.05.02_Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Mosfellsbær.pdf
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Tillaga um að gengið verði til samninga við Strategíu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðsla 1560. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1560
Tillaga um að gengið verði til samninga við Strategíu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Strategíu verði falið að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Strategíu.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1559. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1559
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við ráðgjafarfyrirtæki til að framkvæma stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við Strategíu um gerð stjórnsýslu- og rekstrarúttektar í Mosfellsbæ.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Tillaga um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1554. fundar bæjarráðs samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1554
Tillaga um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að unnin verði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á starfsemi Mosfellsbæjar. Bæjarstjóra er falið að undirbúa málið í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Bókun bæjarráðsfulltrúa D lista:
Hjá Mosfellsbæ starfar hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu. Lögð er áhersla á góða stjórnsýslu með jákvæðni, metnaði og framsækni að leiðarljósi. Rekstrar og kostnaðar áætlanir standast mjög vel og hafa gert í mörg ár og fjölbreyttur rekstur bæjarins og stofnana hans eru unnar af mikilli fagmennsku, metnaði og ábyrgð.
Með stækkun bæjarfélagsins og sífellt aukinni þjónustu hafa verið gerðar miklar breytingar undanfarin ár til að gera stjórnsýsluna gagnsærri, auka lýðræði og efla stafrænar lausnir svo dæmi séu tekin.
Breytingar eru framundan í mikilvægum málaflokkum sveitarfélagsins vegna laga- og reglugerðarbreytinga. Í tillögu meirihlutans varðandi stjórnsýslu- og rekstrarúttekt kemur fram að tilgangur úttektarinnar sé að fá fram mat á núverandi stöðu sveitarfélagsins og leiða fram hvernig stjórnsýsla Mosfellsbæjar virkar í dag gagnvart íbúum, stofnunum bæjarins, hagsmunaaðilum, kjörnum fulltrúum og starfsfólki.
Tillögur að umbótum sem koma fram í úttektinni eiga að vera til þess fallnar að efla starfsemi bæjarins. Þrátt fyrir þá góðu og metnaðarfullu vinnu sem nú fer fram hjá starfsfólki Mosfellsbæjar má alltaf gera betur og rýna til gagns.
Með vísan í ofangreint styðja bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ tillögu um stjórnsýslu- og rekstrarúttekt í Mosfellsbæ.