Mál númer 202012377
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Erindi frá Lágafellssókn þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær greiði kostnað við fyllingarefni í stíga og vinnu við að koma efni í stígana.
Afgreiðsla 1595. fundar bæjarráðs samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. september 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1595
Erindi frá Lágafellssókn þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær greiði kostnað við fyllingarefni í stíga og vinnu við að koma efni í stígana.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum ósk Lágafellssóknar um greiðslu kostnaðar vegna stígagerðar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2024.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Afgreiðsla 1475. fundar bæjarráðs samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. febrúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1475
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarfulltrúi L-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa beiðni Lágafellssóknar til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2022. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við Lágafellssókn um kostnaðaráætlun verksins og hvernig hagkvæmast sé að vinna verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins.
Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi, víkur sæti við afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 1471. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. - 7. janúar 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1471
Ósk Kirkjugarðs Lágafellskirkju um greiðslu útlagðs kostnaðar og aksturs vegna stígagerðar í C hluta garðsins.
Stefán Ómar Jónsson, áheyrnarfulltrúi, víkur sæti við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.