Mál númer 202308601
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #599
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd synjar með 5 atkvæðum erindi og tillögu málsaðila um heimild til gerðar deiliskipulags tveggja, stakra, fullbyggðra lóða að Hamrabrekkum, með vísan í rökstuðning og umfjöllun fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa. Við skipulagsgerð er mikilvægt að horft sé til svæðis þar sem afmörkun er skýr og vel rökstudd, skv. 5.3.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Leggur skipulagsnefnd til að lóðareigendur að Hamrabrekkum vinni fremur sameiginlega nýtt skipulag sem fjallar um alla þætti deiliskipulags svo sem byggingar, innviðamál, veitur, borholur, rotþrær, aðkomur, vegi og gróður. Landeigendur móta þannig heildstæða skilmála byggðar með tilliti til byggingarreita, húsagerða og smáhýsa. Í ljósi þess að umræddar lóðir teljast fullbyggðar skv. samþykktu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sér skipulagsnefnd ekki þörf á að rýmka heimildir til uppbyggingar á svæðinu en ný byggingarleyfi fengjust ekki samþykkt á umræddum lóðum. Litið verður áfram til fordæma um afgreiðslur byggingarleyfa með grenndarkynningum líkt og fram kemur í frumdrögum aðalskipulags Mosfellsbæjar 2040.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Borist hefur erindi frá Róberti Fannari Halldórssyni, f.h. Blueberry hills ehf. landeigenda að Hamrabrekkum 5 og 11, dags. 22.8.2023, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar á lóðunum. Lýsing skipulagsáætlana barst frá Balsa ehf. teiknistofu og tækniþjónustu, þann 02.10.2023.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Borist hefur erindi frá Róberti Fannari Halldórssyni, f.h. Blueberry hills ehf. landeigenda að Hamrabrekkum 5 og 11, dags. 22.8.2023, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar á lóðunum. Lýsing skipulagsáætlana barst frá Balsa ehf. teiknistofu og tækniþjónustu, þann 02.10.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa um stöðu uppbyggingar á svæðinu.