Mál númer 202309680
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis íbúa um aðkomumerki Leirvogstunguhverfis, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Afgreiðsla 601. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #601
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs vegna erindis íbúa um aðkomumerki Leirvogstunguhverfis, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd er ánægð með framtak og hug íbúa í Leirvogstunguhverfi. Skipulagsnefnd synjar þó með 5 atkvæðum tillögunni með vísan í rökstuðning og umfjöllun fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa. Nefndin er sammála að í stað sérmerkinga er mikilvægara er að sameina bæinn undir einni ásýnd og ímynd Mosfellsbæjar.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Erindi barst frá Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, f.h. íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, dags. 28.09.2023, vegna hugmynda um tvö ný aðkomumerki Leirvogstunguhverfis. Óskað er eftir heimild til þess að setja upp merkin, í samræmi við gögn, og að sveitarfélagið leggi til rafmagnsleiðslur og rafmagn svo lýsa megi þau upp.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Erindi barst frá Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, f.h. íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, dags. 28.09.2023, vegna hugmynda um tvö ný aðkomumerki Leirvogstunguhverfis. Óskað er eftir heimild til þess að setja upp merkin, í samræmi við gögn, og að sveitarfélagið leggi til rafmagnsleiðslur og rafmagn svo lýsa megi þau upp.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar á umhverfissviði.