Mál númer 202202075
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Fundargerð 34. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 836. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Rökstuðningur fyrir synjun stækkunar dagdvalar í Mosfellsbæ lagður fyrir til kynningar sem og svar við endurumsókn um stækkun dagdvalar.
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. október 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #34
Stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Öldungaráð fagnar því að búið sé að samþykkja stækkun dagdvalarinnar á almennum rýmum upp í fimmtán.
- 26. september 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #12
Rökstuðningur fyrir synjun stækkunar dagdvalar í Mosfellsbæ lagður fyrir til kynningar sem og svar við endurumsókn um stækkun dagdvalar.
Velferðarnefnd lýsir ánægju með niðurstöðu umsóknar um aukningu á almennum dagdvalarrýmum fyrir Mosfellsbæ sem gefur möguleika á fjölbreyttari þjónustu dagdvalarinnar og styttir biðlista eftir þjónustunni. Nefndin vísar málinu jafnframt til kynningar í öldungaráði.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Synjun Sjúkratrygginga Íslands við beiðni um stækkun dagdvalar um 6 sértæk rými lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 9. fundar velferðarnefndar samþykkt á 1586. fundi bæjarráðs með fimm atkvæðum.
Bæjarráð deilir vonbrigðum velferðarnefndar vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands um fjölgun sértækra dagdvalarrýma og ítrekar mikilvægi þess að sækja um að nýju um fjölgun almennra dagdvalarrýma.
- 20. júní 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #9
Synjun Sjúkratrygginga Íslands við beiðni um stækkun dagdvalar um 6 sértæk rými lagt fram til kynningar.
Velferðarnefnd lýsir yfir miklum vonbrigðum með synjun Sjúkratrygginga um fjölgun dagdvalarrýma í Mosfellsbæ sem knýjandi þörf er á.
Nefndin felur framkvæmdastjóra velferðarsviðs að óska eftir frekari rökstuðningi synjunar Sjúkratrygginga á fjölgun dagdvalarrýma í Mosfellsbæ.
Jafnframt felur nefndin framkvæmdastjóra að sækja um að nýju til Sjúkratrygginga fyrir almenn dagdvalarrými.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Ósk framkvæmda-stjóra fjölskyldusviðs um heimild til umsóknar um stækkunar dagdvalar og afgreiðsla bæjarráðs lögð fyrir til kynningar.
Afgreiðsla 316. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Tillaga til bæjarráðs um að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að sækja um aukningu dagdvalarrýma að Eirhömrum.
Afgreiðsla 1522. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. febrúar 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #316
Ósk framkvæmda-stjóra fjölskyldusviðs um heimild til umsóknar um stækkunar dagdvalar og afgreiðsla bæjarráðs lögð fyrir til kynningar.
Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ og afgreiðsla bæjarráðs lagt fram til kynningar.
- 10. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1522
Tillaga til bæjarráðs um að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að sækja um aukningu dagdvalarrýma að Eirhömrum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að eiga samtal við Eir um stækkun dagdvalar og enn fremur að sækja um til heilbrigðisráðuneytisins að fjölga rýmum í dagdvöl að Eirhömrum um sex rými í samræmi við tillögur í fyrirliggjandi minnisblaði.