Mál númer 202309679
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Borist hefur erindi frá Orkuveita Reykjavíkur, dags. 27.09.2023, með ósk um stofnun tveggja lóða, þriggja spildna, undir borholur MG-35 og MG-39 í Helgadal, í samræmi við gögn. Hjálögð er í skjölum rafræn undirritun landeigenda L231750, L231751 og L231752.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Borist hefur erindi frá Orkuveita Reykjavíkur, dags. 27.09.2023, með ósk um stofnun tveggja lóða, þriggja spildna, undir borholur MG-35 og MG-39 í Helgadal, í samræmi við gögn. Hjálögð er í skjölum rafræn undirritun landeigenda L231750, L231751 og L231752.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila stofnun lóða fyrir borholur í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigendur bera ábyrgð á að tryggja aðkomur og aðrar mögulegar kvaðir. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði og skal málsaðili greiða þann kostnað sem af verkinu hlýst.