Mál númer 202303972
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulags fyrir Dalland í samræmi við athugasemdir. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 610. fundi nefndarinnar. Starfsfólk Mosfellsbæjar fundaði með Vegagerðinni vegna athugasemda. Landeigandi og ráðgjafi uppfærðu tillögu svo samnýta mætti aðkomu um veg Djúpadals við Nesjavallaveg. Vegagerðin samþykkti útfærsluna með bréfi dags. 03.07.2024. Landeigendum að L125215 og L175176 gafst frestur til athugasemda til og með 30.08.2024, engar athugasemdir bárust. Ábending Landsnets um Nesjavallalínu 2 á ekki við þar sem hún er langt utan skipulagssvæðis.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð tillaga deiliskipulags fyrir Dalland í samræmi við athugasemdir. Umsagnir og athugasemdir voru kynntar á 610. fundi nefndarinnar. Starfsfólk Mosfellsbæjar fundaði með Vegagerðinni vegna athugasemda. Landeigandi og ráðgjafi uppfærðu tillögu svo samnýta mætti aðkomu um veg Djúpadals við Nesjavallaveg. Vegagerðin samþykkti útfærsluna með bréfi dags. 03.07.2024. Landeigendum að L125215 og L175176 gafst frestur til athugasemda til og með 30.08.2024, engar athugasemdir bárust. Ábending Landsnets um Nesjavallalínu 2 á ekki við þar sem hún er langt utan skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu eftir breytingar. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu samkvæmt 4. mgr. 41. gr. sömu laga þar sem breytingin hefur þegar verið kynnt og umsögnum safnað. Hin nýja lóð sem stofnuð verður um skipulags- og uppbyggingarsvæði landbúnaðarlandsins mun halda landeignanúmeri Dallands L123625 og þar með lögbýlisskráningu landsins. Land Dallands sem skilgreint er í aðalskipulagi sem ?óbyggt land? skal hljóta nýtt landeignanúmer.
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Skipulagsnefnd samþykkti á 606. fundi sínum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er í suðurhluta Mosfellsbæjar, norðan við Selvatn og fyrir sunnan Nesjavallaveg, um 10,5 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja íbúðarhús, hesthús og reið- eða vélaskemmu. Tillagan var kynnt og auglýst á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2024 til og með 22.04.2024. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 16.04.2024, Vegagerðinni, dags. 22.04.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 22.04.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 30.04.2024.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Skipulagsnefnd samþykkti á 606. fundi sínum að auglýsa tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er í suðurhluta Mosfellsbæjar, norðan við Selvatn og fyrir sunnan Nesjavallaveg, um 10,5 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan felur í sér heimild til að byggja íbúðarhús, hesthús og reið- eða vélaskemmu. Tillagan var kynnt og auglýst á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu. Athugasemdafrestur var frá 07.03.2024 til og með 22.04.2024. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 16.04.2024, Vegagerðinni, dags. 22.04.2024, Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 22.04.2024 og Minjastofnun Íslands, dags. 30.04.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls, rýna athugasemdir frekar og vísa ábendingum til úrlausnar landeigenda.
- FylgiskjalUmsögn MÍ 30 apríl 2024 - Deiliskipulag Stekkur L123625.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Deiliskipulag landbúnaðarsvæðis í landi Dallands.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar vegna tillögu að deiliskipulagi landbúnaðarsvæðis í landi Dallands.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna vegna breytinga á deiliskipulagi Dallands í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalDalland-03_Dsk-02.pdf
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Lagt er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Dalland L123625, í samræmi við afgreiðslu á 601. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha og samkvæmt tillögunni eru sýndir tveir byggingarreitir þar sem heimilt verður að byggja húsnæði, mest 300 m², og stunda frístundabúskap með sjálfbærri lífrænni ræktun matvæla en einnig að reisa vélaskemmu, hesthús og stunda hrossarækt, mest 1200 m². Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Tillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 05.02.2024.
Afgreiðsla 606. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #606
Lagt er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Dalland L123625, í samræmi við afgreiðslu á 601. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagssvæðið er um 10,5 ha og samkvæmt tillögunni eru sýndir tveir byggingarreitir þar sem heimilt verður að byggja húsnæði, mest 300 m², og stunda frístundabúskap með sjálfbærri lífrænni ræktun matvæla en einnig að reisa vélaskemmu, hesthús og stunda hrossarækt, mest 1200 m². Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Tillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1000, dags. 05.02.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að nýtt deiliskipulag fyrir Dalland L123625 skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi og Lögbirtingablaðinu.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lagt er fram að nýju erindi er barst frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Afgreiðsla 601. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiðni vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 599. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 601. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #601
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiðni vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 599. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum endurupptöku- og umfjöllunarbeiðni, er barst þann 06.06.2023, á grundvelli fyrirliggjandi samninga landeigenda við sveitarfélagið, dags. 13.05.2020. Málið skal tekið fyrir að nýju undir sérstökum dagskrárlið og bætist við fundargerð sem mál nr. 3.
- 17. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #601
Lagt er fram að nýju erindi er barst frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa tillögunni til rýni og yfirferðar á umhverfissviði.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiði vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um landbúnað og lögbýli, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #599
Lagt er fram að nýju til umræðu og afgreiðslu erindi landeigenda um endurupptökubeiði vegna nýs deiliskipulags við Dalland L123625. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa um landbúnað og lögbýli, í samræmi við afgreiðslu á 597. fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Þóra M. Hjaltested bæjarlögmaður og Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi svöruðu spurningum varðandi rýni stjórnsýslunnar á endurupptökubeiðni landeigenda. Frestað vegna tímaskorts.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Lögð er fram til kynningar umsögn og samantekt stjórnsýslu Mosfellsbæjar á endurupptökubeiðni landeigenda vegna nýs deiliskipulags við Dalland, í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð er að nýju endurupptökubeiðni til afgreiðslu.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Lögð er fram til kynningar umsögn og samantekt stjórnsýslu Mosfellsbæjar á endurupptökubeiðni landeigenda vegna nýs deiliskipulags við Dalland, í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð er að nýju endurupptökubeiðni til afgreiðslu.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að óska eftir ítarlegri gögnum.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Erindi barst frá Þorsteini Péturssyni, landeigenda að Dallandi L123625, þann 06.06.2023, með kröfu um endurupptöku og umfjöllun máls um nýtt deiliskipulag að Dallandi. Tillögunni var synjað á 591. fundi nefndarinnar. Fram kemur í endurupptökubeiðni að landeigendur telji að ekki hafi verið byggt á öllum fyrirliggjandi gögnum máls við afgreiðslu þess. Hjálögð eru aðsend fylgiskjöl.
Afgreiðsla 593. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 832. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #593
Erindi barst frá Þorsteini Péturssyni, landeigenda að Dallandi L123625, þann 06.06.2023, með kröfu um endurupptöku og umfjöllun máls um nýtt deiliskipulag að Dallandi. Tillögunni var synjað á 591. fundi nefndarinnar. Fram kemur í endurupptökubeiðni að landeigendur telji að ekki hafi verið byggt á öllum fyrirliggjandi gögnum máls við afgreiðslu þess. Hjálögð eru aðsend fylgiskjöl.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar hjá stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd tillögunni þar sem áformin eru ekki í samræmi við skilmála, ákvæði og markmið gildandi aðalskipulags um landbúnaðarlönd. Á óbyggðum landbúnaðarlöndum liggja ekki fyrir heimildir um sérstaka uppbyggingu íbúðarhúsa nema á afmörkuðu svæði í Mosfellsdal. Vísar nefndin landeigenda á ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu landbúnaðarstarfsemi á skilgreindum löndum.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Skipulagsnefnd vísar drögum að deiliskipulagi til rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa hvað varðar heimildir aðalskipulags um nýtingu landbúnaðarlands í Mosfellsbæ.
Samþykkt með fimm atkvæðum.