Mál númer 202303972
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Erindi barst frá Þorsteini Péturssyni, landeigenda að Dallandi L123625, þann 06.06.2023, með kröfu um endurupptöku og umfjöllun máls um nýtt deiliskipulag að Dallandi. Tillögunni var synjað á 591. fundi nefndarinnar. Fram kemur í endurupptökubeiðni að landeigendur telji að ekki hafi verið byggt á öllum fyrirliggjandi gögnum máls við afgreiðslu þess. Hjálögð eru aðsend fylgiskjöl.
Afgreiðsla 593. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 832. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #593
Erindi barst frá Þorsteini Péturssyni, landeigenda að Dallandi L123625, þann 06.06.2023, með kröfu um endurupptöku og umfjöllun máls um nýtt deiliskipulag að Dallandi. Tillögunni var synjað á 591. fundi nefndarinnar. Fram kemur í endurupptökubeiðni að landeigendur telji að ekki hafi verið byggt á öllum fyrirliggjandi gögnum máls við afgreiðslu þess. Hjálögð eru aðsend fylgiskjöl.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar hjá stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Lagt er fram til umfjöllunar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 589. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er erindi landeigenda um deiliskipulag.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd tillögunni þar sem áformin eru ekki í samræmi við skilmála, ákvæði og markmið gildandi aðalskipulags um landbúnaðarlönd. Á óbyggðum landbúnaðarlöndum liggja ekki fyrir heimildir um sérstaka uppbyggingu íbúðarhúsa nema á afmörkuðu svæði í Mosfellsdal. Vísar nefndin landeigenda á ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu landbúnaðarstarfsemi á skilgreindum löndum.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Afgreiðsla 589. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. apríl 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #589
Borist hefur erindi frá Odd Þorbergi Hermannssyni, f.h. landeigenda að Dallandi L123625, dags. 21.03.2023, með ósk um að auglýsa deiliskipulagstillögu landbúnaðarlands. Um er að ræða nýtt deiliskipulag við Dalland, á 10,5 ha landi. Samkvæmt tillögunni eru tveir byggingarreitir og reiðgerði þar sem óskað er eftir heimild fyrir byggingu íbúðarhúss/smábýli með kosti á fjölbreyttri nýtingu lands með áherslu á hrossarækt, tún- matvæla- og eða fóðurframleiðslu. Aðkoma er frá Nesjavallavegi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu drög að deiliskipulagstillögu sem samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti í skalanum 1:1250.
Skipulagsnefnd vísar drögum að deiliskipulagi til rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa hvað varðar heimildir aðalskipulags um nýtingu landbúnaðarlands í Mosfellsbæ.
Samþykkt með fimm atkvæðum.