Mál númer 202203436
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd. Máli frestað frá fundi velferðarnefndar 23. maí 2023.
Afgreiðsla 12. fundar velferðarnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. september 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #12
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd. Máli frestað frá fundi velferðarnefndar 23. maí 2023.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða og vandaða skýrslu og telur brýnt að sveitarfélögin sem höfðu frumkvæði að þessari greiningu hefjist þegar handa við að hrinda í framkvæmd þeim brýnu úrbótum sem lagðar eru til í skýrslunni.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd.
Afgreiðsla 8. fundar velferðarnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. maí 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #8
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd.
Frestað til næsta fundar
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Skýrsla samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra lögð fram til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 1577. fundar bæjarráðs samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1577
Skýrsla samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra lögð fram til kynningar og umræðu.
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnisstjóri samstarfsverkefnis vegna heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir kynnti fyrirliggjandi skýrslu um verkefnið sem unnið var í samstarfi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til meðferðar velferðarnefndar.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda.
Afgreiðsla 1528. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1529
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um sameiginlega ráðningu á verkefnastjóra er vinni að undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd verkefnis er varðar búsetuúrræði fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Náist samkomulag um verkefnið er fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar.
- 24. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1528
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.