Mál númer 202305873
- 15. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #603
Skipulagsnefnd samþykkti á 597. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb-329, í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í sakalanum 1:1000 og 1:2000, með greinargerð, unnin af Valhönnun, dags. 05.09.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða Háeyri, 1, 2, Káraleyni L125597 og Reykjalundarlands L125400. Athugasemdafrestur var frá 16.10.2023 til 15.11.2023. Umsögn barst frá Guðmundi Löve, f.h. SÍBS og Reykjalundar, dags. 15.11.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust.
- 7. desember 2023
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #73
Skipulagsnefnd samþykkti á 597. fundi sínum að auglýsa og kynna tillög að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb-329, í samræmi við framlögð gögn. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í sakalanum 1:1000 og 1:2000, með greinargerð, unnin af Valhönnun, dags. 05.09.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til aðliggjandi landeigenda lóða Háeyri, 1, 2, Káraleyni L125597 og Reykjalundarlands L125400. Athugasemdafrestur var frá 16.10.2023 til 15.11.2023. Umsögn barst frá Guðmundi Löve, f.h. SÍBS og Reykjalundar, dags. 15.11.2023. Engar efnislegar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb329. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin festir ekki aðkomu lóðar í sessi og gæti hún tekið breytingum á síðari stigum í samráði við landeigenda.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarhúsið Sveinsstaði, innan Íb329. Tillagan felur í sér nýjan byggingarreit innan lóðar, 2 x 15 m, þar sem heimilt verður að byggja allt að 150 m² bílskúr. Hámarks vegghæð er 3,6 m, hámarks mænishæð sem liggur norður suður er 5,0 m. Deiliskipulagsbreytingin festir ekki aðkomu lóðar í sessi og gæti hún tekið breytingum á síðari stigum í samráði við landeigenda.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að tillagan skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall breytist lítillega vegna stærðar lóðarinnar.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Borist hefur erindi frá Vali Þór Sigurðssyni, f.h. Birgis Björnssonar, dags. 30.05.2023, með ósk um deiliskipulag fyrir Sveinsstaði við Reykjalundarveg vegna áforma um uppbyggingu á stakstæðum bílskúr innan lóðar.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Borist hefur erindi frá Vali Þór Sigurðssyni, f.h. Birgis Björnssonar, dags. 30.05.2023, með ósk um deiliskipulag fyrir Sveinsstaði við Reykjalundarveg vegna áforma um uppbyggingu á stakstæðum bílskúr innan lóðar.
Erindinu er vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði vegna gildandi deiliskipulags og samráðs við eigendur aðliggjandi lands. Skipulagsnefnd heimilar þó umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga að fullvinna deiliskipulagsbreytingu innan Reykjalundarsvæðis í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum