Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202309522

  • 11. október 2023

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #836

    Borist hef­ur er­indi frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynn­ing­ar og at­huga­semda verk­lýs­ing vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040. Með verk­lýs­ing­unni eru boð­að­ar breyt­ing­ar sem varða legu og út­færslu áform­aðr­ar Sunda­braut­ar. Verk­lýs­ing­in er til kynn­ing­ar og um­sagna í skipu­lags­gátt­inni, um­sagna­frest­ur er til og með 19.10.2023.

    Af­greiðsla 597. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 836. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 6. október 2023

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #597

      Borist hef­ur er­indi frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynn­ing­ar og at­huga­semda verk­lýs­ing vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2040. Með verk­lýs­ing­unni eru boð­að­ar breyt­ing­ar sem varða legu og út­færslu áform­aðr­ar Sunda­braut­ar. Verk­lýs­ing­in er til kynn­ing­ar og um­sagna í skipu­lags­gátt­inni, um­sagna­frest­ur er til og með 19.10.2023.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir já­kvæð áhrif þess að Sunda­braut muni auka sveigj­an­leika stofn­vega­kerf­is­ins með dreif­ingu um­ferð­ar á fleiri leið­ir og létta á um­ferð­ar­þunga af öðr­um veg­um, s.s. Höfða­bakka um Gull­in­brú, Ár­túns­brekku og Vest­ur­lands­vegi í Mos­fells­bæ. Auk þess sam­fé­lags- og um­hverf­is­lega ábata sem fylg­ir minni akstri, út­blæstri og meng­un vegna styttri ferða­tíma veg­far­enda.
      Skipu­lags­nefnd legg­ur sér­staka áherslu á mik­il­vægi þess að met­in verði vand­lega mögu­leg áhrif út­færslu III. hluta Sunda­braut­ar (Geld­inga­nes-Álfsnes) á Leiru­vog, hvað varð­ar strauma og líf­ríki svæð­is­ins. Leiru­vog­ur og Blikastaðakró voru frið­lýst árið 2022 en svæð­ið er mik­il­væg­ur við­komu­stað­ur far­fugla, einkum vað­fugla og fóstr­ar ríku­legt fugla­líf allt árið um kring. Auk þeirra ein­kenn­ist vog­ur­inn af fjöl­breytt­um vist­gerð­um, leir­um, þang­fjör­um, kræk­linga­áreyr­um og sand­fjör­um sem eru líf­auð­ug­ar. Vakin er at­hygli á mögu­leg­um nei­kvæð­um áhrif­um veru­legra land­fyll­inga á þess­um stað.