Mál númer 202309522
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Borist hefur erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynningar og athugasemda verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Verklýsingin er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Borist hefur erindi frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 20.09.2023, þar sem lögð er fram til kynningar og athugasemda verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar. Verklýsingin er til kynningar og umsagna í skipulagsgáttinni, umsagnafrestur er til og með 19.10.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tekur undir jákvæð áhrif þess að Sundabraut muni auka sveigjanleika stofnvegakerfisins með dreifingu umferðar á fleiri leiðir og létta á umferðarþunga af öðrum vegum, s.s. Höfðabakka um Gullinbrú, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Auk þess samfélags- og umhverfislega ábata sem fylgir minni akstri, útblæstri og mengun vegna styttri ferðatíma vegfarenda.
Skipulagsnefnd leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að metin verði vandlega möguleg áhrif útfærslu III. hluta Sundabrautar (Geldinganes-Álfsnes) á Leiruvog, hvað varðar strauma og lífríki svæðisins. Leiruvogur og Blikastaðakró voru friðlýst árið 2022 en svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfugla og fóstrar ríkulegt fuglalíf allt árið um kring. Auk þeirra einkennist vogurinn af fjölbreyttum vistgerðum, leirum, þangfjörum, kræklingaáreyrum og sandfjörum sem eru lífauðugar. Vakin er athygli á mögulegum neikvæðum áhrifum verulegra landfyllinga á þessum stað.