Mál númer 202309685
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Lögð er fram til kynningar hvítbók um skipulagsmál og umhverfisskýrsla að hálfu innviðaráðuneytisins. Hvítbók um skipulagsmál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að endurskoðun landsskipulagsstefnu 2026 sem byggir m.a. á stöðumati grænbókar. Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 31.10.2023.
Afgreiðsla 597. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #597
Lögð er fram til kynningar hvítbók um skipulagsmál og umhverfisskýrsla að hálfu innviðaráðuneytisins. Hvítbók um skipulagsmál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að endurskoðun landsskipulagsstefnu 2026 sem byggir m.a. á stöðumati grænbókar. Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 31.10.2023.
Lagt fram og kynnt.