Mál númer 202202172
- 11. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #836
Kynning á verkefnum Klörusjóðs 2022
Afgreiðsla 425. fundar fræðslunefndar samþykkt á 836. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. október 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #425
Kynning á verkefnum Klörusjóðs 2022
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2022. Verkefnin voru unnin á síðasta skólaári í skólunum en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2022
Afgreiðsla 406. fundar fræðslunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #406
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2022
Alls bárust tvær gildar styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir. Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar. Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2022: Um Hverfið, kr. 650.000, Ágústa Óladóttir, Krikaskóla og Fjölbreytt hreyfing í útivist, kr. 240.000, Eva Rún Þorsteinsdóttir, Helgafellsskóla.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Áhersluþættir Klörusjóðs 2022
Afgreiðsla 401. fundar fræðslunefndar samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #401
Áhersluþættir Klörusjóðs 2022
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2022 verði umhverfisfræðsla. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og umsóknarfrestur er til 15. apríl.