26. júní 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varabæjarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1125201306005F
Fundargerð 1125. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós 201304308
Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög 201302328
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. 1112. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
1.3. Tenging á sumarhúsabyggðum við Nesjavallaæð 201304276
Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Framkvæmdir 2013 201305069
Um er að ræða yfirlit vegna framkvæmda árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
1.5. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks 201109112
Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun 201306027
Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
1.7. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum 201306070
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.8. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili 201301578
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarfulltrúa M-lista:$line$Undanfarið hefur birst í fjölmiðlum ásakanir um spillingu og umboðssvik fyrri stjórna Eirar. Umboðssvikin voru á þann veg að þáverandi framkvæmdastjóri og formaður stjórnar seldu íbúðarétt til eldri borgara vitandi að Eir gæti ekki staðið í skilum með endurgreiðslur. $line$$line$Hagsmunir Eirar í þessu máli og þeirra sem urðu fyrir þessum svikum liggja saman, sækja þarf þá sem með sviksömum hætti tóku við peningum eldra fólksins til saka og ganga þannig frá málum að þetta eða svipaðir hlutir gerist ekki aftur.$line$$line$Þetta hefur núverandi stjórn Eirar ekki gert, þess í stað ver hún lögbrjótana með þögn og hylmingu, neitar að afhenda fundargerðir stjórnar og ársreikninga án dómsúrskurðar og ver áframhaldandi ógagnsæi.$line$$line$Á aðalfundi Eirar var samþykkt ný skipulagsskrá hún tekur ekki á ógagnsæi stjórnarinnar heldur færir henni meiri völd. Ábyrgð trúnaðarráðs er aukin án þess að tryggja að það fái nauðsynleg gögn s.s. fundargerðir stjórnar. $line$Bæjarráð Mosfellsbæjar óskaði eftir breytingum í átt að gagnsæi án árangur.$line$Fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn, sem tilnefndur var af meirihlutanum, virðist telja sig vera í einkaerindum í stjórninni, hann hefur engin samskipti við trúnaðarmenn Mosfellsbæjar hjá Eir.$line$$line$Íbúahreyfingin leggst að óbreyttu gegn öllum samningum við Eir vegna ógagnsæis og glæpsamlegrar yfirhylmingar stjórnarinnar.$line$$line$Tillaga fulltrúa M-lista: $line$Íbúahreyfingin leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir um rekstur eininga hér í bæ þar sem Eir á hlut að máli og að bæjarstjórn skoði alvarlega að segja sig frá sjálfseignarfélaginu.$line$$line$Bókun V og D lista:$line$Bæjarfulltrúar V og D lista harma þá stöðu sem sjálfseignarstofnunin Eir er í um þessar mundir. Bæjarfulltrúarnir bera hins vegar fullt traust til núverandi stjórnenda Eirar og fulltrúaráðs þess sem öðlast hefur breytt hlutverk með nýjum samþykktum stofnunarinnar.$line$Vandlega hefur verið farið yfir málið að hálfu Mosfellsbæjar og sérfræðinga á vegum bæjarins og er það talið skynsamlegast með hagsmuni bæjarins í huga og þjónustuþega að haga málum eins og bæjarráð hefur ákveðið.$line$$line$Tillaga M-lista borin upp til atkvæða og var hún felld með 5 atkvæðum gegn einu.$line$$line$Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
1.9. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017 201305165
Samstarfssamningar við Aftureldingu 2013-2017 lagður fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1126201306014F
Athugasemd um að þar sem stendur í 1126. fundargerð bæjarráðs að samþykkt hafi verið með þremur atkvæðum hefði átt að standa samþykkt með tveimur atkvæðum. Það hefur ekki áhrif á niðurstöðu mála á fundinum, á þetta við í máli nr. 1, máli nr. 3, máli nr. 4, máli nr. 5, máli nr. 6 og máli nr. 10 og máli nr. 11.
Fundargerð 1126. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Réttsýnar ehf. varðandi byggingarréttargjöld o.fl. 201303171
Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er.
Hjálögð er umbeðin umsögn.
Erindi frestað á 1120. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun 201001142
Um er að ræða 1. útgáfu umferðaröryggisskýrslu fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi 200607122
Greint var frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol, þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir. Frestað á 334. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Leirvogstunga ehf. uppbygging í Leirvogstungu 200612242
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Skálahlíð - Brattahlíð, breytingar á deiliskipulagi 2013 201302234
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Drög að viðauka og yfirlýsingu til samþykktar bæjarráðs sbr. 1122. fund.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Umsókn um launað leyfi 201303312
Sótt er um launað leyfi vegna framhaldsnáms. 1120. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar mannauðsstjóra.
Frestað á 1123. fundi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Sumarátaksstörf 2013 201303110
Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra varðandi fyrirkomulag sumarátaksstarfa sumarið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.8. Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. 201305102
Kærunefnd útboðsmála, kæra Gámaþjónustunnar hf. Niðurstaða Kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
2.9. Heimasíða Mosfellsbæjar 201306125
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun fulltrúa M-lista:$line$Sú ákvörðun að ganga til samninga við Advania er ámælisverð og ber að skoða sérstaklega í ljósi þess að Mosfellsbær er aðili að rammasamningakerfi Ríkiskaupa, en það er að bjóða út þessa þjónustu í útboði 15317 sem líkur fyrir lok júni. $line$Íbúahreyfingin telur að framganga meirihlutans í þessu máli beri vott um spillingu, ekki sé verið að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar og að meirihlutinn sé með ákvörðun sinni að spilla fyrir rammasamningakerfi Ríkiskaupa með ógagnsæjum sérsamningum án útboðs. $line$Íbúahreyfingin átelur meirihlutann fyrir að láta gögn ekki fylgja málinu til bæjarráðs$line$$line$Bókun fulltrúa V og D lista:$line$Í umræddu máli lá fyrir minnisblað frá forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála þar sem upplýst var um stöðu mála og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið varðandi þróun og endurbætur á heimasíðu bæjarins. Þar kom fram að óski bæjarfulltrúar eftir frekari upplýsingum um málið væru þeir hvattir til að hafa samband við viðkomandi. Jafnframt kom fram á fundinum að framkvæmd hafði verið verðkönnun í samræmi við innkaupareglur bæjarins og samið við þann aðila sem bauð hagstæðustu lausnina. Unnið hefur verið að málinu í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins.$line$$line$Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 201306129
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.11. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2013 201301342
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn heimilar bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á meðfylgjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn MOS 13 1. Jafnframt að bæjarstjóra verði heimilað að ganga frá útgáfu og sölu úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 600 mkr að nafnverði.$line$$line$Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 282201305040F
Fundargerð 282. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Stjórnsýslukæra vegna synjunar á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags 201306038
Lögð fram ósk um endurskoðun á synjun á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags í formi stjórnsýslukæru. Á fundinn mætti framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Stefán Ómar Jónsson, til að leiðbeina um framhald málsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 282. fundar fræðslunefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Ytra mat leik- og grunnskóla flyst til Námsmatsstofnunar 201301579
Námsmatsstofnun hefur tekið að sér að framkvæma ytra mat á leik- og grunnskólum á næstu árum. Matsviðmið fyrir leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar hafa nú verið gefin út. Lögð fram samantektarblöð fyrir leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar til að styðjast við til að fara yfir eigið mat. Matsblöðin verða kynnt í fræðslunefnd í haust, með mati hvers skóla fyrir sig á eigin skólastarfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 282. fundar fræðslunefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Stefnumót við framtíð - Skólaþing 201305149
Lagðar fram niðurstöður Skólaþings sem haldið var 25. maí sl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 282. fundar fræðslunefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Innleiðing aðalnámskráa í leik- og grunnskólum 201202175
Lagt fram yfirlit af vef menntamálaráðuneytis um stöðu á innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Jafnframt lögð fram kynning á stöðu mála í leik- og grunnskólum vorið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 282. fundar fræðslunefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 172201306013F
Fundargerð 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum 201306070
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum.
1125. fundur bæjarráðs vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum 201305172
Upplýsingar til íþrótta- og tómstundanefndar vegna upplýsingaskyldu íþrótta-og tómstundafélaga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.3. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017 201305165
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.4. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði 200906129
Lögð fram til kynningar prentuð eintök stefnunnar. Til umræðu er framkvæmd stefnunnar og forgangsröðun verkefna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 176201306006F
Fundargerð 176. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. 17. júní 2013 201304445
Hátíðaðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.2. Listasalur Mosfellsbæjar - úthlutanir ársins 2014 201306084
Tillaga að dagskrá Listasalar árið 2014 til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 176. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.3. Bæjarlistamaður 2013 201305130
Óskað var eftir tilnefningum um bæjarlistamann frá bæjarbúum á heimasíðu bæjarins. Niðurstaða liggur hér fyrir. Kjör bæjarlistamanns 2013 tekið fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
$line$$line$Afgreiðsla 176. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 177201306011F
Fundargerð 177. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Bæjarlistamaður 2013 201305130
Seinni umferð kjörs bæjarlistamanns 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu menningarmálanefndar að bæjarlistamanna árið 2013. Bæjarstjórn vill nota þetta tækifæri og óska Ólafi Gunnarssyni, rithöfundi til hamingju með kjörið.$line$$line$Afgreiðsla 177. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 345201306010F
Fundargerð 345. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201305195
Þröstur Bjarnason f.h. LT lóða ehf/Miðengis ehf spyrst með bréfi dags. 22.5.2013 fyrir um mögulega breytingu á deiliskipulagi á lóðum í eigu félagsins við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu. Framhald umfjöllunar á 344. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.2. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi 201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.3. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lögð fram greinargerð og uppdrættir að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, endurskoðuð gögn með tilliti til afgreiðslu athugasemda, sbr. bókun á 343. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Þessum lið í fundargerð 345. fundar skipulagsnefndar er vísað til sérstakrar afgreiðslu síðar á 607. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús 201305206
Sveinn Sveinsson, Bjargslundi 2, Mosfellsbæ, óskar 24. maí 2013 eftir breytingu á skilmálum á lóð sinni, þannig að í stað einbýlishúss verði leyft að byggja parhús.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.5. Leirvogstunga og Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi 201304054
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 7. maí 2013 með athugasemdafresti til 18. júní 2013. Enn hefur engin athugasemd borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.6. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun 201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í júní 2013. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.7. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana 201204069
Lögð fram hljóðkort fyrir Mosfellsbæ og drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.8. Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201108892
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, dags. 14.6.2013, unnin af Teiknistofu Arkitekta fyrir lóðarhafa. Samkvæmt tillögunni verða breytingar á byggingarreit og staðsetningu bílastæða á lóðinni og gert er ráð fyrir að bílskúr sem nú er við húsið verði rifinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.9. Breytingar á deiliskipulagi 2.-4. áfanga Helgafellshverfis 201110295
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.10. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar 201206187
Málið tekið til umræðu samkvæmt ósk Jóhannesar Eðvarðssonar nefndarmanns.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
7.11. Ósk um breytingu á deiliskipulagi frístundalóðar úr Miðdalslandi 201306126
Hildigunnur Haraldsdóttir óskar f.h. Eggerts Ó Jóhannssonar eftir breytingu á deiliskipulagi varðandi frístundalóð hans, þannig að byggingarreitur færist austar og norðar á lóðina sbr. meðfylgjandi tillöguuppdrátt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 345. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 142201306012F
Fundargerð 142. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana 201204069
Fulltrúi verkfræðistofunnar Eflu ehf. mætir á fundinn og kynnir drög að aðgerðaráætlun gegn hávaða í Mosfellsbæ ásamt greinargerð sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Skv. tilskipuninni ber að kynna aðgerðaráætlunina fyrir almenningi í 4 vikur og er óskað eftir samþykki umhverfisnefndar fyrir því að aðgerðaráætlunin verði auglýst til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.2. Hundahald í Mosfellsbæ 2013 201306079
Lögð fram svör umhverfissviðs Mosfellsbæjar við fyrirspurnum fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd varðandi hundahald í Mosfellsbæ. Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar kemur á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.3. Reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ 201211086
Drög að reglum um hænsnahald í Mosellsbæ lagðar fram til umræðu, en umhverfisnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 21.06.2012 að unnar yrðu sérstakar reglur um hænsnahald í bæjarfélaginu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.4. Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á útlínum verndarlands við Varmárósa 201303173
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum þann 21.03.2013 að kanna vettvang við Leiruvogi ásamt hestamannafélaginu og jafnframt að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem nú liggur fyrir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.5. Erindi Umhverfis- og auðlindarráðuneytis varðandi Dag íslenskrar náttúru 2013 201305194
Lagt fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem sveitarfélög eru hvött til að efna til viðburða í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
8.6. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 201304239
Áætlun Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða innan Mosfellsbæjar árið 2013 lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd óskaði eftir áætluninni á 140. fundi sínum þann 18.04.2013 í samræmi við 3. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Skógræktarfélags MosfellsbæjarNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9. Þróunar- og ferðamálanefnd - 34201305037F
Fundargerð 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 607. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Samningur um Upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ 201203009
Endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ til umfjöllunar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.2. Heilsueflandi samfélag 201210195
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála upplýsir nefndina um stöðu verkefnisins. Samantekt lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
9.3. Kynningarefni 2013 201305237
Kynningarblað um Mosfellsbæ áætluð útgáfa í júní 2013. Minnisblað frá forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 34. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
10. Fundargerð 4. fundar Heilbrigðiseftlirlits Kjósarsvæðis201306102
.
Fundargerð 4. fundar Heilbrigðiseftlirlits Kjósarsvæðis frá 10. júní 2013 lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 806. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201306076
.
Fundargerð 806. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí 2013 lögð fram á 607. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
12. Drög að samþykktum um stjórn Mosfelsbæjar201109384
Drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar lögð fram til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Fyrirliggjandi drög að samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar samþykkt samhljóða við síðari umræðu á 607. fundi bæjarstjórnar.
13. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2013201306184
Ákkvörðun um sumarleyfi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sumarið 2013 ásamt yfirliti yfir fundardaga bæjarstjórnar að afloknu sumarleyfi.
Samþykkt að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 27. júní 2013 til og með 13. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 14. ágúst nk.
Einnig samþykkt að bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um.
Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verða lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
14. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 verði samþykkt og sent Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Bókun bæjarstjórnar vegna Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2010-2030
Bæjarstjórn þakkar skipulagsnefnd, skipulagsfulltrúa, öðrum starfsmönnum umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa fyrir umfangsmikið og árangursríkt starf við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. Jafnframt er íbúum Mosfellsbæjar þökkuð virk þátttaka í endurskoðun skipulagsins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir samhljóða Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 eins og það er sett fram í gögnum frá 345. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, dagsettum 18. júní 2013, og samþykkir jafnframt að aðalskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.15. Kosning í bæjarráð201206151
Tillaga kom fram um eftirtalda sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar frá og með daginum í dag og til loka kjörtímabilsins.
Sem formaður, Hafsteinn Pálsson af D lista.
Sem varaformaður, Bryndís Haraldsdóttir af D lista.
Sem aðalmaður, Jón Jósef Bjarnason af M listaFleiri tilnefningar komu ekki fram og voru ofantaldir því samhljóða kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 7 atkvæðum.Jafnframt samþykkt samhljóða að Jónas Sigurðsson af S lista verði áheyrnarfulltrúa í bæjarráði til sama tíma.
16. Kosning í nefndir201306280
Eftirfarandi tillögur komu sameiginlega fram af hálfu S og M- lista varðandi breytingu á skipan, aðal- og varamanna og áheyrnar- og varaáheyrnarfulltrúa þeirra í nefndum Mosfellsbæjar.
Aðrir fulltrúar en hér eru upptaldir skoðast sem endurskipaðir til nefndarstarfa með óbreytt hlutverk.
Fjölskyldunefnd:
aðalmaður M lista verði Kristbjörg Þórisdóttir, varamaður M lista verði Þórður Björn Sigurðsson,
áheyrnarfulltrúi S lista verði Erna Björg Baldursdóttir, varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Gerður Pálsdóttir.Fræðslunefnd:
aðalmaður S lista verði Anna Sigríður Guðnadóttir, varamaður S lista verði Sólborg Alda Pétursdóttir,
áheyrnarfulltrúi M lista verði Sæunn Þorsteinsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Kristín Ingibjörg Pálsdóttir.Íþrótta- og tómstundanefnd:
aðalmaður S lista verði Valdimar Leó Friðriksson, varamaður S lista verði Guðbjörn Sigvaldason,
áheyrnarfulltrúi M lista verði Richard Már Jónsson, varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Ólöf Kristín Sívertsen.Menningarmálanefnd:
aðalmaður S lista verði Lísa Sigriður Greipsson, varamaður S lista verði Gísli Freyr Jónínuson Guðbjörnsson,
áheyrnarfulltrúi M lista verði Sæunn Þorsteinsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi M lista verði Hildur Margrétardóttir.Skipulagsnefnd:
aðalmaður M lista verði Jóhannes Bjarni Edvarðsson, varamaður M lista verði Sigurbjörn Svavarsson,
áheyrnarfulltrúi S lista verði Hanna Bjartmars, varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Ólafur Guðmundsson.Umhverfisnefnd:
aðalmaður M lista verði Hildur Margrétardóttir, varamaður M lista verði Birta Jóhannesdóttir,
áheyrnarfulltrúi S lista verði Sigrún Pálsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Gerður Pálsdóttir.Þróunar- og ferðamálanefnd:
aðalmaður M lista verði Birta Jóhannesdóttir, varamaður M lista verði Kristín Ingibjörg Pálsdóttir,
áheyrnarfulltrúi S lista verði Ólafur Ingi Óskarsson, varaáheyrnarfulltrúi S lista verði Hjalti Árnason.
Samþykkt með sjö atkvæðum.