Mál númer 201211086
- 2. júlí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #631
Lögð fram tillaga heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis að samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, en heilbrigðisnefndin óskaði á fundi sínum þann 26. maí 2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillöguna.
Afgreiðsla 151. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 631. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. júní 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #151
Lögð fram tillaga heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis að samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, en heilbrigðisnefndin óskaði á fundi sínum þann 26. maí 2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillöguna.
Umhverfisnefnd telur jákvætt að settar verði reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Drög að reglum um hænsnahald í Mosellsbæ lagðar fram til umræðu, en umhverfisnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 21.06.2012 að unnar yrðu sérstakar reglur um hænsnahald í bæjarfélaginu.
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #142
Drög að reglum um hænsnahald í Mosellsbæ lagðar fram til umræðu, en umhverfisnefnd lagði til á 133. fundi sínum þann 21.06.2012 að unnar yrðu sérstakar reglur um hænsnahald í bæjarfélaginu.
Í samræmi við álit frá lögræðistofunni LEX leggur umhverfisnefnd til að heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis fullmóti og afgreiði reglur um hænsnahald í Mosfellsbæ.