Mál númer 201302234
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Drög að viðauka og yfirlýsingu til samþykktar bæjarráðs sbr. 1122. fund.
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1126
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Drög að viðauka og yfirlýsingu til samþykktar bæjarráðs sbr. 1122. fund.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila frágang á minnkun lóðar við Hjallabrekku í samræmi við framlögð gögn.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Ganga þarf frá samkomulagi við eigendur svo að auglýsa megi tillöguna.
Afgreiðsla 1121. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 16. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1121
Vegna deiliskipulagsbreytinga varðandi Hjallabrekku(lóð minnkar um hluta sem verður útikennslusvæði, inn kemur nýr byggingarreitur). Ganga þarf frá samkomulagi við eigendur svo að auglýsa megi tillöguna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela stjórnsýslusviði að stilla upp samkomulagsdrögum um minnkun leigulóðar við Hjallabrekku gegn stærri byggingarreit við núverandi íbúðarhús á lóðinni.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Helstu breytingar eru þær að settur er inn göngu- og hjólreiðastígur milli Vesturlandsvegar og Skálahíðar, legu ýmissa stíga á svæðinu breytt, gert ráð fyrir útikennslustofum í trjálund úr lóð Hjallabrekku nyrst, og gerður byggingareitur fyrir viðbyggingu við Hjallabrekku.
Afgreiðsla 342. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 7. maí 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #342
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 3.5.2013. Helstu breytingar eru þær að settur er inn göngu- og hjólreiðastígur milli Vesturlandsvegar og Skálahíðar, legu ýmissa stíga á svæðinu breytt, gert ráð fyrir útikennslustofum í trjálund úr lóð Hjallabrekku nyrst, og gerður byggingareitur fyrir viðbyggingu við Hjallabrekku.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar gengið hefur verið frá samkomulagi við eigendur Hjallabrekku um fyrirhugaðar breytingar sem varða lóðina. Jafnframt verði stígurinn færður inn á deiliskipulag við Langatanga og sú breyting auglýst samhliða.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga. Frestað á 337. fundi.
Afgreiðsla 338. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. mars 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #338
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga. Frestað á 337. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við framlagða minnispunkta.
- 6. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #600
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga.
Afgreiðsla 337. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
- 26. febrúar 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #337
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga.
Frestað.