Mál númer 201303173
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 618. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.
Afgreiðsla 146. fundar umhverfisnefndar frestað á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 12. desember 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #146
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um útbreiðslu fitjasefs í Leiruvogi og álit stofnunarinnar á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins myndi skaða vöxt og viðkomu plöntunnar, sem umhverfisnefnd óskaði eftir á 142. fundi sínum þann 20. júní 2013.
Greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um friðlandið við Varmárósa lögð fram ásamt áliti stofnunarinnar um það hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins kæmi til greina.
Umhverfisnefnd leggur til við Umhverfisstofnun að mörk friðlandsins við Varmárósa verði endurskilgreind þannig að tvær afmarkaðar spildur næst skeiðvelli Hestamannafélagasins Harðar falli utan þess. Jafnframt verði það kannað hvort ekki sé ástæða til að stækka friðlandið til norðurs í ljósi þess að fitjasef hefur numið land utan marka þess, norðan Köldukvíslar.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum þann 21.03.2013 að kanna vettvang við Leiruvogi ásamt hestamannafélaginu og jafnframt að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem nú liggur fyrir.
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #142
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa. Umhverfisnefnd samþykkti á 139. fundi sínum þann 21.03.2013 að kanna vettvang við Leiruvogi ásamt hestamannafélaginu og jafnframt að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar, sem nú liggur fyrir.
Umhverfisnefnd leggur til að Náttúrufræðistofnun verði fengin til að kanna útbreiðslu fitjasefs í Leirvogi og gefa álit sitt á því hvort hrossabeit á afmörkuðum hólfum innan friðaða svæðisins þar myndi skaða vöxt og viðgang plöntunnar.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Lagt fram erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Afgreiðsla 139. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 21. mars 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #139
Lagt fram erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa.
Erindi beitarnefndar Hestamannafélagsins Harðar um breytingu á afmörkun friðlands við Varmárósa lagt fram.
Umhverfisnefnd samþykkir að kanna vettvang við Leiruvogi í samráði við fulltrúa beitarnefndar Harðar, jafnframt verði leitað eftir umsögn fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um málið.