Mál númer 200612242
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð
Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1126
Bæjarstjóri óskar eftir heimild til að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að setja lóðir í eigu Mosfellsbæjar í Leirvogstungu í sölumeðferð.
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Bæjarstjórnar vísaði erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs lögð fram á 602. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin telur áætlun um að kostnaður við að klára götur, veitur og göngustíga í Leirvogstungu upp á 192 millj. Ótrúverðuga.$line$$line$Samkvæmt samningi 2006 átti Tunguvegur að kosta 230 milljónir. $line$Uppreiknað samkvæmt byggingarvísitölu gerir það 385 milljónir 2012.$line$Sé miðað við áætlun Mosfellsbæjar 2012 kosta 1200 lm 245 milljónir en þar er aðeins reiknað með um 60% af veginum samkvæmt samningi. $line$Miðað við það kostar allur vegurinn 408 milljónir, en ekki 230 eins og fram kemur í skýrslunni. $line$$line$Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um að hætt við byggingu grunnskóla í Leirvogstungu, þrátt fyrir þetta hefur bæjarstjóri samið við Íslandsbanka án þess að gert sé ráð fyrir grunnsóla í hverfinu. Skólabyggingar eru ekki eitthvað sem bæjarstjóri semur um við Íslandsbanka. Okkar mat er að í samanburðinn vanti kostnað Mosfellsbæjar upp á einn milljarð króna vegna þessa.$line$$line$30 viðbótarlóðir í hverfinu var mótmælt af íbúum og þá fallið frá hugmyndinni og því vart hægt að gera áætlanir um sölu þeirra. $line$Okkar mat er að bæjarstjóri vanáætli kostnað við yfirtöku á Leirvogstungu um a.m.k. einn milljarð króna.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa V- og D lista.$line$Hluti af minnisblaði bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs er kostnaðarmat vegna frágangs í Leirvogstunguhverfi unnið af sérfræðingum umhverfisviðs sem hafa ára langa reynslu við slíka vinnu. Bæjarfulltrúar V og D-lista telja af og frá að draga trúverðugleika útreikninganna í efa.$line$$line$Hvað varðar samning Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu var sá samningur afgreiddur og samþykktur í bæjarstjórn en ekki af bæjarstjóra einum.$line$$line$Hvað varðar viðbótarlóðir í hverfinu er það rangt að fallið hafi verið frá hugmyndinni.$line$Bæjarfulltrúar V og D lista vísa því alfarið á bug að kostnaður vegna samnings Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna Leirvogstungu hafi verið vanáætlaður.$line$$line$$line$Íbúahreyfingin vekur athygli á að umræddur bæjarstjórnarfundur var boðaður í sumarfríi bæjarstjórnar og haldinn kl. 7:30 á fimmtudagsmorgni.$line$$line$Eins og bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar ætti að vera kunnugt um eru fundir bæjarráðs haldnir á hverjum fimmtudagsmorgni kl 7:30, í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með fullnaðarafgreiðluheimild bæjarstjórnar samkvæmt sveitarstjórnarlögum 138/2011. En þar sem efasemdir komu fram frá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um lfullnaðarafgreiðluheimild bæjarráðs í þessu tiltekna máli var boðað sérstaklega til bæjarstjórnarfundar. Það vekur því undrun að bæjarfulltrúinn skuli nú gera athugsemd við bæjarstjórnarfund sem haldinn var sérstaklega vegna athugasemda hans.
- 21. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1114
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Bæjarstjórnar vísaði erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.
Erindið lagt fram.
- 6. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #600
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Hjálögð er greinargerðin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu aftur til umræðu í bæjarráði.
- 21. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1110
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Hjálögð er greinargerðin.
Greinargerðin lögð fram til kynningar.
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og Íslandsbanka.
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. $line$Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og lóðareiganda.$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirrita fyrirliggjandi viðauka við sölu- og byggingarskilmála.$line$$line$Afgreiðsla 1102. fundar bæjarráðs samþykkt á 596. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 13. desember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1102
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og Íslandsbanka.
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu.
Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og lóðareiganda.Til máls tóku: HP, SÓJ, JJB, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirrita fyrirliggjandi viðauka við sölu- og byggingarskilmála.
- 24. október 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #591
Erindinu er vísað frá 584. fundi bæjarstjórnar. Engin gögn fylgja erindinu.
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 584. fundi bæjarstjórnar og varðar samning Leirvogstungu ehf., Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu.$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samninginn.$line$$line$Til máls tóku: JJB, BH og HSv.$line$$line$Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt á 591. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. október 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1094
Erindinu er vísað frá 584. fundi bæjarstjórnar. Engin gögn fylgja erindinu.
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 584. fundi bæjarstjórnar og varðar samning Leirvogstungu ehf., Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu.
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samninginn.
- 10. október 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #590
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs óskar heimildar til að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna lóða í Leirvogstungu. Óskin er framsett í framhaldi af samkomulagi við Leirvogstungu ehf. um niðurfellingu samnings milli félagsins og Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1092. fundar bæjarráðs, að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu, samþykkt á 590. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Til máls tóku: JJB og HSv.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin ítrekar að samþykkt var á bæjarstjórnarfundi að gerð yrði grein fyrir þeim kostnaði sem af þessu hefur hlotist og muni fyrirsjáanlega hljótast vegna yfirtöku bæjarins á verkefninu.
- 4. október 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1092
Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs óskar heimildar til að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna lóða í Leirvogstungu. Óskin er framsett í framhaldi af samkomulagi við Leirvogstungu ehf. um niðurfellingu samnings milli félagsins og Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HP, JS, SÓJ, JJB, HSv, HS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. - 19. júlí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #584
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HS, HP, JS og KT.
Samþykkt með sex atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Íslandsbanka vegna Leirvogstungu og fela umhverfissviði undirbúning á framkvæmdum í hverfinu.
Fulltrúi Íbúahreyfingar JJB leggur fram eftirfarandi bókun:
Íbúahreyfingin leggur til að gerð verði fagleg úttekt á samningi bæjarins við Leirvogstungu ehf. og þeim samningi sem hér var til umræðu og niðurstaða lögð fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði að vísa tillögunni til bæjarráðs. - 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Fundargerð 835. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 15. ágúst 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #472
Fundargerð 835. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 472. fundi bæjarstjórnar.
- 2. ágúst 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #835
Til máls tók: SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að fullgilda af hálfu Mosfellsbæjar, fyrirliggjandi drög að viðbótarákvæði við gildandi samning Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar frá 15.2.2006.