Mál númer 201301578
- 18. desember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #617
Rekstrarleyfi Hamra hjúkrunarheimilis, staðfesting Landlæknisembættisins.
Afgreiðsla 212. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 617. fundi bæjarstjórnar.
- 10. desember 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #212
Rekstrarleyfi Hamra hjúkrunarheimilis, staðfesting Landlæknisembættisins.
Staðfesting Landlæknisembættisins á rekstrarleyfi Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Um er að ræða samstarfssamning við ríkið um rekstur Hjúkrunarheimilisins Hamra.
Afgreiðsla 1127. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 27. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1127
Um er að ræða samstarfssamning við ríkið um rekstur Hjúkrunarheimilisins Hamra.
Jón Jósef Bjarnason lagði fram tillögu um að málinu verði frestað.
Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samkomulagi við ríkið um rekstur Hjúkrunarheimilisins Hamra.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. - 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Bókun bæjarfulltrúa M-lista:$line$Undanfarið hefur birst í fjölmiðlum ásakanir um spillingu og umboðssvik fyrri stjórna Eirar. Umboðssvikin voru á þann veg að þáverandi framkvæmdastjóri og formaður stjórnar seldu íbúðarétt til eldri borgara vitandi að Eir gæti ekki staðið í skilum með endurgreiðslur. $line$$line$Hagsmunir Eirar í þessu máli og þeirra sem urðu fyrir þessum svikum liggja saman, sækja þarf þá sem með sviksömum hætti tóku við peningum eldra fólksins til saka og ganga þannig frá málum að þetta eða svipaðir hlutir gerist ekki aftur.$line$$line$Þetta hefur núverandi stjórn Eirar ekki gert, þess í stað ver hún lögbrjótana með þögn og hylmingu, neitar að afhenda fundargerðir stjórnar og ársreikninga án dómsúrskurðar og ver áframhaldandi ógagnsæi.$line$$line$Á aðalfundi Eirar var samþykkt ný skipulagsskrá hún tekur ekki á ógagnsæi stjórnarinnar heldur færir henni meiri völd. Ábyrgð trúnaðarráðs er aukin án þess að tryggja að það fái nauðsynleg gögn s.s. fundargerðir stjórnar. $line$Bæjarráð Mosfellsbæjar óskaði eftir breytingum í átt að gagnsæi án árangur.$line$Fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn, sem tilnefndur var af meirihlutanum, virðist telja sig vera í einkaerindum í stjórninni, hann hefur engin samskipti við trúnaðarmenn Mosfellsbæjar hjá Eir.$line$$line$Íbúahreyfingin leggst að óbreyttu gegn öllum samningum við Eir vegna ógagnsæis og glæpsamlegrar yfirhylmingar stjórnarinnar.$line$$line$Tillaga fulltrúa M-lista: $line$Íbúahreyfingin leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir um rekstur eininga hér í bæ þar sem Eir á hlut að máli og að bæjarstjórn skoði alvarlega að segja sig frá sjálfseignarfélaginu.$line$$line$Bókun V og D lista:$line$Bæjarfulltrúar V og D lista harma þá stöðu sem sjálfseignarstofnunin Eir er í um þessar mundir. Bæjarfulltrúarnir bera hins vegar fullt traust til núverandi stjórnenda Eirar og fulltrúaráðs þess sem öðlast hefur breytt hlutverk með nýjum samþykktum stofnunarinnar.$line$Vandlega hefur verið farið yfir málið að hálfu Mosfellsbæjar og sérfræðinga á vegum bæjarins og er það talið skynsamlegast með hagsmuni bæjarins í huga og þjónustuþega að haga málum eins og bæjarráð hefur ákveðið.$line$$line$Tillaga M-lista borin upp til atkvæða og var hún felld með 5 atkvæðum gegn einu.$line$$line$Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.
- 13. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1125
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásgeir Sigurgestsson (ÁSi) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Bæjarstjóri og Ásgeir fóru yfir stöðuna í samningamálum við ríkið annars vegar og Eirar hins vegar og svöruðu fyrirspurnum.
Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason leggst gegn öllum samningum við Eir vegna ógagnsæis í starfssemi stjórnarinnar.
Samþykkt að vinna áfram að samningum við Eir á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Afgreiðsla 205. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Afgreiðsla 1119. fundar bæjarráðs samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. maí 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #205
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Verkefnastjóri þróunar- og gæðamála kynnir stöðu samninga við ráðuneyti og bráðabirgðasamning við Eir hjúkrunarheimili um rekstur heimilisins.
- 2. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1119
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá bráðabirgðasamningi við Eir um rekstur hins nýja hjúkrunarheimilis sem senn verður tilbúið til reksturs.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Afgreiðsla 202. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 601. fundi bæjarstjórnar.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Afgreiðsla 1112. fundar bæjarráðs samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. mars 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #202
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Lagt fram.
- 7. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1112
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Unnur og Ásgeir fóru yfir fyrirliggjandi drög að samningi við Eir um að taka að sér rekstur nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ svo sem heimilað er í drögum að samningi við Eir.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna stofnunar einkahlutafélags um hjúkrunarheimili.Það kemur ekki til greina af hálfu Íbúahreyfingarinnar að stofnað verði einkahlutafélag um rekstur hjúkrunarheimilisins. Íbúahreyfingin telur jafnframt varasamt að vera í samstarfi við Eir vegna umboðssvika, yfirhylmingar, ólýðræðislegra vinnubragða og ógagnsæis stjórnar félagsins sem skemmir mjög fyrir óaðfinnanlegri og faglegri þjónustu sem Eir sinnir að öðru leiti.
Íbúahreyfingin lýsir fullu vantrausti á stjórn Eirar og leggur til að hún verði kærð til lögreglu vegna yfirhylmingar á umboðssvikum fyrri stjórnar og fyrri framkvæmdastjóra.
Jón Jósef Bjarnason.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Eir á grundvelli þeirra samningsdraga og minnisblaðs sem liggja fyrir. - 20. febrúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #599
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað sitt þar sem lagt er til að rekstur hjúkrunarheimilisins verði falin Eir.
Afgreiðsla 1108. fundar bæjarráðs samþykkt á 599. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 7. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1108
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað sitt þar sem lagt er til að rekstur hjúkrunarheimilisins verði falin Eir.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættir frá Eir, Jón Sigurðsson (JSi) stjórnarformaður, Hákon Björnsson (HB) stjórnarmaður og Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri.
Einnig mætt á fundinn starfsmenn Mosfellsbæjar þau Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (SÁ) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins.