Mál númer 201301342
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Afgreiðsla 1128. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júlí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1128
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Bæjarstjóri greindi frá því að lokið væri við skuldabréfaútgáfuna, gefnar voru út 600 milljónir á ávöxtunarkröfunni 3,05% sem seldist.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Bæjarstjórn heimilar bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á meðfylgjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn MOS 13 1. Jafnframt að bæjarstjóra verði heimilað að ganga frá útgáfu og sölu úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 600 mkr að nafnverði.$line$$line$Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1126
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða útgáfu og sölu skuldabréfa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á meðfylgjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn "MOS 13 1". Jafnframt að bæjarstjóra verði heimilað að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 600mkr að nafnverði.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu.
Afgreiðsla 1123. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1123
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að ganga frá samningi fyrir hönd Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Jafnframt samþykkt að þegar drög að skuldabréfi eru tilbúin verði þau lögð fyrir bæjarráð þar sem þá verði fjallað um heimild til sölu þeirra.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Fjármálastjóri leggur til að tekið sé 300 mkr. verðtryggt langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem byggður er í samvinnu við ríkið, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
- 14. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1113
Fjármálastjóri leggur til að tekið sé 300 mkr. verðtryggt langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tillögu fjármálastjóra að bæjarstjórn samþykki að taka verðtryggt langtímalán að fjárhæð 300 mkr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 11 ára með 2,65% vöxtum sbr. meðfylgjandi drög að lánssamningi nr. 1304-18 og sérstakri bókun þar að lútandi.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 300.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framhaldsskóla í Mosfellsbæ sem byggður er í samvinnu við ríkið, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.