Mál númer 201306125
- 15. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #618
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1149. fundar bæjarráðs lögð fram á 618. fundi bæjarstjórnar.
- 9. janúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1149
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Aldís sýndi bæjarráði uppbyggingu og útlit nýrrar heimasíðu Mosfellsbæjar sem senn verður tekin í notkun. - 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Bókun fulltrúa M-lista:$line$Sú ákvörðun að ganga til samninga við Advania er ámælisverð og ber að skoða sérstaklega í ljósi þess að Mosfellsbær er aðili að rammasamningakerfi Ríkiskaupa, en það er að bjóða út þessa þjónustu í útboði 15317 sem líkur fyrir lok júni. $line$Íbúahreyfingin telur að framganga meirihlutans í þessu máli beri vott um spillingu, ekki sé verið að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar og að meirihlutinn sé með ákvörðun sinni að spilla fyrir rammasamningakerfi Ríkiskaupa með ógagnsæjum sérsamningum án útboðs. $line$Íbúahreyfingin átelur meirihlutann fyrir að láta gögn ekki fylgja málinu til bæjarráðs$line$$line$Bókun fulltrúa V og D lista:$line$Í umræddu máli lá fyrir minnisblað frá forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála þar sem upplýst var um stöðu mála og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið varðandi þróun og endurbætur á heimasíðu bæjarins. Þar kom fram að óski bæjarfulltrúar eftir frekari upplýsingum um málið væru þeir hvattir til að hafa samband við viðkomandi. Jafnframt kom fram á fundinum að framkvæmd hafði verið verðkönnun í samræmi við innkaupareglur bæjarins og samið við þann aðila sem bauð hagstæðustu lausnina. Unnið hefur verið að málinu í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins.$line$$line$Afgreiðsla 1126. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1126
Til upplýsinga vegna uppfærslu á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Erindið er lagt fram.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Íbúahreyfingin undrast það að ekki hafi verið gengið til útboðs áður en gengið var til samninga við Advania um vefumsjónarkerfið LiSA og að nánari upplýsingar um þá ákvörðun liggi ekki fyrir með fundarboði."
Bókun D og V lista:
Minnisblað er hér lagt fram til að upplýsa bæjarráð um endurbætur á heimasíðu bæjarins til hagsbóta fyrir íbúana. Bent er á að í niðurlagi minnisblaðsins komi fram að allar frekari upplýsingar séu veittar sé þess óskað. Engar óskir um slíkt höfðu komið fram fyrir fundinn.