Mál númer 201305165
- 20. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #701
Viðaukasamningur við Mosverja kynntur.
Afgreiðsla 1320. fundar bæjarráðs samþykkt á 701. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. september 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1320
Viðaukasamningur við Mosverja kynntur.
Viðauki við samstarfssamning Mosfellsbæjar og Mosverja samþykktur með þremur atkvæðum.
- 28. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #609
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017.
Framlagðir samningar við íþrótta- og tómstundafélög, sbr. afgreiðslu 173. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, samþykktir á 609. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 22. ágúst 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #173
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða samninga með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Jafnframt er embættismönnum falið að leggja fram yfirlit yfir kostnaði af samningunum til bæjarráðs með tilliti til breytinga frá fjárhagsáætlun 2013.
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Afgreiðsla 1127. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 27. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1127
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samningi við Aftureldingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum. - 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Afgreiðsla 172. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Samstarfssamningar við Aftureldingu 2013-2017 lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1125. fundar bæjarráðs samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #172
Samstarfssamningar við Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ 2013-2017 lagðir fram til umsagnar, en bæjarráð á 1125. fundi sínum vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning við UMFA. Vísar samningnum til afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt samþykkir nefndin að vísa drögum að samningum við önnur íþrótta- og tómstundafélög til félaganna til skoðunar.
Fulltrúi Samfylkingar óskaði eftir að bóka eftirfarandi:
"Athugasemd varðandi 1. grein í drögum að samstarfssamningi Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja. Það er boðið upp á afnot af ákveðnu húsnæði til ársins 2018, þrátt fyrir að nú þegar liggi ljóst fyrir að það sé ófullnægjandi fyrir starfsemina."
Formaður nefndarinnar bókaði eftirfarandi:
"Formaður nefndarinnar undrast bókun fulltrúa Samfylkingar um meint ástand húsnæðisins að Brúarlandi enda engin gögn lögð fram því til stuðnings."
Nefndin óskar eftir því að aflað verði gagna um núverandi húsnæði skáta.
- 13. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1125
Samstarfssamningar við Aftureldingu 2013-2017 lagður fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að samstarfssamningi Mosfellsbæjar og Aftureldingar til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundfélög 2013-2017 kynntir.
Afgreiðsla 171. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 23. maí 2013
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #171
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundfélög 2013-2017 kynntir.
TK fór yfir þær samningaviðræður sem að eru í gangi varðandi samninga við íþrótta og tómstundafélög.
Nefndin felur áfram starfsmönnum að vinna að samningagerð við félögin.