Mál númer 201206151
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Kosning fulltrúa í bæjarráð.
Eftirfarandi tilnefning kom fram um Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur sem aðalmann í bæjarráð í stað Hafsteins Pálssonar.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast Kolbrún G. Þorsteinsdóttir þar með rétt kjörinn aðalmaður í bæjarráð. - 9. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #612
.
Tillaga kom fram um Bryndísi Haraldsdóttur sem formann bæjarráðs og Hafstein Pálsson sem varaformann. Ekki komu fram fleiri tillögur og teljast þau því réttkjörin formaður og varaformaður bæjarráðs.
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Tillaga kom fram um eftirtalda sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar frá og með daginum í dag og til loka kjörtímabilsins.
Sem formaður, Hafsteinn Pálsson af D lista.
Sem varaformaður, Bryndís Haraldsdóttir af D lista.
Sem aðalmaður, Jón Jósef Bjarnason af M listaFleiri tilnefningar komu ekki fram og voru ofantaldir því samhljóða kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 7 atkvæðum.Jafnframt samþykkt samhljóða að Jónas Sigurðsson af S lista verði áheyrnarfulltrúa í bæjarráði til sama tíma.
- 20. júní 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #583
Kosning 3ja bæjarfulltrúa í bæjarráð til eins árs sbr. 57. gr. samþykkta.
Tillaga er um Hafstein Pálsson D lista sem formann, Herdísi Sigurjónsdóttur af D lista sem varaformann og Jónas Sigurðsson S lista sem aðalmann í bæjarráð til eins árs. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því réttkjörin í bæjarráð til eins árs.
<BR>Óskað var eftir því, í samræmi við heimild í samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, að Jón Jósef Bjarnason M lista og Karl Tómasson af V lista fengju stöðu áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og var það samþykkt samhljóða.