Mál númer 201306079
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Lögð fram svör umhverfissviðs Mosfellsbæjar við fyrirspurnum fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd varðandi hundahald í Mosfellsbæ. Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar kemur á fundinn.
Afgreiðsla 142. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 20. júní 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #142
Lögð fram svör umhverfissviðs Mosfellsbæjar við fyrirspurnum fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd varðandi hundahald í Mosfellsbæ. Hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar kemur á fundinn.
Hafdís Óskarsdóttir hundaeftirlitsmaður Mosfellsbæjar mætti til fundarins og svaraði fyrirspurnum varðandi hundahald í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd ræddi almennt um hundahald í Mosfellsbæ og vill minna á að gefnu tilefni að samkvæmt gildandi hundasamþykkt er lausaganga hunda óheimil og á almannafæri er hundeigendum skylt að þrífa upp eftir hunda sína.