Mál númer 201306038
- 26. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #607
Lögð fram ósk um endurskoðun á synjun á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags í formi stjórnsýslukæru. Á fundinn mætti framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Stefán Ómar Jónsson, til að leiðbeina um framhald málsins.
Afgreiðsla 282. fundar fræðslunefndar samþykkt á 607. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 18. júní 2013
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #282
Lögð fram ósk um endurskoðun á synjun á greiðslum vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags í formi stjórnsýslukæru. Á fundinn mætti framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs, Stefán Ómar Jónsson, til að leiðbeina um framhald málsins.
Fræðslunefnd metur að starfsmenn Skólaskrifstofu hafi farið að reglum sem bæjarstjórn hefur sett um greiðslur fyrir námsvist utan lögheimilis.
Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að kanna áhrif breytinga á reglum vegna greiðslna fyrir námsvist utan lögheimils.